Göngum um Ísland er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið valdar útvaldar gönguleiðir í hverju byggðarlagi.
Leiðabók með tæplega 300 gönguleiðum fæst gefins um land allt. Í Leiðabókinni Göngum um Ísland er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir.

-
Fjölskyldan á fjallið
er einn liður í verkefninu. Settir eru upp póstkassar með gestabókum á 20 fjöllum víðsvegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.
-

Á heimasíðunni ganga.is er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Íslandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir göngu- og útivistarfólk.
-

Vefurinn ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Ferðamálaráðs Íslands og Landmælinga Íslands. UMFÍ rekur og hefur umsjón með vefnum sem er unninn af Teikn á lofti á Akureyri. Magnús Bergsson, hannaði útlit á vefnum. Myndin er af vefnum.

Birt:
30. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ganga.is - Göngum um Ísland“, Náttúran.is: 30. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/ganga_is/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 12. júní 2007

Skilaboð: