Heimilið er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Þar eigum við skjól fyrir veðri og vindum hversdagsins. Þar fáum við hvíld og endurnærum líkama og sál. Með því að stjórna umhverfismálum heimilisins náum við einnig stjórn á umhverfismálum heimsins. Ef hver og einn hugsaði af kostgæfni um heimili sitt og nánasta umhverfi myndi margt fara á betri veg. Húsið er því lykillinn bæði að vistvænum lífsstíl fjölskyldunnar og að lausn umhverfismála heimsins.

Í Húsinu og umhverfinu eru 15 rými. Ef smellt er á einstaka rými og síðan einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistæn innkaup geta tengst þeim. Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Sjá nýju útgáfu Hússins og umhverfisins.

Umhverfisvænn lífsstíll sparar peninga og er hagkvæmur þegar til lengri tíma er litið bæði fyrir menn og náttúru.

© Húsið og umhverfið. Hönnun: Signý Kolbeinsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir. Framleiðandi Náttúran er ehf. 2014. Öll réttindi áskilin.

Birt:
9. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran.is, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „NÝTT! Húsið og umhverfið í nýrri útgáfu “, Náttúran.is: 9. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/04/30/husid-og-umhverfid/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. apríl 2014
breytt: 9. maí 2014

Skilaboð: