Samtök lífrænna neytenda standa fyrir sýningu heimildamyndarinnar um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima í Norræna húsinu í kvöld kl. 20:00.

Myndin er söguleg heimildamynd um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur sem trúði á hugmyndfræði Rudolfs Steiners og leiðarljós frelsarans til að breyta félags- og uppeldismálum á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Frásögn af konunni sem óhrædd synti gegn straumnum og þröngsýnum tíðaranda og fyrst sinnti þroskaheftum og vanræktum á Íslandi. Varð frumkvöðull lífrænnar ræktunar og nýrra uppeldisaðferða, fyrsti umhverfissinninn, stofnaði og byggði upp Sólheima í Grímsnesi. Saga þessarar konu er einstök, sagan er hetjusaga, ástarsaga, pólitísk baráttusaga, trúarsaga og saga sem lætur engan ósnortinn.

Myndin er af frímerki sem gefið var út til heiðurs Sesselju.

Birt:
15. ágúst 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sesselja - að fylgja ljósinu, sýnd í Norræna húsinu í kvöld“, Náttúran.is: 15. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/08/15/sesselja-ad-fylgja-ljosinu-synd-i-norraena-husinu-/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: