Náttúran.is vinnur nú í samvinnu við Hildi Hákonardóttur að því að þróa aðferð sem auðveldar fólki að skipuleggja garðinn sinn, út frá efnum og aðstæðum hvers og eins. Eldhúgarðurinn birtist síðan smám saman hér á vefnum, eftir því sem árstíðirnar hafa áhrif á jurtirnar og garðverkunum fleytir fram.

Oft er erfiðast að byrja að útbúa matjurtargarð og erfið jarðvegsvinna og lítli þekking á ræktun gerir það að verkum að aldrei er byrjað að gera handtak En það er hægt að gera sér ræktun „Eldhússgarðsins“ bæði einfalda og skemmtilega. Aðalatriðið er að skipuleggja og sníða sér stakk eftir vexti. 

Gott er að byrja að ramma inn hugmyndina að garðinum og spyrja sig þriggja grundvallarspurninga sem snerta; „stærð, tíma og áhuga (eða markmið)“:

  1. Stærð. Hvað hef ég mikið pláss til umráða, í fermetrum talið? Plássið getur verið garðskiki, svalir eða sumarbústaðaland og þarf ekki endilega að vera plægður og tilbúinn garður með dýrindis jarðvegi. Gott að hafa í huga hvort birtan sé næg og möguleiki á að ná í vatn án þess að bera það langar vegalengdir.
  2. Tími. Hvað hef ég mikinn tíma til að vinna við ræktun eigin Eldhússgarðs? Fer ég í langt frí í sumar og get ekki sinnt garðinum en fengið hjálp við að líta eftir honum af og til, eða ekki? Hvað vil ég og get ég unnið mikið í Eldhúsgarðinum mínum.
  3. Markmið. Hvað þarf ég raunverulega mikla uppskeru til að ná því fram sem ég vil? Sumir vilja verða sjálfbærir með mat frá vori og langt fram á vetur og aðrir vilja fá örlítið heimaræktað af og til. Hvað vilt þú?

Á næstu dögum, vikum og mánuðum verður Eldhúsgarðinum gert betur skil.

Mynd: Merki Eldhússgarðsins, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
20. maí 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eldhúsgarðurinn - einföld leið til að skipuleggja matjurtargarð heimilisins“, Náttúran.is: 20. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/15/eldhusgarourinn-skipulag-matjurtaros-heimilins/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. maí 2009
breytt: 1. apríl 2010

Skilaboð: