Sveitarfélög viða á landinu hafa á undanförnum árum sótt jólatré fólki að kostnaðarlausu að lóðarmörkum en aðeins fá sveitarfélög bjóða þessa þjónustu gjaldfrjálst árið 2011 eftir hrun.

Akranes, Álftanes og Borgarbyggð sjá ekki um að losa fólk við trén sín í ár. Á Akureyri eru trén sótt að lóðarmörkum dagana 6.-11. janúar, á Blönduósi eru þ. 10. janúar, á Fljótsdalshéraði þ. 10. og 11. janúar, í Garðabæ frá 6.-11. janúar, í Kópavogi og Mosfellsbæ dagana 10. og 11. janúar og í Reykjanesbæ frá 10.-13. janúar. Í Reykjavík er þessi þjónusta einungis til staðar gegn greiðslu en Gámaþjónustan og Íslenska Gámafélagið bjóða hana fram gegn vægu gjaldi, tengt umhverfisverkefnum.

Einnig er hægt að koma trjám beint á endurvinnslustöðvarnar. Á Endurvinnslukortinu sérðu hvar næsta móttökustöð í þínu nágrenni er. Nokkuð hefur verið um það að „beinagrindur“ af jólatrjám fari á ferðalög um borg og bý í rokinu og því er mikilvægt að þar sem trén eru sótt sé gengið frá þeim þannig að þeim blási ekki auðveldlega í burtu.

Jólatré eru kurluð og notuð í moltuframleiðslu. Einnig er hægt er að nýta trén á ýmsan hátt í garðinum t.d. til eigin moltugerðar eða nota stofnviðinn til einhvers gagns. T.d. saga hann niður og þurrka sem eldivið, eða nota til smíða og föndurs.

Sjá nánar um moltu hér í garðinum.
Sjá grein um jólatré og umhverfið
.

Grafík: Dautt tré er næring fyrir nýja plöntu, nýtt líf, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
6. janúar 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólatréð eftir jólahátíðina í stofunni þinni“, Náttúran.is: 6. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/06/jolatred-eftir-jolahatidina-i-stofunni-thinni/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. janúar 2011

Skilaboð: