Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017 6.2.2017

Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.

Handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016: Smáforritið Too Good To Go (Danmörk)

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Reglur um tilnefningar

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf ...

Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs að þessu sinni eru verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Verðlaunahafinn verður tilkynntur á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2017.

Handhafi umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2016: Smáforritið Too Good To Go (Danmörk)

Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org

Reglur um tilnefningar

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem ...

06. febrúar 2017

Málþing og vinnustofur í Norræna húsinu 2. febrúar 2017

Í tilefni af sýningunni Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu, verður efnt til heilsdags dagskrár um norræna hönnun, sjálfbærni og þarfir framtíðar fimmtudaginn 2. febrúar nk. Juliet Kinchin sýningarstjóri hjá Museum of Modern Art í New York (MoMA ...

01. febrúar 2017

Ráðstefnan er samstarfsverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, WorldWatch Institute í Evrópu, Norræna hússins og Reykjavíkurborgar. Ráðstefnan mun taka fyrir bæði almenna þróun og dæmi um grænar lausnir í arkitektúr, byggingariðnaði, skipulags- og samgöngumálum í Evrópu, á Norðurlöndunum og á Íslandi.

Dagskrá: 23. maí 2016 / 14:00-16:45  

14.00 – 14.05 Opnunarávarp
14.05 -14.15 Getur borg verið sjálfbær? State of ...

18. maí 2016

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Fjöldi ...

Kristín Vala Ragnarsdóttir við rannsóknarstörfLaugardaginn 16 ágúst kl 15:30-16:30 mun Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor við Jarðvísindastofnun eiga opnar samræður við Polly Higgins lögræðing frá Bretlandi um vistmorð. Þær munu fjalla um hugtakið, útskýra það og hvernig við getum barist gegn þeirri hröðu þróun eyðileggingar sem maðurinn veldur. Polly vinnur að því að vistmorð verði viðurkennt sem glæpur til þess að unnt verði ...

12. ágúst 2014

Matarsóun hefur verið nokkuð til umræðu hér á landi að undanförnu, loksins, en á málþingi sem haldið verður í tilefni Grænna daga Norræna húsinu fimmtudaginn 3. apríl 2014 kl. 11:30 verður matarsóun aðalumræðuefnið.

Að málþinginu standa Slow Food í Reykjavík og GAIA - félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.

Málþingið fer fram á íslensku fyrir hádegi og ...

Málþing undir yfirskrifinni „Menntun til sjálfbærni“ verður haldið í Norræna húsinu laugardaginn 16. nóvember 2013 kl 10-12:30.

Dagskráin byggir á erindum starfandi kennara og umræðum um listir og  menntun til sjálfbærni
Í kjölfarið býðst þátttakendum leiðsögn um yfirstandandi sýningu Norrænahússins.

Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og kennari FB - Hvernig nálgast ég menntun til sjálfbærni í starfi?

Í kennslu jafnt á grunnskóla- ...

14. nóvember 2013

Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus boðar til hádegisfundar um sjálfbærni og ástand jarðar mánudaginn 3. júní kl. 12-14 í sal Norræna hússins.

Á fundinum verður rædd ársskýrsla bandarísku samtakanna Worldwatch Institute þar sem farið er yfir ástand jarðarinnar eins og það blasir við í ár. Sérstaklega verður hugað að því hvaða róttæku leiðir má fara í því að sveigja í aðra ...

Einn áhrifamesti fyrirlesari um loftslagsbreytingar, Bill McKibben heldur opinn fyrirlestur í boði Landverndar, Norræna hússins og námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Frá vitund til verka“ um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum og fer fram í Norræna húsinu sunnudaginn 5. maí kl. 12:30.

Bill McKibben er höfundur fjölda bóka um umhverfismál og einn stofnenda hinnar ...

Norræna húsið í Reykjavík verður vettvangur áhugaverðra vangaveltna um matarleifar og matarmenningu þann 18. mars n.k. og hefst kl. 9:30 og stendur til kl. 15:00. Málþingið er tvískipt, fyrri hluti þess fjallar um sóun á mat og sjónum beint að þeim miklu verðmætum sem er sóað í hverju skrefi matvælaframleiðslu. Skoðað verður hvað er til ráða við ...

Fyrirlestraröð Landverndar og Norræna Hússins, Frá Vitund til Verka: Hugarfarsbreyting í umhverfismálum, fer kröftuglega af stað á nýju ári með tveimur fyrirlestrum fimmtudaginn 3.janúar. Viðfangsefnin að þessu sinni verða veraldarvefurinn og félagsmiðlar. Bjarki Valtýsson, lektor við menningarfræðideild Kaupmannahafnarháskóla flytur fyrirlestur um félagsmiðla og Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastýra og Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tæknistjóri Náttúran.is, flytja saman fyrirlestur um náttúruna ...

02. janúar 2013

Fyrirlestraröð um hugarfarsbreytingu í umhverfismálum.

Fyrirlestur - 21.nóvember kl. 16:00 í Norræna húsinu:

Þema næstu tveggja fyrirlestra, sem fram fara sama dag, er umhverfismennt. Shelley McIvor og Helena Óladóttir nálgast umhverfismennt á ólíkan, en þó áhugaverðan hátt, gagnvart börnum annars vegar og svo fullorðnum og innan stofnana hins vegar.

Shelley Mclvor er stefnumótunarstjóri hjá Global Action Plan í London ...

21. nóvember 2012

Félag um Samfélagsbanka stendur að

Dagskrá um „Social Banking" - Hugmynd & veruleiki
Banki byggður á gagnsæi og trausti

Erindi flytur:

Annika Lauren bankastjóri „Ekobanken" í Svíþjóð

Ekobanken hlaut, ásamt tvemur öðrum samfélagsbönkum, Merkur bank frá Danmörku og Cultura bank frá Noregi, umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2010.

í sal Norræna hússins sunnudaginn 18. nóvember  klukkan 15:00-16:30

Samfélagsbankar eru viðskiptabankar, sem ...

Landvernd og Norræna húsið kynna fyrirletraröðina Frá vitund til veruleika: Hugarfarsbreyting í umhverfismálum sem hefst þ. 17. október kl. 16:00 með fyrirlestri Páls Jakobs Líndals undir fyrirsögninni Næring náttúrunnar - rómantík eða veruleiki?

Fyrirlesturinn fjallar um samspil fólks og náttúru, þær væntingar sem fólk almennt gerir til náttúrunnar, áhrif náttúrunnar á heilsufar og hvernig jákvæð áhrif náttúrunnar geta hvatt fólk ...

Sýning um fuglana, gróðurinn og mannlífið í Vatnsmýrinni, um náttúruna í borginni og mikilvægi endurheimtar votlendisins var opnuð við athöfn í gær. Sýningin er samvinnuverkefni á milli Norræna hússins, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og felst í að virkja friðinn í varplandinu, opna rásirnar, auka vatnsflæðið um svæðið og tengja það hringrás vistkerfanna. Í raun hefur verið settur upp náttúruskóli og ...

Í höfuðborg sem vill kalla sig „græna“, í samstarfi við háskóla sem vill komast í hóp þeirra 100 bestu í heiminum í framtíðinni og í skjóli alþjóðlegrar menningarstofnunar sem hýst er í perlu byggingarlistar, erum við í Norræna húsinu að endurvekja og skapa friðland fyrir fugla í einhverju erilsamasta borgarumhverfi sem hugsast getur. Þetta er sannarlega mikil áskorun hérna upp ...

11. júní 2012

Prófessor Donald Miller heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Norræna hússins og Skipulagsfræðingafélags Íslands.

Donald Miller hefur um langt skeið rannsakað hvernig nýta má borgarskipulag til að auka lífsgæði og stuðla að sjálfbærni þéttbýlissvæða. Hann hefur einnig skoðað hvernig leggja má mat á réttlæti í tengslum við umhverfismál sem og þróun mælikvarða á sjálfbærni og hvernig nýta ...

25. apríl 2012

Landvernd efnir til opins fundar um stjórnun þjóðgarðsins á Þingvöllum og álag á vistkerfi Þingvallavatns. Fundurinn átti upphaflega að vera haldinn í Norræna húsinu, í dag þriðjudaginn 17. janúar en hefur verið frestað v. veikinda til þriðjudagsins 24. janúar kl. 12-13:30.

Sigrún Helgadóttir flytur fyrirlestur undir heitinu ,,Þingvellir, alvöru þjóðgarður?“ og Hilmar J. Malmquist flytur fyrirlesturinn ,,Þingvallavatn: Dýrmætt vistkerfi ...

17. janúar 2012

Völuspá - A Nordic Food Experience er samstarfsverkefni leikhússins Republique í Kaupmannahöfn, Norræna hússins og DILL veitingastaðar og byggist bæði á ævafornum textum Völuspár og norrænni matarmenningu. Sýningin er ferðalag um heima skilningarvitanna þar sem mæri hefðbundinnar leiksýningar og máltíðar eru könnuð og þeim ögrað. Um er að ræða einstaka sýningu þar sem öll skilningarvitin spila saman, sjón, heyrn og tilfinning ...

20. október 2011

Al Gore fylgir nú eftir kvikmyndinni An Inconvenient Truth með nýrri margmiðlunarsýningu sem sýnd verður um allan heim á 24 klukkustundum. Þurrkar, flóð, hitabylgjur, skordýraplágur, skógareldar, hækkun sjávar – við sjáum raunverulegar afleiðingar loftslagsbreytinga á hverjum degi. Norræna Húsið og Garðarshólmur, samstarfsaðili Stofnunar Sæmundar fróða og Háskóla Íslands sjá um frumsýningu sýningarinnar á Íslandi.

Al Gore hafði samband við Ólaf Ragnar ...

13. september 2011

Í dag vilja neytendur bæði vita meira um hvaðan maturinn kemur og einnig er aukinn áhugi staðbundinni matarframleiðslu. Mikil gróska hefur verið í ræktun matjurta síðustu ár og æ fleiri koma sér upp sínum eigin matjurtagarði. Í stórborgum eins og New York, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn er það æ algengara að fólk komi sér upp skika og eru hin ólíklegstu (og ...

03. maí 2011

Mikil umræða átti sér stað um velferð dýra á málþingi um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði í Norræna húsinu á þriðjudagskvöldið 26. apríl sl. en um 200 manns sóttu málþingið.

Dagskráin hófst á því að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sagði frá sinni reynslu af því að alast upp í sveit og þeirri virðingu sem borin var þar fyrir dýrunum, sérstaklega síðustu ...

28. apríl 2011

Málþing um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnað verður haldið í Norræna húsinu þ. 26. apríl nk. kl. 20:00.

Þörf umræða hefur sprottið upp um ýmsa vankanta á aðbúnaði og velferð dýra íslenskum landbúnaði. Hvers vegna hefur umræðan orðið svona hávær að undanförnu? Er virkilega farið illa með þau dýr sem eru á boðstóli íslenskra neytenda? Hvað veldur þessum slæma ...

23. apríl 2011

Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og Norræna húsið hafa tekið höndum saman um endurbætur á friðlandinu í Vatnsmýrinni. Mánudaginn 11. apríl n.k. undirrita Jón Gnarr borgarstjóri, Kristín Ingólfsdóttir rektor og Max Dager forstjóri samkomulag um samstarfið og fer athöfnin fram í gróðurhúsinu í Vatnsmýrinni kl 13:30.

Tilgangur verkefnisins er að tryggja örugg varplönd fyrir Tjarnarfugla og að í friðlandinu verði ...

07. apríl 2011

Björg í bú er hönnunarfyrirtæki sem vinnur að matarhönnun og almennri hönnun. Vöruhönnuðir Björg í bú, Helga Björg Jónasardóttir, Edda Gylfadóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir hafa undanfarið verið að vinna að matarhönnunarverkefninu Örflögur.

Örflögur eru hollar, fitulausar kartöfluflögur. bakaðar og þurrkaðar kryddaðar með töfrum sjávar, hrein náttúruafurð. Askjan sem flögurnar eru í breytist í skál þegar hún er opnuð og geymir ...

MANNA* - annarskonar sýning um mat, í Norræna húsinu 19. mars til 1. maí 2011.

Viltu vita meira um matinn okkar, vitum við í raun hvaðan hann kemur og hvernig hann verður til? Manna er sýning höfðar til allra skilningarvitanna, sýning þar sem fjallað er um sambandið milli fæðu og umhverfis, hvernig við vanmetum áhrif okkar á náttúruna og birtir okkur ...

03. mars 2011

Teiknistofan Happyspace frá Stokkhólmi, kynnir tillögu sína fyrir svæðið sem liggur milli Ráðhússins og Nauthólsvíkurinnar.
Tillagan er teiknuð að beiðni Norræna hússins.
Tillagan byggir á landfræðilegum og jarðfræðilegum sérkennum svæðissins og endurheimt votlendissins. Meginhugmynd tillögunnar byggir á sjónásum til fjalla og grænum trefli sem liggur þvert í gegnum miðbæinn og tengir strandlínurnar til norðurs og suðurs. Þetta skapar einstök tækifæri ...

15. nóvember 2010

Málstofa með bönkunum sem skipta með sér umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs 2010 verður haldin í Norræna húsinu þ. 2. nóvember nk. frá kl. 17:00 - 19:00.

Þema umhverfisverðlaunanna 2010 er umhverfisvæn eignastýring. Verðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum, fjölmiðli eða einstaklingi sem sýnir fordæmi í starfi með því að hafa áhrif á fjármálamarkaðinn, eignastýringageirann, banka eða ráðgjafa og fá þá til ...

01. nóvember 2010

Sýningin Facing the Climate sem opnar í Norræna húsinu á morgun tekst á við loftlagsbreytingarnar frá skoplegu sjónarhorni.

Hópur 25 sænskra skopmyndateiknara komu með húmoríska en jafnframt ógnvekjandi sýn á loftlagsbreytingarnar í tilefni af loftlagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember 2009. The Swedish Institute á frumkvæði að sýningunni og er henni ætlað að vekja athygli á sjálfbærri þróun.

Skopmyndateiknararnir sem taka ...

Laugardaginn 11. september kl. 14.00 gefst áhugafólki á öllum aldri tækifæri til að taka þátt í sultukeppni með afurðum úr eigin garði.

Í sumar hefur eldhúsgarðurinn við Norræna húsið vaxið og dafnað í sumarblíðunni. Garðurinn er matjurtagarður Norræna hússins og veitingahússins Dill Restaurant. Nú nálgast haustið og þá er mikilvægt að unnið sé úr uppskerunni og hún borin á ...

10. september 2010

VatnsmýrinMálþing um friðlandið í Vatnsmýrinni verður haldið í Norræna húsinu þann 24. júní kl. 10:00-12:00. Markmið með málþinginu er að kynna þá möguleika sem felast í því að hafa friðland í miðri höfuðborg og finna leiðir til að endurbæta friðlandið ásamt því að koma á samtali milli manns og náttúru.

Framsögu hafa:

  • Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur
  • Prófessor Erik ...

Norræna húsið, Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði Háskóla Íslands og Stofnun Sæmundar fróða við HÍ, standa að fyrirlestraröð á haustmisseri 2009 um loftslagsbreytingar. Þekktir erlendir og íslenskir fyrirlesarar koma að fyrirlestraröðinni. Viðfangsefnin spanna allt frá eðli, áhrifum og orsökum loftslagsbreytinga til aðferða við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðasamningagerð.
Fyrirlestraröðin hefst miðvikudaginn 9. september kl 15:00-17:00 í ...

09. september 2009
Norræna húsið verður vettvangur fyrir leiðandi umræðu í umhverfismálum í haust. Yfirskrift dagskránnar er ,,Á leið til Kaupmannahafnar” en í desember á þessu ári stendur til að undirrita nýtt alþjóðasamkomulag um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í Kaupmannahöfn. Dagskráin er unnin í samvinnu við Háskóla Íslands. Uppistaðan í dagskránni er Opin Háskóli og verður kennt á miðvikudögum í haust frá klukkan 15 ...
30. ágúst 2009

Í sumar hefur Norrænn eldhúsgarður vaxið upp við Norræna húsið. Garðurinn er matjurtagarður Norræna hússins og veitingahússins Dill Restaurant. Hann hefur sömuleiðis það hlutverk að lýsa nánum tengslum jurtanna, villtra og ræktaðra, og norrænnar matarmenningar. Uppruni og saga nytjajurta gegna mikilvægu hlutverki í Nýjum norrænum mat og í því hvernig við skynjum hvað er norrænt. Samhliða garðinum hefur verið starfrækt ...

19. ágúst 2009

Norræna Húsið og Slow Food Reykjavík standa sameiginlega að málþingi um svæðisbundna matarmenningu á Íslandi, stöðu og möguleika til þróunar í framtíðinni. Málþingið verður haldið laugardaginn 9. maí  og hefst kl. 14:00. Fundarstjóri er Þröstur Haraldsson ritstjóri Bændablaðsins.

Dagskrá

14:00-15:00: Umhverfi og aðkoma stjórnvalda

  • Landbúnaðarráðherra flytur opnunarávarp
  •  - Kjartan Hreinsson, dýralæknir heilbrigðiseftirlit MAST, lagalega umhverfið frá sjónarmiði hollustu- ...

Ráðstefna undir yfirsögninni „Meðvituð um tískuna: Tískuiðnaðurinn og sjálfbærni“ verður haldin í Norræna húsin þ. 24. mars kl. 9:30-12:00 en ráðstefnan er hluti af NORRÆNA TÍSKUTVÍÆRINGNUM sem haldinn er 19.3 - 05.4.2009.

Tíska snýst ekki einungis um ytra útlit, gæði né verðmiða. Tískuiðnaðurinn er einn mengaðasti iðnaðurinn í heiminum í dag. Hönnuðir og framleiðendur þurfa því ...

13. mars 2009

Fyrirlestur um sjálfbærni í fatahönnun og klæðaburði verður haldin í Norræna húsinu þ. 20. mars nk. kl. 12:15 en fyririlesarinn Karl Aspelund veltir upp spurningum um hvað þurfi að kenna og hvað við þurfum að læra til þess að innleiða aðferðir til sjálfbærri hönnunar og breytingar á neysluvenjum almennings.

Fata- og textíiiðnaðurinn hafa lengi vel ekki verið barnanna best ...

12. mars 2009
Kvikmyndasýningar
Fimmtudagana 4. og 11. september kl 12:15
The story of stuff eftir Annie Leonard

Framtíðarlandið
5. september kl 15:00
Kynning á samtökunum og hvað er á döfinni

Náttúran.is kemur Íslandi á græna kortið
6. september kl 15:00
Náttúran.is kynnir græna Íslandskortið

Græna Íslandskortið byggist á kortlagningu vistænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi ...

Hvernig myndum við umhverfisvæn samfélög? er yfirskrift málþings sem haldið verður þ. 3. september nk.í Norræna húsinu. Fundarstjóri er Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi.

Dagskrá:

14:00 Ann Nielsen frá Dyssekilde í Danmörku
14:45 Högni Hansson frá Landskrona í Svíþjóð
15:30 Kaffi
15:45 Þórunn Sigþórsdóttir frá Snæfellsnesi - Sjálfbært Snæfellsnes16:10 Magnús Árni Skúlason –Hvernig ...

27. ágúst 2008

Um þessar mundir heldur Norræna húsið upp á 40 ára afmæli sitt. Afmælisveislan í Vatnsmýrinnil er stórbrotin og enn einn vitnisburður um það að Norræna húsið lifir sem aldrei fyrr. Það er því hverju öðru sannara að allt sé fertugum fært.

Dagskráin í kvöld hefst kl. 20:00 og ber heitið „Umhverfi og nýsköpun“ og tengist ártalinu 1998 en afmælisveislunni ...

27. ágúst 2008

Dagana 17. - 24. febrúar verður Ný Norræn Matarhátíð haldin í Norræna húsinu í samvinnu við Food and Fun 2008. Dagskráin er mjög fjölbreytt en hún samanstendur af matarmörkuðum, matarsýningum, fyrirlestrum, pallborðsumræðum, kvikmyndum, samræðuhópum og sérstökum hátíðarmatseðli.

Sunnudagur 17. febrúar

Sýningarsalir Norræna hússins eru opnir frá 12:00 – 17:00.
Alvar A – matur og drykkir, opið frá 12:00-17:00 – Norrænt ...

31. janúar 2008
Haraldur Sigurðsson, prófessor við University of Rhode Island, Bandaríkjunum, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu miðvikudaginn 31. október 2007, kl. 20:00. Fyrirlesturinn nefnir hann: Stórgos á bronsöld í Miðjarðarhafi og áhrif þess.

Í lok bronsaldar voru mikil þjóðfélagsleg umsvif í löndum og eyjum í austanverðu Miðjarðarhafi. Hin sérstæða mínóíska menning leið skyndilega undir lok, en ...
30. október 2007

Nýtt efni:

Skilaboð: