Landsbankinn auglýsti styrki til umhverfismála og náttúruverndar í lok árs 2011 og sótti Náttúran um að fá styrk til að standa straum af kostnaði við þróun Endurvinnslukorts-apps fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og fékk úthlutun.

Endurvinnslukorts-appið fór í dreifingu ári síðar og sýnir móttökustaði endurvinnanlegs sorps á öllu landinu og fræðir almenning um endurvinnslumál almennt.

Haustið 2015 fékk Náttúran.is styrk úr umhverfissjóði Landsbankans til áframhaldandi þróunar Græna kortsins.

Náttúran.is þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

Birt:
5. nóvember 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landsbankinn - styrkir Náttúruna“, Náttúran.is: 5. nóvember 2015 URL: http://nature.is/d/2012/03/04/landsbankinn-styrkir-natturuna/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. mars 2012
breytt: 5. nóvember 2015

Skilaboð: