Ríkinu stefnt vegna vanefnda á lögum um Mývatn 29.11.2016

Umhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar af ágangi ferðamanna, eins og við Hverarönd og Leirhnjúk, og svæði sem deilur um lagningu háspennulína hafa staðið um, þ ...

MývatnUmhverfisverndarsamtök hafa stefnt umhverfisráðherra f.h. íslenska ríkisins vegna vanefnda á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi. Ljúka átti friðlýsingunum fyrir tæpum níu árum síðan samkvæmt ákvæðum laga um verndun Mývatns og Laxár, s.k. Mývatnslögum. Þrátt fyrir þessa lagaskyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst. Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn stafar ...

Raflínur ljósm. Einar BergmundurLandsnet sendi nýlega frá sér tillögu að raflínuáætlun (kerfisáætlun) fyrir árin 2016 til 2025. Landvernd telur ástæðu til að hrósa fyrirtækinu fyrir nýjar áherslur og bætt vinnubrögð við gerð áætlunarinnar. Leiða má líkum að því að að alvarlegar athugasemdir almennings og umhverfisverndarsamtaka við vinnubrögð Landsnets á undanförum árum, þ.m.t. kærumál og dómsmál vegna eldri kerfisáætlana og einstakra framkvæmda ...

Dynkur í ÞjórsáNý ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari ...

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í ljósi fréttatilkynningar Landsnets hf. frá í gær, 22. ágúst, ítrekar Landvernd fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Skoða þarf bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni, en framkvæmdir Landsnets hf. hafa nú verið stöðvaðar til bráðabirgða ...

Landvernd skorar á ríkisstjórn Íslands að grípa þegar til ráðstafana til bjargar lífríki Mývatns og Laxár. Fram hefur komið í fréttum að undanförnu að lífríki vatnsins sé í bráðri hættu vegna næringarefnaauðgunar. Ofauðgunin hefur leitt til mikils vaxtar blágerla, svokallaðs leirloss, í vatninu sem dregur úr birtuskilyrðum í vatnsbol og á botni og þar með vexti þörunga, undirstöðufæðu vatnsins. Kúluskíturinn ...


Jökulsárlón. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita auknu fjármagni í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu.

Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að ...

Hálendisvegur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd furðar sig á afstöðu Fjallamanna, Fannborgar í Kerlingarfjöllum og Hveravallarfélagsins til umhverfismats vegagerðar á Kili. Hafa þessir aðilar gagnrýnt Landvernd fyrir að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að umrædd vegagerð hafi ekki verið umhverfismetin. Ferðaþjónustufyrirtækin byggja afkomu sína og ímynd á einstakri náttúru hálendisins og ættu því að styðja það grundvallaratriði að fram fari mat á umhverfisáhrifum svo stórrar framkvæmdar ...

Kindur á Kjalvegi. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd hefur kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli meta umhverfisáhrif vegagerðar um Kjöl. Landvernd telur að Skipulagsstofnun hafi við meðferð málsins brotið gegn löggjöf um umhverfismat framkvæmda, umhverfismat áætlana og rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Landvernd æskir álits EFTA-dómsstólsins við úrlausn málsins og krefst stöðvunar framkvæmdarinnar haldi Vegagerðin því til streitu að halda henni áfram án undanfarandi umhverfismats. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ...

Mosi í Þjórsárverum. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirlStjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að tryggja fjármagn til friðlýsinga svæða í verndarflokki núgildandi virkjana- og verndaráætlunar (rammaáætlunar) sem samþykkt var á Alþingi í janúar 2013. Þrátt fyrir að rúm tvö og hálft ár séu nú liðin frá samþykktinni hefur ekki eitt einasta svæði í verndarflokki  enn verið friðlýst. Landvernd bendir á að samkvæmt lögum um áætlunina þá ...

Frá Grænu göngunn þ. 28.05.2013. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd og Arnika, tékknesk náttúrverndarsamtök, boða til málþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 23.september milli kl 13:00 og 16:00.

Málþingið mun fjalla um aðkomu almennings að ákvarðantöku í umhverfismálum. Talsmenn Arniku flytja fyrirlestra um mengandi starfsemi og eiturefnaúrgang og þá aðstoð sem þau veita almenningi til þess að efla lýðræðslega þátttöku hans þegar kemur að umhverfismálum. Aðilar frá stjórnvöldum ...

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Ákvörðun Skipulagsstofnunar er til þess fallin að veikja umhverfisvernd á Íslandi að mati Landverndar, en stofnunin álítur að Landvernd geti ekki farið fram á endurupptöku umhverfismats háspennulínu frá Kröflu að Bakka, og því verði krafa samtakanna frá í mars sl. ekki tekin fyrir efnislega. Landvernd heldur því fram að endurtaka þurfi umhverfismatið sem fram fór árið 2010 þar sem forsendur ...

Háspennumastur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.„Stórar raflínur hafa einatt valdið miklum áhrifum í náttúru Íslands. Eins og við alla aðra meiriháttar mannvirkjagerð þarf að velja besta kostinn. Það þýðir meðal annars að mannvirkin þurfa að vera hæfileg og leitast verður við að takmarka tjónið sem þau valda í náttúrunni. Sveitarstjórnir gegna þar mikilvægu hlutverki að lögum. Þær eiga að sjá til þess að ekki sé ...

Ræða Guðmunar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar á Pardísarmissi? Hátíð til verndar hálendis Íslands þ. 16. apríl 2015:

Gott kvöld góðir gestir!

Fyrir hönd hinna fjölmörgu skipuleggjenda býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin á þessa hátíð til verndar hálendi Íslands.

Hvers vegna er blásið til baráttufundar núna? Jú, vegna þess að sjaldan hefur verið jafnmikil nauðsyn á samstöðu um vernd hálendisins ...

Göngustígur í Kerlingarfjölllum. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands er 61,4% samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands. Stuðningurinn hefur aukist um 5 prósentustig frá sambærilegri könnun í október 2011. Þá hefur þeim fækkað sem eru andvígir stofnun þjóðgarðs en þau eru einungis 12,4% aðspurðra.

Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert á stjórnmálaflokka. Á ...

Skjáskot af vefsvæðinu.Landvernd hefur sett upp vefsvæði til að koma áskorunarbréfi á framfæri til þingmanna vegna hugmynda meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar.
Bréfið er svohljóðandi:

Kæri Alþingismaður!

Ég skora á þig að hafna nýtilkominni tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk (nýtingarflokk) rammaáætlunar. Tillaga meirihlutans er aðför að lýðræðislegum ...

Í Þjórsárverum, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við erindi Orkustofnunar til verkefnisstjórnar rammaáætlunar um virkjanamál. Orkustofnun sendi í gær verkefnisstjórninni fjölmargar virkjanahugmyndir til umfjöllunar þar á meðal hugmyndir sem eru í núverandi verndarflokki rammaáætlunar. Þess utan er ein hugmyndanna Hveravellir, einn fjölfarnasti áningarstaður ferðamanna á miðhálendinu sem nýtur friðlýsingar og á ekkert erindi inn í rammaáætlun.

Landvernd telur Orkustofnun vega stórlega að friði ...

Hraunavinir og tveir einstaklingar hafa, með stuðningi Landverndar, kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Gálgahraunsmálsins. Kærendur telja Hæstarétt hafa brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Er í kærunni m.a. bent á  fyrri aðkomu Markúsar Sigurbjörnssonar hæstaréttardómara að málinu.

Hæstiréttur hafnaði með dómi í nóvember 2013 beiðni Hraunavina, Landverndar ...

[Maastricht, Hollandi, þriðjudag 1. júlí 2014] Á öðrum degi fimmta aðildarríkjafundar Árósasamningsins[1)], gerir bandalag[2] fjölmargra félagasamtaka frá Evrópu, Mið-Asíu og víðar kröfu um að hin 47 aðildarríki Árósasamningsins brúi bilið milli skjalfestra loforða og raunverulegra athafna. Andriy Andrusevych frá Úkranísku félagasamtökunum Samfélag og umhverfi sagði m.a.: „Sum ríki líta enn á aðild sína og skyldur gagnvart Árósasamningnum ...

Hvað færði Árósarsamningurinn okkur? Notar almenningur réttindi sín í umhverfismálum? Standa umhverfisverndarsamtök sig? Hvernig tekst stjórnvöldum upp - veita þau réttindin?

Landvernd efnir til hádegismálþings í stofu 132 í Öskju Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þriðjudaginn 27. maí n.k. um framkvæmd árósasamningins á Íslandi, reynslu síðustu tveggja ára og nauðsynlegar úrbætur. Málþingið hefst kl. 12 og lýkur 13:30.

Fjallað verður um ...

Landvernd mótmælir harðlega umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 meðan kærumál vegna annarra leyfisveitinga standa yfir og eignarnámsmál eru óútkljáð.

Suðurnesjalína 2 er 220 kílóvolta (kV) háspennulínu frá Hamranesi í Hafnarfirði að Rauðamel norðan Svartsengis, en fyrirtækið sendi umsókn sína um framkvæmdaleyfi í dag til sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar og Voga. Í desember sl. gaf Orkustofnun Landsneti leyfi til ...

Á Náttúruverndarþingi frjálsra félagasamtaka sem fram fór í gær var níumenningunum sem kærðir hafa verið fyrir mótmæli í Gálgahrauni veitt verðlaunin Náttúruverndarinn.

Níumenningarnir eru fulltrúar fyrir stærri hóp Hraunavina sem stóð vaktina í Gálgahrauni í heilan mánuð síðastliðið haust og reyndi þannig að stöðva vegaframkvæmdir sem klufu þessa sögulegu og kyngimögnuðu hraunbreiðu í tvennt. Þessi ötula barátta endaði 21. október ...

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna þann 5. apríl n.k. í fundarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og stefnt er að því að honum ljúki eigi síðar en 17:30.

Félagsmenn eru hvattir til að bjóða nýju fólki að ganga til liðs við samtökin og mæta á aðalfund.

Ljósmynd: Grænir fánar á lofti ...

Náttúrupassi eða gjald á einstaka staði: Vegið stórlega að almannarétti um frjálsa för fólks um landið

Í yfirlýsingu frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist segir:

Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald ...

Landvernd harmar þá ákvörðun nokkurra bænda í Rangárvallasýslu að reka fé sitt á Almenninga í Rangárþingi eysta, en afrétturinn hefur verið metinn óbeitarhæfur af vísindamönnum Landbúnaðarháskóla Íslands. Með ákvörðun sinni ganga bændurnir þvert gegn stefnu íslenskra stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu auðlinda og skaða ímynd íslensks landbúnaðar. Ákvörðunin hlýtur að vekja neytendur til umhugsunar um afstöðu sína til neyslu lambakjöts sem ...

Sýning myndarinnar „Do the Math" eftir 350.org um loftslagsbreytingar 23. maí kl. 20 í Norræna húsinu

Hér er myndin í heild fyrir þá sem misstu af henni....

Landvernd tekur þátt í sýningu myndarinnar „Do the Math" með 350.org, en myndin var sýnd um víða veröld síðastliðinn fimmtudag. Ekki þótti ráðlegt að sýna hana hérlendis þann dag, enda Ísland ...

kind á fjalli

Landvernd fór fram á við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að gert yrði yfirítölumat á Almenningum í Rangárþingi eystra, en ítölunefnd skilaði af sér áliti í marsmánuði. Krafa og rökstuðningur Landverndar er hér í viðhengi. Ráðuneytið taldi Landvernd ekki hafa lögvarinna hagsmuna að gæta, en yfirítölunefnd var skipuð að kröfu Skógræktar ríkisins. Það er umhugsunarefni í ljósi Árósarsamningsins og þess að Almenningar ...

Skjólbrekku Mývatnssveit, 10. maí 2013, kl. 14-17.

Landvernd efnir einnig til málþings um sama efni í Mývatnssveit, en önnur erindi en Nýsjálendinganna verða á íslensku og pallborðsumræður að sama skapi. Dagskráin þar er eftirfarandi:

Setning málþings
Rannveig Magnúsdóttir, verkefnisstjóri, Landvernd

Geothermal developments, tourism and the environment
Trevor Hunt, jarðeðlisfræðingur, Nýja Sjálandi

Sharing Special Places - Ensuring we protect what we value ...

Landvernd efnir til tveggja málþinga um sjálfbæra ferðamennsku á háhitasvæðum, annarsvegar í Reykjavík og hinsvegar í Mývatnssveit (sjá hér að neðan). Háhitasvæði eru eitt helsta einkenni íslenskrar náttúru og eftirsóttir ferðamannastaðir. Mikilvægt er að tryggja vernd þessara einstöku auðlinda okkar þannig að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þeirra áfram.

Dagskráin er eftirfarandi:

13:00 Setning málþings - Sveinbjörn Björnsson, fyrrv ...

Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.

Efnt er til grænnar göngu til ...

Landvernd skorar á alþingismenn að ljúka umræðu um frumvarp til laga um náttúruvernd og kjósa um frumvarpið áður en þingi lýkur nú í vikunni.

Landvernd er í flestum atriðum sammála frumvarpinu og styður það í grundvallaratriðum. Frumvarpið felur í sér heildsteyptari og skýrari lagaumgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru. Samtökin fagna ýmsum nýmælum í lögunum og ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands standa að sýningu á nýrri fræðslu- og heimildamynd eftir Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndara. Myndin ber heitið Krýsuvík - Náttúrufórnir í fólkvangi.

Í myndinni er fjallað um náttúru og sögu Krýsuvíkur og annarra svæða innan Reykjanesfólkvangs sem til stendur að taka undir virkjanir samkvæmt rammaáætlun. Sagt er frá merkilegri jarðfræði svæðisins og reynt að varpa ljósi á þau áhrif ...

Stjórn Landverndar tekur undir áskorun aðalfundar Hraunavina, félags áhugamanna um byggðaþróun og umhverfisvernd í Álftaneshreppi hinum forna, til Alþingis Íslendinga, um að fresta fjárveitingu til lagningar nýs Álftanesvegar eftir endilöngu Gálgahrauni.

Gálgahraun er á náttúruminjaskrá og er eina óraskaða apalhraunið sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Á síðustu áratugum hafa rannsóknir á sviði umhverfissálfræði sýnt fram á mikilvægi óraskaðs og náttúrulegs ...

Landvernd og Norræna húsið kynna fyrirletraröðina Frá vitund til veruleika: Hugarfarsbreyting í umhverfismálum sem hefst þ. 17. október kl. 16:00 með fyrirlestri Páls Jakobs Líndals undir fyrirsögninni Næring náttúrunnar - rómantík eða veruleiki?

Fyrirlesturinn fjallar um samspil fólks og náttúru, þær væntingar sem fólk almennt gerir til náttúrunnar, áhrif náttúrunnar á heilsufar og hvernig jákvæð áhrif náttúrunnar geta hvatt fólk ...

Á Degi íslenskrar náttúru við upphaf Evrópsku samgönguvikunnar

Náttúruskóli Reykjavíkur, Landssamtök hjólreiðamanna, Landvernd, Hjólafærni á Íslandi,  Fuglavernd og Framtíðarlandið efna til Hjólaævintýris á höfuðborgarsvæðinu. Hjólað verður frá þremur upphafsstöðum á milli vatnavinja þar sem áhugasamir fræðimenn segja frá náttúrufyrirbærum á svæðinu. Hjólaævintýrin hefjast kl. 10.30 og þeim lýkur í Elliðaárdalnum kl. 13:45 þar sem Reykjavíkurborg setur Evrópsku samgönguvikuna ...

Nú er ljóst að Orkuveita Reykjavíkur ræður ekki við brennisteinsmengun á Hellisheiði. Á ársfundi fyrirtækisins kom fram að brennisteinsmengun mun ekki standast heilsuverndarmörk árið 2014 við óbreyttar aðstæður og verða yfir þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett til að verja heilsu almennings, en brennisteinsvetni veldur sjúkdómum í öndunarfærum. Undirrituð náttúruverndarsamtök krefjast þess að fundin verði ásættanleg lausn á málinu.

Eftir ...

Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands (NSV) efndu til baráttufundar um vernd náttúrusvæða á Reykjanesskaga í kvöldið, 30. maí. Fundurinn var fjölsóttur og fundarmenn lýstu yfir óánægju sinni með hversu margar virkjanahugmyndir á svæðinu lenda í orkunýtingarflokki, eða alls 7 af 15 hugmyndum. 5 lenda í biðflokki og 3 í verndarflokki. Þegar hafa risið 4 jarðvarmavirkjanir á svæðinu.

Á fundinum töluðu Sigmundur ...

Fulltrúar Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands (NSV) afhentu í gær Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, bókina „Reykjanesskagi - Ruslatunnan í Rammaáætlun“. Í bókinni er fjallað um þau svæði á Reykjanesskaga sem falla í virkjanaflokk samkvæmt þeim tillögum rammaáætlunar sem nú liggja fyrir Alþingi.

Fjöldi mynda prýðir bókina en Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands, er höfundur hennar. Bókin er gefin ...

Landvernd efnir til málþings um sjálfbæra ferðamennsku og náttúruvernd á háhitasvæðum, mánudaginn 21. maí nk. í Nauthóli við Nauthólsvík kl. 13:00-16:15. Allir velkomnir! Sjá dagskrá í viðhengi og hér að neðan.

Sjálfbær ferðamennska og náttúruvernd á háhitasvæðum er tveggja ára verkefni sem Landvernd hleypti af stokkunum í upphafi árs 2012. Verkefnið er hugsað sem fyrsti hluti af langtímaverkefni ...

Landvernd hefur stofnað til gönguhóps í því augnarmiði að styrkja grasrótarstarf samtakanna. Gönguhópurinn er hugsaður sem óformlegur hópur fólks sem deilir því áhugamáli að ganga sér til ánægju og yndisauka. Allir eru velkomnir í göngur, félagsmenn sem og aðrir. Ekki er boðið upp á skipulagða leiðsögn í þessum göngum, en allir hvattir til að deila fróðleik sem þeir/þær búa ...

Alvarlegar athugasemd hafa borist frá Félagi umhverfisfræðinga á Íslandi vegna auglýsingar þingmanna Sjálfstæðisflokks í Morgunblaðinu þann 8. apríl 2009.

Í Morgunblaðinu í gær, 8. apríl, birtist heilsíðuauglýsing þingmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem vitnað er í nokkrar umsagnir fræðimanna og sérfræðinga og talað um harða gagnrýni þeirra á frumvarp til breytinga á stjórnarskrá. Félag umhverfisfræðinga á Íslandi vill koma eftirfarandi á framfæri ...

Nýtt efni:

Skilaboð: