Vatnssparandi sturtuhaus er haus með litlum þröngum götum. Hann notar mun minna vatn en venjulegur sturtuhaus og vatnið spýtist út með meiri þrýstingi. Eldri sturtur nota allt að 24 lítra á mínútu af vatni. Nýir vatnssparandi sturtuhausar nota 6 til 10 lítra á mínútu.

Ef þú skiptir yfir í vatnssparandi sturtuhaus þá minnka útgjöldin vegna sturtunnar um helming. Vatnssparandi sturtuhaus hentar sérstaklega vel í sumarbústaðnum þar sem lítið getur verið af vatni.

Hafðu það í huga þegar þú ferð í sturtu að vera ekki lengur en nauðsyn ber til, þannig sparar þú sem mest.

Birt:
21. júní 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sturta“, Náttúran.is: 21. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/sturta/ [Skoðað:24. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2014

Skilaboð: