Dominique Plédel Jónsson þýddi efni Græna kortsins hér á vefnum yfir á frönsku svo það mætti nýtast öllum frönskumælandi á ferð sinni um landið.

Dominique Plédel Jónsson er landfræðingur að mennt frá háskóla í París og með réttindi sem leiðsögumaður á Íslandi. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 1971 með 10 ára hléi er hún var búsett í Danmörku og Noregi, þar sem hún vann fyrir verslunardeild franska sendiráðsins til 1999. Hún rekur Vínskólann sem hún stofnaði 2005, skrifar í Gestgjafann um „terroir" og vín. Hún er stofnmeðlimur í Slow Food á Íslandi (2001), og formaður Slow Food í Reykjavík síðan 2008.

Ljósmynd: Dominique Plédel Jónsson í Vallanesi sumarið 2013.

Birt:
4. febrúar 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Dominique Plédel Jónsson þýðir fyrir Náttúruna“, Náttúran.is: 4. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/02/21/dominique-pledel-jonsson-adstodar-natturuna/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. febrúar 2014
breytt: 23. mars 2016

Skilaboð: