Lón 2
671 Kópasker

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Vottanir og viðurkenningar:

Þingeyska Matarbúrið - matur úr héraði

Meginmarkmið matarklasans „Þingeyska matarbúrið - matur úr héraði“ er að stuðla að auknu heildarvirði svæðisins og meiri sjálfbærni þess í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Lögð er áherslu á að þróa, framleiða og kynna vörur og þjónustu sem byggja á Þingeysku hráefni og matarhefð. Þingeyska matarbúrið tekur þátt í samstarfsverkefnum bæði innanlands og alþjóðlegum enda gefi þau tilefni til aukins árangurs eða stuðli með öðrum hætti að framgangi verkefnisins.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Skilaboð: