Þann 10. mars 2006 verður haldin ráðstefna um atvinnu og umhverfi, undir heitinu Orkulindin Ísland - Náttúra, mannauður, menning og hugvit. Ráðstefnan stendur frá kl.14:00 –17:30. og verður haldin á Hótel Nordica. Að ráðstefnunni standa: Fuglaverndarfélags Íslands, Hætta-hópurinn, Náttúruvaktin og Náttúruverndarsamtök Íslands. Náttúruverndarsamtökum er gjarnan legið á hálsi fyrir að berjast á móti stóriðjustefnu en benda ekki á aðrar leiðir í atvinnumálum – þessari ráðstefnu er einmitt ætlað að ræða „aðrar leiðir en stóryðju“. Ráðstefnustjóri er Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur.

Dagskráin:

Setningarávarp flytur Guðmundur Páll Ólafsson, rithöfundur og líffræðingur.
„Stóriðja og EVE Online“ Reynir Harðarson, listrænn stjórnandi og stofnandi CCP.
„Hugmyndir og ranghugmyndir um virkjanir vegna stóriðju“ Sigurður Jóhannesson hagfræðingur.
„Er ástæða til að óttast framtíðina?“ Rögnvaldur Sæmundsson forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar HR í nýsköpunar- og fjölmiðlafræðum
„Hvað segja skoðanakannanir okkur um afstöðu almennings til náttúruverndar?“ Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ Magnús Sigmundsson, framkvæmdastjóri Hestasport - Ævintýraferða, Skagafirði.

16.15 - 16.30 Kaffihlé.

„Náttúra að veði í máli og myndum“ Einar Þorleifsson náttúrufræðingur.
16.30 - 17.30 Pallborðsumræður, stjórnandi: Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Þórunn Sveinbjarnardóttir - Samfylkingu, Sigurjón Þórðarson - Frjálslynda flokknum, Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur, Birgir Ármannsson - Sjálfstæðisflokki, Kolbrún Halldórsdóttir - Vinstri Grænum.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
8. mars 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Orkulindin Ísland - Náttúra, mannauður, menning og hugvit“, Náttúran.is: 8. mars 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/orkulind_isl/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: