Það er ótrúlegt, en Monsanto og Co. eru komnir aftur af stað.  Þessir hagnaðar-gráðugu líftækni-fyrirtæki hafa fundið leið til að "eignast" eitthvað sem í frelsi ætti að tilheyra okkur öllum --- maturinn okkar ! Þeir eru að reyna að fá einkarétt á daglegu grænmeti okkar og ávöxtum eins og gúrkum, brokkoli og melónum, með því að þvinga ræktendur til að borga þeim og eiga á hættu að verða sóttir til saka ef þeir gera það ekki.

En við getum stoppað það að þeir geti keypt Móður Jörð. Fyrirtæki eins og Monsanto hafa fundið glufur í lagakerfi Evrópu til að komast upp með það, svo við þurfum að loka fyrir þetta áður en þeir gefa hættulegt hnattrænt fordæmi. Til þess að gera það, þurfum við lykilþjóðir eins og Þýskaland, Frakkland og Holland - þar sem andstaða vex stöðugt - og kalla á atkvæði til að stoppa þessar áætlanir Monsanto. Avaaz samtökin hafa áður haft áhrif á stjórnvöld og við getum gert það aftur.

Margir bændur og margir stjórnmálamenn eru nú þegar á móti þessu,--- við verðum baravað virkja mátt fólksins til þess að þrýsta á þessi lönd að halda höndum Monsanto frávmatnum okkar.  Skrifið undir núna og sendið öllum þeim sem vilja byggja stærsta múr til varnar matnum okkar, þann stærsta hingað til.

Taka þátt í undirskriftarsöfnun Avaaz hér.

Birt:
12. apríl 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Barátta gegn Monsanto“, Náttúran.is: 12. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/12/baratta-gegn-monsanto/ [Skoðað:1. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: