Sýningin Málverkið eftir 1980 verður opnuð í Listasafni Íslands þ. 08. 10. 2006 kl. 15:00 og stendur til 26. 11. 2006. Á vef Listasafnsins segir: „Nýja málverkið stendur fyrir alþjóðlegri endurvakningu málverksins sem varð í upphafi 9. áratugar 20. aldar. Áhrif nýja málverksins bárust hingað frá Þýskalandi og einkenndust í fyrstu af nýjum expressjónisma, þar sem róttækar skoðanir, kapp og dýnamík listamannanna endurspegluðust í verkum þeirra. Hinn ný ji expressjónismi reyndist í flestum tilvikum skammlífur en upp úr þessari sprengingu spruttu ýmsir forvitnilegir angar sem hafa gjörbreytt myndlistarflóru okkar síðustu tuttugu árin. Þeir listamenn sem tóku þátt í Nýja málverkinu voru allir ungir og ný komnir úr skóla, með ferska sýn á frekari möguleika þessa miðils. Á sýningunni verður hægt að skoða þróun margra þessara málara og hvar málverkið er statt í dag. “
Sýningarstjórar eru listfræðingarnir Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson.

Myndin er af einu verkanna á sýningunni, málverkinu „Bei Hempels unterm Sofa IV“ (Undir sófanum hjá Jóni Jónssyni IV). Nafnið er dregið af þþsku orðatiltaki sem vísar til þess að sannleikurinn um hlutina sé falinn undir sófanum, eins og ruslið sem safnast saman undir sófanum endurspeglar lifnaðarhætti viðkomandi. Á þessari mynd, sem er máluð í Þýskalandi árið 1995 og er ein af fimm úr samnefndum myndaflokki, er fjallað um sannleikann á bak við „unnið fótboltamót“, þar sem lið húsráðanda bar sigur úr bítum (með funtaskap og illmennsku) fyrir X-árum síðan. Verkið er eftir Guðrúnu Tryggvadóttur. Olía á striga. Stærð 130 x 200 cm.
-

Sjá fleiri verk eftir Guðrúnu á art-ad.is í flokknum gallerí og myndskreytingar.

Sjá vef Listasafns Íslands.

Birt:
18. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málverkið eftir 1980 - Listasafn Íslands“, Náttúran.is: 18. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/malverkid_1980/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: