Kristján Helgason heldur fyrirlestur um „Goodheart hlátur- markþjálfun“ fimmtudag 19. febrúar. - 17.30 - 19.30.

Goodheart hlátur-markþjálfun er kennd við Annette Goodheart, bandarískan sálfræðing, sem undanfarin 38 ár hefur notað hlátur sem sitt aðal hjálpartæki við að hjálpa fólki að greiða úr sínum málum. Hún er höfundur bókarinnar Hláturmeðferð - Hvernig er hægt að hlæja að öllu því í þínu lífi sem er í rauninni ekkert hlæjilegt. Kristján Helgason er eini íslendingurinn sem lokið hefur þjálfun í Goodheart hlátur-markþjálfun. Hann hefur einnig rétt til að kenna 1.áfanga þeirrar þjálfunar.

Edda Björgvinsdóttir heldur námskeiðið Erum við andleg og líkamleg eiturefn-úrgangs-ruslaskrímsli? „Megrun er úr sögunni, hreinn líkami er laus við aukakíló“ þriðjudaginn 24. febrúar kl 17:30-19:00.

Hvernig getur manneskja (með lítinn sjálfsaga!) breytt mataræði sínu úr ruslmat í vítamínríkt fæði? Hvernig getum við breytt hugarástandi okkar? Hvernig getur lélegur kokkur búið til gómsæta heilsurétti? Hvaða eiturefni erum við að innbyrða daglega - andlega og líkamlega? Hver er munurinn á að vera gagnrýnin manneskja eða vera neikvæð umhverfismengun? Þetta og margt fleira ber á góma í fyrirlestri Eddu og nokkrar öflugar æfingar fylgja fyrir þá sem vilja lifa heilbrigðara lífi - en nenna því ekki!

Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir heldur námskeið um „Spa-dekur“ miðvikudaginn 25. febrúar kl 17:30-19:00.

Kennt hvernig hægt er að búa til þitt eigið spa með efnum úr eldhúsinu þínu. Spa - dekur endurnýjar „sál, huga og líkama“. Njóttu þess að dekra við þig með bestu efnum sem völ er á sem þú finnur bara í eldhúsinu þínu. Salt, ólífuolía, kókósolía, jurtate,hunang, þang, hnetur, fræ og margt fleira. Tíminn sem þú gefur þér í svona færð þú borgað margfalt til baka.

Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi heldur námskeiðið „Ég fitna sama hvað ég geri. Hvernig næ ég jafnvægi?“ þriðjudaginn 24. mars kl. 17:30-19:00.

Greining á ástandinu: hvað er raunverulega að? Fyrirlestrinum er ætlað að gefa áheyrendum innsýn inn í hverjar ástæður geta legið að baki þess að við náum ekki tökum á matar- og þyngdarmálum okkar. Þátttakendur geta fengið greiningu á hvort matarfíkn eða átröskun er fyrir hendi og farið verður yfir hvaða lausnir standa fólki til boða.

Upplýsingar um verð og allar nánari upplýsingar á madurlifandi.is. Skráning á: madurlifandi@madurlifandi.is

Birt:
19. febrúar 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hlátur, matarvitund og Spa-dekur hjá Manni lifandi“, Náttúran.is: 19. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/19/namskeio-hja-manni-lifandi/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: