Lyfsölurisi með átak í söfnun lyfjaúrgangs 9.6.2015

Lyfsölurisinn CVS í Bandaríkjunum hefur tekið til við að dreifa sérstökum tunnum fyrir lyfjaúrgang til sveitarfélaga og lögregluembætta með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif úrgangsins á umhverfi og samfélag. Talið er að um 10-30% allra lyfja sem seld eru vestra séu aldrei notuð og safnist því fyrir í skápum eða endi annað hvort í salerninu eða ruslinu. Þaðan berist þau oftar en ekki í vötn og haf og geti þar skaðað vistkerfi og jafnvel heilsu manna ef þau ...

Grenitré er sígrænt og minnir á eilíft líf. Með því að skreyta það undirstrikum við gjafmildi jarðar og þá töfra sem náttúran býr yfir. Skrautið sem við setjum á tréð hefur einnig ákveðna þýðingu fyrir sálina. Þríhyrningsform grenitrés vísar upp og er tákn elds. Það er einnig tákn föður, sonar og heilags anda.

Við skreytum með grenigreinum til að minna ...

Lyfjasöfnunargámur. Grafík Guðrún Tryggvadóttir.Lyfsölurisinn CVS í Bandaríkjunum hefur tekið til við að dreifa sérstökum tunnum fyrir lyfjaúrgang til sveitarfélaga og lögregluembætta með það að markmiði að lágmarka neikvæð áhrif úrgangsins á umhverfi og samfélag. Talið er að um 10-30% allra lyfja sem seld eru vestra séu aldrei notuð og safnist því fyrir í skápum eða endi annað hvort í salerninu eða ruslinu. Þaðan ...

09. júní 2015

Af airbnb.osÞað verður sífellt vinsælla að lána, skipta og deila með öðrum í staðinn fyrir að eiga hlutina einn og sjálfur, ef marka má frétt sænska ríkissjónvarpsins SVT. Stöðin birti nýlega fréttainnskot frá sænska bænum Deje, en þar er starfræktur sérstakur tómstundabanki sem lánar út ýmiss konar tómstundabúnað til íbúa bæjarins, þeim að kostnaðarlausu. Íbúar gefa til bankans ýmsan búnað sem ...

13. febrúar 2015

Bjórframleiðandinn Carlsberg ætlar að þróa og framleiða fyrstu 100% lífbrjótanlegu bjórflöskuna, en samstarfið er hluti af framtaksverkefni Carlsberg um hringrásarhagkerfi.

Græntrefjaflaskan verður framleidd úr viðartrefjum af sjálfbærum uppruna og hefur fyrirtækið gert 3ja ára samstarfssamning um þetta verkefni við umbúðafyrirtækið ecoXpac, Nýsköpunarsjóð Danmerkur og Tækniháskóla Danmerkur. Rekja má um 42% af kolefnisspori Carlsberg til umbúða og ætti þetta framtak því ...

10. febrúar 2015

Endurvinnslu-App Náttúrunnar.Einstaklingar sem hugsa um náttúruna, draga úr úrgangsmyndun og flokka ruslið sitt lifa hamingjusamara lífi en annað fólk. Þetta kemur fram í skýrslu sem Rannsóknarstofnun hamingjunnar gaf út á dögunum, en þar eru teknar saman niðurstöður rannsókna frá Kaupmannahafnarháskóla, Hagfræðiháskólanum í London og háskólanum í Harvard.

Í skýrslunni er bent á fjórar mögulegar ástæður fyrir þessum tengslum flokkunar og hamingju ...

05. febrúar 2015

Frá og með síðustu áramótum hefur verið bannað að setja lífrænan úrgang í venjulegar ruslatunnur við heimili í Seattle. Fyrst um sinn merkja sorphirðumenn ruslatunnur sem innihalda meira en 10% af lífrænum úrgangi með rauðum límmiða til viðvörunar.

Frá og með 1. júlí n.k. munu bæjaryfirvöld svo sekta þá íbúa sem ekki hafa gert viðeigandi ráðstafanir til að koma ...

04. febrúar 2015

Plastumbúðir. Grafík af Endurvinnslukorti Náttúran.is.Noti Íslendingar plast í jafn miklum mæli og íbúar Norður-Ameríku og Evrópu er heildarnotkun okkar 32.500 tonn á ári. Tölur Úrvinnslusjóðs sýna að um 24% af öllu umbúðaplasti og heyrúlluplasti skilar sér til endurvinnslu.

Það er vel yfir endurvinnslumarkmiði stjórnvalda, sem er 22,5%, en samt þýðir þetta að um þrír fjórðu hlutar allra plastumbúða lenda einhvers staðar annars ...

31. janúar 2015

Míkróplast. Ljósm. frá Ocean Watch.Stjórnvöld í Hollandi, Austurríki, Lúxemborg, Belgíu og Svíþjóð hafa sent sameiginlega áskorun til umhverfisráðherra allra Evrópusambandslandanna um að þeir beiti sér fyrir banni gegn notkun míkróplasts í neytendavörur, enda sé slíkt bann forgangsatriði fyrir verndun lífríkis sjávar. Míkróplast brotnar ekki niður í náttúrunni og getur flutt með sér eiturefni upp fæðukeðjuna.

Míkróplast er mikið notað í andlitsskrúbba, tannkrem, þvottaefni o ...

27. janúar 2015

Matarílát

Matarafgangar í ísskáp. Ljósmynd af lifeline.de.Sjálfsagt hefur eitthvað af matarafgöngum fallið til á heimilum landsmanna yfir jól og áramót. Og þó að sjálfsagt sé búið að sporðrenna þessu öllu núna, er ekki úr vegi að minna á mikilvægi þess að afangur breytist ekki í úrgang. Allt var þetta keypt fyrir peninga, og auðvitað nær það ekki nokkurri átt að fjórðungur eða þriðjungur allra þeirra ...

Plastmerkingarnar sjö.Plast er til margra hluta nytsamlegt, enda kemur það með einum eða öðrum hætti við sögu í flestum athöfnum okkar nú til dags. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Það var ekki fyrr en um miðja 20. öld sem farið var að fjöldaframleiða hluti úr plasti í einhverjum mæli. Núna er ársframleiðslan í heiminum hins vegar nálægt 300 milljónum ...

Frans páfi talar á Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP-20) sem haldin var í Lima í PerúFrans er búinn að vera mjög duglegur í umhverfisbaráttunni, ekki síst í loftslagsmálunum. Þar hefur hann tekið mun beittari afstöðu en fyrirrennararnir. Stefán Gíslason fjallar um þetta í pistli sínum í dag.

Páfinn og umhverfið

Frans páfi hefur látið talsvert til sín taka í loftslagsumræðunni upp á síðkastið, en hingað til höfum við ekki átt því að venjast að páfinn ...

13. janúar 2015

Teljós Nú fer í hönd mikil kertatíð. En ef manni er annt um komandi kynslóðir er ekki alveg sama hvernig kerti maður kaupir. Uppruni kertanna er nefnilega ærið misjafn.

Almennt talað er um tvo valkosti að ræða varðandi hráefni til kertaframleiðslu, annars vegar hráolíuafurðir og hins vegar afurðir úr (nýlegri) dýra- og plöntufitu. Líklega er parafín langalgengasta hráefnið. Það telst alls ...

02. desember 2014

Umhverfismerkið SvanurinnHann er eftirsóttur og hefur fengið sívaxandi útbreiðslu frá því hann fór að birtast á vörum sem þóttu viðurkenningarinnar virði. Svanurinn er tuttugu og fimm ára í dag, en þennan dag árið 1989 ákváðu ráðherrar neytendamála á Norðurlöndum að setja á stofn sameiginlegt opinbert umhverfismerki.

Stefán Gíslason flutti afmælispistil í Samfélaginu á RÚV í dag.

Umhverfismerkið Norræni Svanurinn á stórafmæli ...

Þalöt  virðast hafa neikvæð áhrif á framleiðslu testósterons hjá fólki sem notar mikið af hreinlætisvörum og plastvörum, en slíkar vörur geta innihaldið nokkurt magn þalata og annarra efna sem trufla starfsemi innkirtla.

Í nýrri rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism var magn testósterons í blóði 2.200 einstaklinga í Bandaríkjunum mælt og samtímis ...

Yfirdráttardagurinn er í dag þ. 19. ágúst 2014, en nú er mannkynið búið að nota allar þær auðlindir sem jörðin nær að framleiða á þessu ári. Samtökin Global Footprint Network hafa þróað reiknilíkan til að áætla vistspor þjóða og reikna með því út fjölda jarða sem heimsbyggðin þarf til að standa undir neyslu sinni. Þannig tímasetja samtökin jafnframt yfirdráttardaginn á ...

19. ágúst 2014

Stefán Gíslason fjallaði um lífræna vottun og stöðu lífrænnar framleiðslu í pistli sínum í Sjónmáli þ. 30.01.2014 sem lesa má hér að neðan.

Á síðustu vikum hefur hættuleg efni í neytendavörum oft borið á góma hér í Sjónmáli, enda af nógu að taka í þeim efnum. Þannig hefur sitthvað verið rætt um varnarefni í víni og í öðrum ...

Stjórnvöld í löndum Evrópusambandsins geta hér eftir tekið fullt tillit til réttlætismerkinga („fairtrade vottunar“) í innkaupum sínum eftir að Evrópuþingið samþykkti nýja tilskipun um opinber innkaup í síðustu viku. Með þessu er staðfest sú niðurstaða Evrópudómstólsins í svonefndu Norður-Hollandsmáli að leyfilegt sé að láta „fairtrade uppruna“ gilda til stiga í opinberum útboðum.

(Sjá frétt á heimasíðu Fairtrade International 17. janúar).

20. janúar 2014

Á leið heim úr vinnunni í gær kom ég við í matvöruverslun til að kaupa rúsínur og fleira góðgæti til heimilisins. Þar sá ég hvar allsendis óvottuðum rúsínum frá fyrirtækinu Heilsa ehf. hafði verið stillt upp innan um lífrænt vottaðar rúsínur og aðrar slíkar vörur í hillu, sem mér hefur skilist að sé sérstaklega ætluð lífrænt vottuðum vörum og e ...

26. júní 2013

Nú hafa á annað þúsund manns fundist látnir í rústum fataverksmiðjunnar sem hrundi í Dakka í Bangladess síðasta vetrardag. Þessi atburður hefur vakið mikla umræðu um aðstæður í verksmiðjum í Suðaustur-Asíu, þar sem fjöldi verkafólks framleiðir föt og annan varning fyrir Vesturlandabúa við afar slæm skilyrði. Ýmsar spurningar hafa komið upp í þessari umræðu, svo sem:

    Getur verið að ...

Nýleg rannsókn á loftmengun í Ny Ålesund á Svalbarða sýnir að mengun er talsvert meiri þá daga sem skemmtiferðaskip eiga þar viðdvöl en aðra daga. Þetta gildir jafnt um brennisteinsoxíð, svart kolefni (sót) og öragnir (60 nm). Höfundar rannsóknarinnar benda á að þessi mengun geti hugsanlega haft áhrif á vistkerfi svæða sem almennt eru talin ósnortin og jafnframt skekkt niðurstöður ...

Hópur býflugnabænda og nokkur frjáls félagasamtök vestanhafs, þar á meðal Sierraklúbburinn, lögðu í gær fram kæru á hendur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna fyrir að grípa ekki til verndaraðgerða vegna þeirrar hættu sem kærendur segja býflugnastofnum stafa af skordýraeitri af flokki neónikótínoíða. Í kærunni er þess m.a. krafist að stofnunin dragi til baka leyfi til notkunar á klóþíanidín og þíametoxam, sem bæði ...

Sl. mánudag urðu ákveðin þáttaskil í vindorkuframleiðslu í Danmörku þegar 36. myllan í Anholt vindmyllugarðinum í Kattegat var tekin í notkun. Þar með var uppsett afl vindorkustöðva úti fyrir ströndum Danmerkur komið í 1 GW, sem dugar fyrir u.þ.b. milljón heimili. Séu vindorkustöðvar á landi taldar með er uppsett afl vindorkustöðva í Danmörku að nálgast 4 GW. Bretar ...

Í nýlegri könnun danska neytendablaðsins Tænk kom í ljós að 9 af 26 tegundum barnakrema innihéldu rotvarnarefnið fenoxýetanól, sem hefur þann kost að vera hvorki ofnæmisvaldur né hormónaraskandi, en er hins vegar talið geta valdið lifrarskaða við langvarandi notkun. Samkvæmt gildandi reglum í Evrópu mega snyrtivörur innihalda allt að 1% fenoxýetanól, en Frakkar hafa beitt sér fyrir því að þessi ...

Um 400.000 ný störf gætu skapast í Evrópu ef samkomulag næst innan Evrópusambandsins um hertar reglur um orkunýtni bifreiða, en fyrsta atkvæðagreiðslan um tillögu í þessa veru fer fram á Evrópuþinginu í dag. Í skýrslu sem breskir ráðgjafar hafa unnið fyrir sambandið kemur einnig fram að með innleiðingu nýju reglnanna myndu íbúar Evrópusambandsríkja spara 57-79 milljarða evra (9-13 þúsund ...

Síðastliðinn föstudag komu fulltrúar Breta, Þjóðverja og nokkura fleiri aðildarríkja Evrópusambandsins í veg fyrir að sérfræðinganefnd sambandsins um fæðukeðjur og heilsu dýra samþykkti tillögu Framkvæmdastjórnar ESB um tveggja ára bann við notkun neónikótínoíðs sem skordýraeiturs, þrátt fyrir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hafi gefið út það álit að eitrið stefni býflugum í óásættanlega hættu og því sé ekki forsvaranlegt að nota ...

Þrír stórir framleiðendur og seljendur matvæla í Bretlandi hafa tekið höndum saman um að draga úr sóun í virðiskeðju matvælanna. Fyrirtækin sem um ræðir eru Nestlé, Sainsbury’s og Co-op, en ákvörðun þeirra kemur í kjölfar skýrslu sem birt var sl. þriðjudag, þar sem teknar voru saman niðurstöður 150 mismunandi athugana á lífsferli matvæla. Í skýrslunni er bent á tilteknar ...

Norskar konur hugsa meira um umhverfið en karlkyns landar þeirra ef marka má reglubundna neytendakönnun sem Respons Analyse gerði fyrir Svaninn í Noregi. Sem dæmi um þetta má nefna að 57% kvenna svipast um eftir Svansmerkinu þegar þær kaupa inn, en aðeins 39% karla. Konur eru einnig líklegri en karlar til að flokka úrgang og sniðganga einnotavörur. Í þeim þjóðfélagshópi ...

Hollenska flugfélagið KLM tilkynnti á dögunum að hér eftir verði boðið upp á flug milli New York og Amsterdam einu sinni í viku, þar sem eingöngu verður brennt endurnýjanlegu flugvélaeldsneyti úr notaðri matarolíu. Auk KLM hafa flugfélögin BA, Delta og Virgin Airlines lagt mikið fé í þróun endurnýjanlegs eldsneytis. Sérstaklega er horft til möguleika sem taldir eru liggja í framleiðslu ...

Talsmenn velska fyrirtækisins Sedna halda því fram að draga megi verulega úr úreldingu matvöru í verslunum með því einu að nota díóðuljós (LED) í stað hefðbundinnar lýsingar þar sem ferskri matvöru er stillt upp. Díóðuljósin hafa það fram yfir hefðbundin ljós að senda hvorki frá sér hitageisla, útfjólubláa geisla né innrauða geisla. Séu þau notuð er því minni hætta á ...

Miklar vonir eru bundnar við nýja tækni til að framleiða eldsneyti úr koltvísýringi með aðstoð sólarljóssins, en hópur vísindamanna undir stjórn Heriot-Watt háskólans í Edinborg vinnur að þessu. Hópurinn fékk nýlega styrk upp á 1,2 milljónir sterlingspunda (um 226 millj. ísl. kr.) til að auka skilvirkni í framleiðslunni og gera hana samkepnnishæfa á markaði. Afurðin úr ferlinu getur t ...

Norska garðvörukeðjan Plantasjen hefur samþykkt að greiða 400.000 norskar krónur (tæpar 9 millj. ísl. kr.) í sekt eftir að blý, þalöt og stuttar klórparafínkeðjur fundust í þremur af átta vörum frá fyrirtækinu, sem Umhverfisstofnun Noregs (Klif) lét greina í reglubundnu eftirliti. Vörurnar sem um ræðir voru litskrúðug ljósasería, garðdót og garðhanskar fyrir börn; allar fluttar inn frá Asíu. Auk ...

Þrengslaskattur (e. congestion tax) sem lagður er á ökutæki á helstu umferðaræðum á leið inn í Gautaborg hefur gefið góða raun. Gjaldtakan hófst um nýliðin áramót og strax í janúarmánuði var umferð um gjaldstöðvar 17% minni en í sama mánuði 2012. Á sama tíma jókst farþegafjöldi almenningsfarartækja um 13-18%. Í tengslum við þetta vinna borgaryfirvöld að því að fjölga bílastæðum ...

Áætlað er að árlega megi rekja 350.000 ótímabær dauðsföll og 3 milljónir veikindadaga í Evrópu til loftmengunar. Þessu fylgir gríðarlegur kostnaður. Mengun frá flutningabílum á stóran hlut að máli, en áætlað er að þessi eina uppspretta mengunar kosti heilbrigðiskerfi ríkjanna á Evrópska efnhagssvæðinu samtals um 45 milljarða evra á ári (um 7.300 milljarða ísl. kr). Umhverfisstofnun Evrópu telur ...

Þýska símafyrirtækið Telekom Deutschland er þessa dagana að setja á markað fyrstu umhverfismerktu þráðlausu símana. Símtækin eru vottuð með þýska umhverfismerkinu Bláa englinum, en vottunin er m.a. staðfesting á því að tækin noti lítið rafmagn, að auðvelt sé að skipta um rafhlöður og auka þar með endinguna, að tækin innihaldi ekki skaðleg efni, að rafsegulsvið sé í lágmarki og ...

Ágengar framandi tegundir ógna lífræðilegri fjölbreytni, heilsu manna og hagkerfum jafnvel enn meira en áður var talið, ef marka má tvær nýjar skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA). Þar kemur m.a. fram að af þeim 395 tegundum evrópskra lífvera sem IUCN flokkar sem tegundir í bráðri útrýmingarhættu (e. critically endangered) séu 110 í hættu vegna ágengra framandi tegunda. Áætlað hefur verið ...

23. febrúar 2013

Öflugt net hleðslustöðva fyrir rafbíla var formlega tekið í notkun í Eistlandi í gær. Um er að ræða 165 hleðslustöðvar þar sem hægt er að hlaða rafbíla með jafnstraumi á innan við hálftíma. Stöðvarnar eru dreifðar um allt landið með 60 km millibili að hámarki, og er Eistland því líklega fyrsta landið í heiminum þar sem hægt er að fara ...

21. febrúar 2013

Manngerð efni í neytendavörum eiga sinn þátt í mikilli fjölgun sjúkdómstilfella í börnum. Undir þetta falla m.a. vansköpun við fæðingu, hvítblæði, heilaæxli og jafnvel einhverfa. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir stofnanir Sameinuðu þjóðanna og birt var í gær. Í skýrslunni er sjónum beint að hormónaraskandi efnum, svo sem þalötum og BPA. Þar kemur fram að ...

20. febrúar 2013

Umhverfissstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) telur þörf á að verja Norðurheimskautssvæðið betur en gert er gegn ágengni í náttúruauðlindir á borð við málma, olíu og gas, sem nú verða sífellt aðgengilegri samfara bráðnun heimskautsíssins. Að mati UNEP gegnir Norðurskautsráðið lykilhlutverki í að tryggja ábyrga umgengni um þessar auðlindir. Allar ákvarðanir um nýtingu þeirra verði að byggja á mati á áhrifum nýtingarinnar ...

19. febrúar 2013

Næstkomandi sunnudag stendur Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) fyrir keppni í hálfmaraþoni í Nairóbí, höfuðborg Kenýa, þar sem aðalstöðvar UNEP eru staðsettar. Hlaupið er haldið í tilefni 27. aðalfundar UNEP, þeim fyrsta eftir að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá grundvallarbreytingu sem lögð var til á ráðstefnunni Ríó+20 á síðasta ári, að stjórn UNEP skyldi opin fulltrúum allra aðildarríkja. Aðalfundurinn er ...

18. febrúar 2013

Boris Johnson borgarstjóri Lundúna kynnti í vikunni áform sín um að gera miðborgina að fyrsta mengunarsnauða borgarhverfi í heimi (e. Ultra Low Emission Zone) í þeim tilgangi að bæta loftgæði í borginni og stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Ef áformin verða að veruleika mega aðeins ökutæki með lítinn sem engan útblástur aka um miðborgina á venjulegum vinnutíma. Umhverfisverndarsinnar hafa ...

16. febrúar 2013

Árið 2011 seldust lífrænt vottaðar vörur í heiminum öllum fyrir tæplega 63 milljarða dollara (um 8.000 milljarða ísl. kr.) sem var um 6,6% aukning frá árinu áður. Salan hefur þá u.þ.b. þrefaldast á síðustu 10 árum. Hvergi er markaðshlutdeild lífrænnar matvöru hærri en í Danmörku, en þar voru lífrænar vörur 7,6% af heildinni árið 2011 ...

14. febrúar 2013

Í fyrradag hleypti Connie Hedegaard, umhverfisstjóri Evrópusambandsins, formlega af stokkunum sérstakri samkeppni um besta loftslagsverkefnið. Tilgangurinn er að fá fram góð dæmi um aðgerðir einstaklinga og samtaka til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Frestur til að senda inn upplýsingar um verkefni er til 11. maí, og í maí og júní getur almenningur kosið um bestu verkefnin á þar til gerðri ...

13. febrúar 2013

Tiltölulega algengt er að vörur til daglegra nota innihaldi hættuleg efni umfram leyfileg mörk. Þetta er ein helsta niðurstaðan úr athugunum sem Efnaeftirlit Svíþjóðar (Kemikalieinspektionen) hefur gert í tilefni þarlends átaks undir yfirskriftinni „giftfri vardag“. Í framhaldi af þessu hefur stofnunin m.a. lagt fram kærur vegna óleyfilegs efnainnihalds í 12% af þeim 260 mismunandi leikföngum sem skoðuð voru. Sama ...

12. febrúar 2013

Kynlífsleikföng innihalda í sumum tilvikum mikið af þalötum, sem m.a. eru talin geta truflað hormónastarfsemi líkamans, haft skaðleg áhrif á lifur o.s.frv. Þalöt hafa verið notuð sem mýkingarefni í PVC-plast, en styrkur þeirra er mjög mismunandi eftir framleiðendum. Eins losnar mismikið af þalötum úr vörunni eftir því hvernig hún er notuð. Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu ...

11. febrúar 2013

Frjáls félagasamtök munu gegna enn mikilvægara hlutverki á næstu árum en þau gera nú, ef marka má nýja skýrslu sem KPMG vann í samstarfi við World Economic Forum. Svo virðist sem munurinn á viðhorfum og tjáningarformi opinberra aðila, einkageirans og félagasamtaka verði sífellt minni og að í raun séu mörkin þarna á milli smátt og smátt að hverfa. Margt bendir ...

09. febrúar 2013

Gríðarlegt magn af japönsku frauðplasti hefur rekið á fjörur Alaska síðustu mánuði. Þetta er ein af afleiðingum jarðskjálftans mikla í Japan í mars 2011 og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. Plastið er m.a. úr einangrun húsa sem skemmdust í hamförunum og úr flotholtum á sjó. Plastið hefur nú náð að berast þvert yfir Kyrrahafið og er víða að finna ...

07. febrúar 2013

Í Noregi eru fleiri rafbílar en í nokkru öðru landi heims, miðað við höfðatölu. Heildarfjöldinn er nú kominn yfir 10.000 og í janúar 2013 voru rafbílar 2,9% af öllum nýjum seldum fólksbílum, eða 337 talsins. Markaðshlutdeild rafknúinna vörubíla var enn hærri, eða 3,3%. Tvinnbílum fjölgar einnig ört í Noregi, en 633 slíkir seldust í janúar.
(Sjá frétt ...

05. febrúar 2013

Sameiginleg viska (e. collective intelligence) kann að eiga enn stærri þátt í tilveru hjarðdýra en áður var talið, ef marka má nýjar niðurstöður fræðimanna við Prince­ton háskólann sem birtar eru í vísindatímaritinu Sci­ence. Takmarkaðar veiðar, röskun búsvæða eða aðrar aðgerðir manna sem fækka einstaklingum í slíkum hópum niður fyrir tiltekið lágmark, minnka þéttni hópanna eða skipta hópunum upp ...

04. febrúar 2013

Frá og með 1. júlí nk. verða verslanir og skrifstofur í Frakklandi að slökkva öll inniljós einni klst. eftir að síðasti starfsmaður yfirgefur bygginguna. Jafnframt verða ljós í búðargluggum að vera slökkt eftir kl. 1 eftir miðnætti. Þessar reglur eru hluti af nýrri löggjöf sem ætlað er að draga úr ljósmengun, auk þess sem losun koltvísýrings mun minnka um 250 ...

01. febrúar 2013

Á næstu þremur árum verður fyrsta samhæfða vetniskerfi Bretlands byggt upp í London. Miðpunkturinn í kerfinu verða nokkrar áfyllingarstöðvar fyrir vetnisbíla, þar sem vetni af endurnýjanlegum uppruna verður afgreitt með 700 bara þrýstingi. Jafnframt verða eldri stöðvar uppfærðar í 700 bör til að mæta fyrirsjáanlegri þróun vetnisbíla. Uppbygging kerfisins er samstarf nokkurra aðila, en verkefnið gengur undir nafninu London Hydrogen ...

31. janúar 2013

Frá og með 1. janúar 2015 verður efnið bisfenól-A (BPA) bannað í matarumbúðum í Frakklandi. Þetta var ákveðið með lögum sem sett voru á aðfangadag 2012 og kveða á um bann við framleiðslu, innflutningi, útflutningi og markaðssetningu hvers kyns matarumbúða sem innihalda efnið. Nokkur lönd hafa þegar bannað sölu á ungbarnapelum, snuðum o.fl. sem innihalda BPA, en með þessari ...

30. janúar 2013

Engin ein aðgerð dugar til að draga úr myndun úrgangs, heldur þarf að beita fleiri stjórntækjum samtímis. Þetta er meginniðurstaða 6 ára þverfaglegs rannsóknaverkefnis á vegum Umhverfisstofnunar Svíþjóðar (Naturvårdsverket) undir yfirskriftinni Sjálfbær meðhöndlun úrgangs. Ef ekkert er að gert er talið að úrgangsmagnið tvöfaldist fram til ársins 2030. Eitt af því sem Svíar telja koma til greina til að sporna ...

29. janúar 2013

Mér skjátlaðist varðandi loftslagsbreytingarnar – þetta er miklu miklu verra“, sagði Nicholas Stern í viðtali sem tekið var á efnahagsráðstefnunni í Davos fyrir helgi. Stern var höfundur skýrslu sem út kom árið 2006 og þótti marka nokkur tímamót í loftslagsumræðunni, þar sem þar var lagt hagfræðilegt mat á áhrif loftslagsbreytinga. Niðurstaða Sterns þótti sláandi á þeim tíma. Fleiri hafa talað tæpitungulaust ...

28. janúar 2013

Varúðarreglan á nær alltaf rétt á sér við þróun nýrrar tækni. Umhverfisstofnun Evrópu hefur skoðað 88 tilvik þar sem varnaðarorð þóttu ástæðulaus og komist að þeirri niðurstöðu að aðeins í fjórum tilvikum höfðu talsmenn varúðarinnar rangt fyrir sér. Oftar en ekki hafa menn hunsað vísbendingar um hættu þar til ekki var lengur hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á heilsu ...

25. janúar 2013

Í fyrradag hleyptu stofnanir Sameinuðu þjóðanna af stokkunum nýju átaki til að draga úr sóun matvæla. Átakið, sem hefur yfirskriftina „Think.Eat.Save“, beinist fyrst og fremst að neytendum, smásölu og veitingastöðum, en í þessum síðustu þrepum matvælakeðjunnar er áætlað að árlega sé hent um 300 milljónum tonna af ætum mat, m.a. vegna þröngrar túlkunar dagstimpla, útlitskrafna og of ...

24. janúar 2013

Víðir sem hallast, t.d. vegna stöðugs vindálags, getur gefið af sér allt að fimmfalt meira lífeldsneyti en sams konar tré sem vex upprétt. Þessi aukna framleiðni er erfðafræðilegur eiginleiki sem mörg víðitré virðast búa yfir, og er virkjaður ef trén eru neydd til að vaxa skáhallt. Hallinn leiðir til þess að trén framleiða meira af sykrum í stofninum í ...

23. janúar 2013

Coca-Cola ætlar að styrkja alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin WWF um 3 milljónir evra (rúml. hálfan milljarð ísl. kr.) á næstu þremur árum. Féð verður notað til að hrinda af stað átaki um alla Evrópu til að vekja athygli á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga á vistkerfi á Norðurheimskautssvæðinu. Athyglinni verður sérstaklega beint að ísbjörnum, en ör bráðnun heimskautaíssins neyðir birnina til að verja sífellt ...
23. janúar 2013

Í síðustu viku bættist Benetton í hóp þeirra 12 fataframleiðandenda sem áður höfðu heitið því að fara í afeitrun, þ.e.a.s. að hætta notkun hættulegra efna í framleiðslu sinni. Kveikjan að þessu framtaki fyrirtækjanna er svonefnt „Detox-átak“ Greenpeace, sem hófst árið 2011 og hefur það að markmiði að auka gagnsæi í umhverfismálum tískugeirans. Fyrsta skrefið í átaki Benetton ...

21. janúar 2013

Mikið magn af rusli, aðallega plastrusli, hefur safnast upp á botni Norður-Íshafsins á síðustu 10 árum. Þannig tvöfaldaðist magnið, mælt í stykkjatali, milli áranna 2002 og 2011, þ.e. úr 3.635 í 7.710 stykki á ferkílómetra. Þessar niðurstöður, sem birtust í vísindagrein í tímaritinu Marine Pollution Bulletin fyrir áramót, byggja á neðansjávarmyndum sem teknar voru vestur af Svalbarða ...

18. janúar 2013

Barnaföt geta innihaldið leifar af nónýlfenólethoxýlötum (NPE), sem sums staðar eru notuð sem hjálparefni í textílframleiðslu. Þetta kom fram í könnun Greenpeace í nóvember 2012, en nú hefur Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) staðfest þetta með nýrri athugun. Ekki er talin ástæða til að óttast heilsutjón af völdum þessara efna í fatnaði, en engu að síður mælir Miljøstyrelsen með að föt séu ...
14. janúar 2013

Kanadíska fyrirtækið Carbon Engineering hefur hafið tilraunir með vinnslu koltvísýrings beint úr andrúmsloftinu, og er stefnt að því að tilraunaverksmiðja til þessara nota verði tilbúin í Calgary fyrir árslok 2014. Enn ríkir mikil óvissa um kostnaðinn við vinnsluna, en talið er að hann verði á bilinu 20-2.000 dollarar á tonnið. Bent hefur verið á að þessi kostnaður gefi vísbendingu ...

11. janúar 2013

Costa Rica verður fyrsta kolefnishlutlausa landið í heiminum ef áætlanir þarlendra stjórnvalda ganga eftir. Þessu markmiði á að ná árið 2021. Í þessum tilgangi er m.a. verið að byggja þar upp markað fyrir losunarheimildir með stuðningi Alþjóðabankans. Á síðustu 25 árum hefur þjóðarframleiðsla í Costa Rica þrefaldast á sama tíma og skóglendi hefur tvöfaldast.
(Sjá frétt SustainableBusiness 4. janúar).

10. janúar 2013

Í nýrri könnun dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu kom í ljós að 11 tannkremstegundir af 57 sem skoðaðar voru, innihéldu parabena sem taldir eru geta raskað hormónastarfsemi líkamans. Parabenar hafa verið notaðir sem rotvarnarefni í ýmsar snyrtivörur, en óleyfilegt er að nota nokkra þeirra í snyrtivörur fyrir börn undir þriggja ára aldri. Tvær tannkremstegundir innihéldu parabena af þessum bannlista ...

09. janúar 2013

Í framhaldi af strandi Kulluk olíupallsins við Sitkalidakeyju við Alaska á nýársnótt eykst nú þrýstingur á ríkisstjórn Baracks Obama að fresta öllum frekari áætlunum um olíuboranir á Norðurheimskautssvæðinu. Forsvarsmenn olíufélagsins Shell, sem er eigandi pallsins, leggja á það áherslu að strandið hafi átt sér stað við flutning á pallinum og hafi ekkert með olíuboranir að gera sem slíkar. Umhverfisverndarsamtök benda ...

08. janúar 2013

Um 3,2 milljónir manna dóu vegna loftmengunar á árinu 2010 að því er fram kemur í grein í læknatímaritinu Lancet, en árið 2000 var þessi tala aðeins 800 þúsund. Loftmengun er nú í fyrsta sinn orðin ein af 10 algengustu dánarorsökunum í heiminum. Þessi mikla fjölgun stafar öðru fremur af gríðarlegri aukningu bílaumferðar í fjölmennum borgum í Asíu. Heilsufarsáhrif ...

18. desember 2012

Gallabuxnaframleiðandinn Levi Strauss & Co. hét því sl. fimmtudag að fara í afeitrun, þ.e.a.s. að hætta að nota umhverfis- og heilsuspillandi efni í framleiðslu sinni. Með þessu bregst Levi’s við áskorunum nokkur hundruð þúsunda einstaklinga sem þrýst hafa á fyrirtækið síðustu 2 vikur að undirlagi umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace undir yfirskriftinni „Go Forth and Detox“. Levi’s, sem ...

17. desember 2012

Tvær af 57 tannkremstegundum sem Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu skoðaði nýlega reyndust innihalda tríklósan. Efnið er bakteríudrepandi, en jafnframt hormónaraskandi og skaðlegt umhverfinu. Tannkremstegundirnar sem um ræðir eru Colgate Total Original og Colgate Total Advanced Whitening, en þessar sömu tegundir voru jafnframt þær einu sem reyndust innihalda tríklósan í sambærilegri könnun sem gerð var 2008. Þá þegar vissu ...

14. desember 2012

Sex af hverjum tíu úðabrúsum með jólasnjó, glimmer og skrautflögum (d. konfetti) sem efnaeftilit Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen) tók til skoðunar á dögunum reyndust innihalda ólögleg efni. Í flestum tilvikum var um að ræða gróðurhúsalofttegundir sem ekki er heimilt að nota í brúsum af þessu tagi eða þá mjög eldfim efni, svo sem lífræn leysiefni, sem geta skapað mikla hættu sé ...

13. desember 2012

„Það þarf miklu miklu meira til ef okkur á að takast að bjarga þessu ferli frá því að vera bara ferli ferlisins vegna, ferli sem bara býður upp á orð en engar aðgerðir, ferli sem ber í sér dauða þjóða okkar, fólksins okkar og barnanna okkar“. (Kieren Keke, utanríkisráðherra Nauru að loknu 18. þingi aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Doha ...

12. desember 2012

Í lok nóvember fékk Östersund í Svíþjóð formlega vottun sem réttlætisbær (e. Fairtrade City) og á næstu vikum fylgja Härnösand og Öckerö í kjölfarið. Þar með verða réttlætisbæir Svíþjóðar orðnir 54 talsins.

Til að fá viðurkenningu af þessu tagi þurfa sveitarfélög að uppfylla tiltekin skilyrði um innkaup á réttlætismerktum vörur og vinna markvisst að félagslega sjálfbærri neyslu.

(Sjá frétt á ...

11. desember 2012

Á dögunum fundust tvö hreiður freigátufugla á Ascension-eyjunni í sunnanverðu Atlantshafi, en u.þ.b. 150 ár eru liðin síðan villikettir útrýmdu síðustu ungum tegundarinnar á eyjunni. Freigátufuglar eru í hópu sjaldgæfustu sjófugla heims og því þykja þetta mikil tíðindi. Endurkoma fuglanna er árangur margra ára átaks til að útrýma villiköttum á Ascension. Köttunum var upphaflega sleppt á eyjunni í ...

10. desember 2012

Frá og með febrúar á næsta ári mun H&M verslunarkeðjan taka við notuðum og gölluðum fötum til endurvinnslu í öllum þeim 48 löndum þar sem keðjan er starfandi, óháð vörumerkjum og því hvar fötin voru upphafleg keypt. Þessi nýbreytni er liður í viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að sjálfbærri þróun. Þeir sem skila inn fötum fá afsláttarmiða frá H&M í ...

07. desember 2012

Evrópuríki hafa staðið sig einkar vel í að draga úr framleiðslu og notkun ósoneyðandi efna. Í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu kemur fram að á árinu 2010 hafi Evrópusambandið þegar verið búið að ná alþjóðlegum markmiðum á þessu sviði fyrir árið 2020, þ.e.a.s. 10 árum á undan áætlun. Með Montrealbókuninni 1987 tóku ríki heims höndum saman um að ...

06. desember 2012

Breska flugfélagið British Airways hefur gengið frá 10 ára samningi við fyrirtækið Solena um kaup á eldsneyti sem unnið verður úr heimilisúrgangi í GreenSky vinnslustöðinni austantil í London. Þegar stöðin verður komin í fulla notkun á hún að geta tekið við 500.000 tonnum af úrgangi á ári og framleitt úr honum 50.000 tonn af visthæfu flugvélaeldsneyti, auk 50 ...

05. desember 2012

Tilraun sem vísindamenn við Tækniháskóla Danmerkur (DTU) gerðu nýverið á rottum bendir til að drengir sem hafa fengið í sig mismunandi varnarefni á fósturskeiði séu líklegri en aðrir til að glíma við námsörðugleika og skerta sæðisframleiðslu síðar á lífsleiðinni, jafnvel þótt styrkur varnarefnanna hafi verið innan viðmiðunarmarka fyrir hvert efni um sig. Í tilrauninni var notað óverulegt magn af 5 ...

04. desember 2012

Í rannsókn neytendablaðsins Tænk í Danmörku kom í ljós að tvö af tíu möffinsformum sem skoðuð voru reyndust innihalda flúrsambönd, sem óttast er að geti verið skaðleg umhverfi og heilsu. Umrædd efnasambönd eru notuð til að gera formin fitu- og vatnsfráhrindandi. Þau geta safnast upp í líkamanum og hugsanlega stuðlað að krabbameinsvexti, ófrjósemi, ADHD o.fl. Ekki hefur verið sýnt ...

03. desember 2012

Sett hefur verið upp nýtt vefsvæði, www.Green21.dk, sem ætlað er að aðstoða dönsk fyrirtæki við að styrkja samkeppnisfærni sína á grænum markaði. Á vefsvæðinu er m.a. að finna ráðleggingar um vistvæna hönnun og hvað þurfi til að fá umhverfismerki á framleiðsluna. Vefsvæðið er samstarfsverkefni Umhverfisráðuneytis Danmerkur, Álaborgarháskóla, Dansk Industri og Umhverfis- og þróunarsamtakanna Green Cross Denmark.
(Sjá ...

18. nóvember 2012

Við eignumst alls konar hluti um dagana, sem er merkilegt vegna þess að þegar við fæðumst eigum við ekki neitt, í það minnsta ekki peninga. Og allir þessir alls konar hlutir kosta peninga. En þegar betur er að gáð fæðumst við ekki eins allslaus og okkur hættir til að halda. Þegar við fæðumst eigum við nefnilega tíma. Tíminn er eini ...

16. nóvember 2012

Drykkjarvörurisinn Coca Cola hefur sett sér það markmið að árið 2020 verði allar plastflöskur fyrirtækisins búnar til úr plöntuafurðum í stað olíu. Meira en 10 milljarðar slíkra flaskna hafa þegar verið seldar frá því að framleiðsla þeirra hófst 2009, og þar með hafa sparast rúmlega 200.000 tunnur af olíu.

Í ársbyrjun 2015 ætti framleiðsla á plöntuflöskum að geta margfaldast ...

13. nóvember 2012

Í bloggpistli sem ég skrifaði fyrir skemmstu komst ég að þeirri augljósu niðurstöðu að jarðarbúar gætu ekki viðhaldið velferð sinni öllu lengur með því að ganga sífellt meira á auðlindir jarðar. Hagvöxtur sem byggir á nýtingu náttúruauðlinda umfram árlega framleiðslugetu er fræðilega útilokaður til lengdar, eða með öðrum orðum „eðlisfræðilegur ómöguleiki“. Eina leiðin inn í framtíðina er sem sagt samfélag ...

12. nóvember 2012

Í morgun kom út hjá Norrænu ráðherranefndinni hefti með 18 frásögnum af reynslu lítilla fyrirtækja í smærri byggðum á Norðurlöndunum sem fengið hafa vörur sínar eða þjónustu vottaða með Norræna umhverfismerkinu Svaninum eða Umhverfismerki Evrópusambandsins. Stefán Gíslason hjá UMÍS ehf. Environice safnaði frásögnunum og bjó þær til útgáfu, en verkið var fjármagnað af Smásamfélagahópi Norrænu ráðherranefndarinnar um umhverfismál. Heftið er ...

Í gær var dreift á Alþingi frumvarpi til laga um búfjárbeit. Flutningsmenn eru þingmennirnir Mörður Árnason og Birgitta Jónsdóttir. Markmið frumvarpsins er að „efla landvernd og sjálfbæra búfjárbeit“ og til þess að ná því markmiði skal búfé „aðeins beitt innan girðingar“. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist gildi 1. janúar 2023.

Neikvæðar aukaverkanir
Fáum blandast hugur um mikilvægi þess ...

17. október 2012

Matsölustaðir í Noregi geta nú fengið sérstök merki til að sýna hversu mikið af hráefnum þeirra er lífrænt vottað. Til að fá gullmerki þurfa a.m.k. 90% af matnum sem keyptur er inn að vera með lífræna vottun. Silfurmerki fæst ef hlutfallið er a.m.k. 50% og bronsmerki við 15%. Merkingin er liður í að efla markað fyrir ...

02. október 2012

Stefán Gíslason segir á bloggsíðu sinni í dag:

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um erfðabreyttar lífverur í kjölfar greinar eftir Gilles-Eric Séralini og félaga í vísindatímaritinu Food and Chemical Toxicology, þar sem fram kom hækkuð sjúkdóma- og dánartíðni hjá rottum sem fengu erfðabreyttan maís sem gerður hafði verið ónæmur fyrir plöntueitrinu Roundup, hvort sem maísinn hafði verið meðhöndlaður með ...

24. september 2012

Síðan 2020.is (tuttugututtugu.com) hefur að geyma dagleg fróðleikskorn um umhverfismál. Síðan er eign Umhverfisráðgjafar Íslands ehf. (Environice). Heiti síðunnar vísar til ártalsins 2020 og mikilvægis þess að einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld nái að snúa þróun umhverfismála til betri vegar fyrir þann tíma.

Ritstjóri og ábyrgðarmaður 2020.is er Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur í Borgarnesi, en hann ritstýrði á sínum ...

Í dag er yfirdráttardagurinn 2012. Í kvöld verður mannkynið nefnilega búið að eyða öllu því sem náttúran getur framleitt á þessu ári. Frá 0g með morgundeginum verðum við að lifa á yfirdrætti til áramóta.

Samtökin Global Footprint Network hafa þróað aðferð til að reikna vistfræðilegt fótspor þjóða, og út frá sömu forsendum tímasetja samtökin „yfirdráttardaginn“ (e. Earth Overshoot Day). þ ...

22. ágúst 2012

Í dag gaf Norræna ráðherranefndin út nýja skýrsla Environice um sjálfbærnivottanir á áfangastöðum ferðamanna. Höfundar skýrslunnar eru Stefán Gíslason og Venus Krantz, en skýrslan var unnin fyrir Smásamfélagahóp Norrænu ráðherranefndarinnar. Í skýrslunni er gefið yfirlit yfir helstu vottunarkerfi á þessu sviði, lagt mat á þörf norrænna samfélaga fyrir slík kerfi og settar fram tillögur um stefnu stjórnvalda á Norðurlöndunum hvað ...

Nú getur almenningur um heim allan kosið um það hver séu brýnustu málefnin sem taka þurfi til umræðu á ráðstefnunni Ríó+20 sem hófst í gær. Þessi beini aðgangur fólks að ráðstefnunni er afrakstur verkefnis sem Ríkisstjórn Brasilíu og Sameinuðu þjóðirnar sameinuðust um í aðdraganda ráðstefnunnar. Safnað var hugmyndum um brýn umræðuefni frá 10.000 manns víða um heim. Síðan ...

14. júní 2012

Lífræn flúorsambönd skjóta síoftar upp kollinum í umræðu um umhverfi og heilsu í löndunum í kringum okkur. Hins vegar hef ég ekki orðið var við mikla umræðu um þessi efni hérlendis, þrátt fyrir að þau sé að finna í fjölmörgum neytendavörum, hafi tilhneigingu til að safnast upp í umhverfinu og eigi hugsanlega þátt í tilteknum heilsufarsvandamálum. Reyndar eru til vísbendingar ...

06. mars 2012

Í gær tók loksins gildi Reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs, þ.e.a.s. hvað matvælin varðar. Upphaflega átti reglugerðin öll að taka gildi 1. september sl., en þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frestaði gildistöku matvælahlutans á síðustu stundu fram til 1. janúar 2012, að því er virðist vegna þrýstings frá Jóni Geraldi ...

03. janúar 2012

Um miðjan september birti Rodale-stofnunin í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum nýjar niðurstöður úr rannsókn sem stofnunin hefur unnið að samfleytt í 30 ár. Í rannsókninni var lífrænn landbúnaður borinn saman við hefðbundinn landbúnað, bæði hvað varðar afkomu bænda og umhverfisáhrif. Niðurstöðurnar eru lífræna landbúnaðinum mjög í hag hvað báða þessa þætti varðar.

Helstu niðurstöður

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þessar:

  • Lífræn ræktun ...

Sú var tíðin að börn fengu að kaupa sér nammi yfir búðarborð fyrir smápeninga, svona rétt neðan í litla græna plastpoka. Á þeim tíma sem liðinn er síðan börnin mín voru lítil hafa hins vegar öll viðmið í þessum efnum brostið. Nú halda foreldrar börnum sínum til beitar í risastórum nammibörum í verslunum, þar sem miklu er hægt að moka ...

17. mars 2011

EarthcheckVottunarkerfið EarthCheck hefur leyst Green Globe af hólmi í ferðaþjónustunni á Íslandi og í stórum hluta heimsins. Þar með er úr sögunni áralangur samskiptavandi milli eigenda merkisins og fagfólks sem unnið hefur að útbreiðslu og vottun kerfisins.

Fyrirtækið EC3Global í Ástralíu hefur þjónustað Green Globe kerfið á Íslandi nokkur síðustu ár. EC3Global hefur mjög traust faglegt bakland, og hefur með ...

13. september 2010

Í bloggfærslu á dögunum minntist ég á fræðslumyndina „The Story of Stuff“, þar sem fróðleikur um umhverfismál er settur fram á einkar líflegan og fræðandi hátt með einföldum teiknimyndum og með aðstoð sögumanns. Þann 21. júlí sl. var gefin út ný mynd af sama toga, „The Story of Cosmetics“. Hér á eftir ætla ég að gera hana að umtalsefni.

Í ...

19. ágúst 2010

Fiskútflutningsfyrirtækið Sæmark hefur sótt um umhverfisvottun samtakanna MSC (Marine Stewardship Council) fyrir þorsk, ýsu og steinbít sem fyrirtækið flytur út. Þetta eru mikil tíðindi í sögu umhverfismála á Íslandi, því að hingað til hafa hérlend fyrirtæki og samtök í þessum geira ekki sýnt áhuga á samstarfi við erlenda aðila hvað þetta varðar. MSC er án vafa útbreiddasta og virtasta vottunarkerfi ...

01. maí 2010

 

10 km radíus frá KleppjárnsreykjumStefán Gíslason umhverfisstjórnarfræðingur með meiru heldur áfram að fræða okkur um Kleppjárnsreykjamálið á bloggsíðu sinni:

Í bloggfærslu minni 19. apríl sl. átaldi ég stjórnvöld í Borgarbyggð fyrir slælega stjórnsýslu við afgreiðslu umsagnar um tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir ORF Líftækni hf., „vegna starfsemi með erfðabreyttar lífverur í gróðurhúsi Sólhvarfa ehf., Kleppjárnsreykjum“. Hin slælega stjórnsýsla endurspeglaðist í því að stjórnvöldin ...

28. apríl 2010

Á bloggsíðu Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings með meiru fjallar hann um leyfistillögu senda frá Umhverfisstofnun fyrir Orf líftækni um „starfsemi með erfðabreyttar lífverur í gróðurhúsi Sólhvarfa ehf. Kleppjárnsreykjum“. Erindið var sent frá Umhverfisstofnun þ. 6. apríul sl. og var tekið fyrir í byggðaráði Borgarbyggðar strax daginn eftir. Byggðaráð samþykkti að vísa málinu til Umhverfis- og landbúnaðarnefndar, sem afgreiddi málið á fundi ...

26. apríl 2010

Orð dagsins 17. desember 2009

Áætlað er að kolefnisfótspor loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn (COP-15) verði jafnstórt og árlegt kolefnisfótspor 2.300 Bandaríkjamanna eða 660.000 Eþíópíumanna. Samtals er áætlað að 46.200 tonn af koltvísýringi sleppi út í andrúmsloftið vegna ráðstefnuhaldsins. Þar af koma 40.500 tonn frá flugferðum þátttakenda, en 5.700 tonn frá athöfnum á staðnum. Hluti af síðarnefndu ...

Rokkhátíðin fékk í gær afhenta viðurkenningu sem grænasta fyrirtæki Oslóarborgar 2009. Umhverfisáherslur hafa löngum verið í brennidepli hjá skipuleggjendum hátíðarinnar. Einnig hafa forsvarsmenn Øyafestivalen verið einkar duglegir við að upplýsa gesti sína og aðra um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Þeir hafa m.a. nýtt nær alla fjölmiðlaumfjöllun um hátíðina til að koma á framfæri upplýsingum um lífræn matvæli, um umhverfisvottun ...

Orð dagsins 15. desember 2009

Toyota áformar að hefja sölu á tengiltvinnbílum á almennum markaði árið 2011 á samkeppnishæfu verði. Strax í þessum mánuði munu borgaryfirvöld í Strasbourg í Frakklandi fá 100 tengiltvinnbíla af gerðinni Toyota Prius á kaupleigu til reynslu, og um mitt næsta ár er gert ráð fyrir að 600 slíkir bílar verði leigðir út með sama hætti ...

Orð dagsins 10. desember 2009

Flestir leðurskór innihalda efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta kom fram í könnun sem sænsku náttúruverndarsamtökin Naturskyddsföreningen létu gera. Efnin sem um ræðir eru væntanlega einkum notuð við sútun og litun leðursins. Málmar eru fyrirferðarmestir á þessum lista, einkum króm, en í nokkrum tilvikum fundust einnig kvikasilfur, arsen og blý. Auk málmanna fundust ...

Orð dagsisn 9. desember 2009

Vísindamönnum við Stanford háskólann í Kaliforníu hefur tekist að búa til rafhlöðu úr venjulegum pappír, með því að „skrifa“ á hann með bleki úr nanóögnum úr kolefni og silfri. Vonir standa til að þessi tækni opni nýja möguleika á að framleiða léttar, endingargóðar og ódýrar rafhlöður, sem gætu m.a. hentað vel fyrir rafbíla og ...

Orð dagsins 8. desember 2009

Opinber loftslagsreiknivél var tekin í notkun í Noregi í gær, en með henni geta einstaklingar á einfaldan hátt reiknað hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum sleppur út í andrúmsloftið af þeirra völdum. Reiknivélin hefur þá sérstöðu umfram flestar slíkar, að hún tekur einnig til óbeinnar losunar vegna neyslu, flutninga, matvöru o.s.frv. Þróun reiknivélarinnar var samstarfsverkefni ...

Norðurlandaráð auglýsti á dögunum eftir tilnefningum til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2010. Að þessu sinn verða verðlaunin veitt norrænu fyrirtæki, stofnun, fjölmiðli eða einstaklingi, sem hefur verið í fararbroddi og haft áhrif, beint eða óbeint, á fjármálamarkaðinn, fjármögnunariðnaðinn, banka eða ráðgjafa í því augnamiði að vinna að langtímamarkmiðum og samþætta sjálfbærni (náttúru- og umhverfismál og samfélagsábyrgð) í fjármálaumsýslu ...

23. nóvember 2009

Norræni svanurinn er tvítugur í dag, en það var þennan dag 1989 sem Norræna ráðherranefndin ákvað að koma á fót sameiginlegu, opinberu, norrænu umhverfismerki. Á þessum 20 árum hefur Svanurinn náð að skipa sér í hóp virtustu umhverfismerkja í heimi, og yfirgnæfandi hluti Norðurlandabúa þekkir merkið. Þeir sem til þekkja eru sammála um að Svanurinn hafi átt stóran þátt í ...

Orð dagsins 19. október 2009

Á morgun milli kl. 8 árdegis og 8 síðdegis verða haldnir sérstakir réttlætiskaffitímar („Fairtrade kaffepauser“) á hinum Norðurlöndunum. Markmiðið er að fá sem flesta til að drekka réttlætismerkt kaffi og um leið að sem flestir bændur og landbúnaðarverkamenn í þróunarlöndunum njóti góðs af. Þátttakendur fá tvenns konar verðlaun. Annars vegar gefst þeim kostur á að ...

Orð dagsins 30. september 2009

Fyrirtæki um heim allan leggja síaukna áherslu á umhverfismál, þrátt fyrir yfirstandandi efnahagsörðugleika. Loftslagsmál eru þar efst á baugi. Samkvæmt nýrri könnun á áformum fyrirtækja á þessu sviði hafa um 76% fyrirtækja þegar komið sér upp sérstakri kolefnisáætlun, eða hafa slíkt í hyggju. Þá hafa um 60% fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni lagt mat ...

Orð dagsins 21. september 2009

Dæmi eru um að gallabuxur innihaldi efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð á dögunum, en þar reyndust 3 gallabuxnategundir af 6, sem prófaðar voru, innihalda óleyfilega mikið af dímetýlfúmarati (DMF). DMF veitir vörn gegn myglusveppum, en er jafnframt öflugur ofnæmisvaldur. Í löndum Evrópusambandins ...

Orð dagsins 17. september 2009

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að Hvíta húsið fái vottun samkvæmt LEED-staðlinum fyrir visthæfar byggingar. Svo sem kunnugt er hefur þegar verið hafin lífræn ræktun matvæla í heimagarði hússins, og þar hefur einnig verið byggt upp leiksvæði úr endurunnum efnum. Þessu til viðbótar verður m.a. ráðist í aðgerðir til að bæta nýtingu ...

Orð dagsins 4. september 2009

Efnastofnun Evrópu (ECHA) hefur birt lista yfir 15 efni, sem lagt er til að bætist á svartan lista (kandídatlista) Evrópusambandsins (ESB) yfir efni sem talin eru svo skaðleg umhverfi og heilsu, að notkun á þeim skuli bönnuð nema í undantekningartilvikum. Meðal þessara efna eru díísóbútþlþalat (DIBP), sem notað hefur verið sem mýkingarefni í PVC-plast, og ...

Orð dagsins 1. september 2009

Hafnaryfirvöld í Vancouver í Kanada hafa komið upp búnaði til landtengingar fyrir skemmtiferðaskip, þannig að þau geti fengið rafmagn úr landi í stað þess að hafa díselvélar sínar í gangi á meðan þau liggja við bryggju. Þetta er fyrsti landtengingarbúnaður sinnar tegundar í Kanada og aðeins sá þriðji í heiminum. Með landtengingu er dregið mjög ...

Á sunnudaginn eiga „Orð dagsins“ stórafmæli, en þá verða liðin 10 ár frá því að þau birtust fyrst þann 30. ágúst 1999. Síðan hafa þau birst flesta virka daga, að frátöldum hléum vegna ferðalaga, sumarleyfa og annars annríkis. Í dag birtast „Orðin“ í 1.495. sinn. Óhætt er að fullyrða að „Orðin“ séu í hópi elstu, reyndustu, öflugustu og áreiðanlegustu ...

Í gær brá ég mér til höfuðborgarinnar á fyrirlestur Roberts Costanza í Háskóla Íslands, enda tilefnið ærið. Í þessum pistli ætla ég að velta fyrir mér fáeinum atriðum sem komu fram í fyrirlestrinum.

Hver er þessi Róbert?
Ég hygg að á engan sé hallað þótt því sé haldið fram að Robert Costanza sé einn þeirra manna sem hafa haft hvað ...

27. ágúst 2009

Orð dagsins 27. ágúst 2009

Nýlega var opnuð ný alþjóðleg heimasíða með upplýsingum um þau sveitarfélög sem fengið hafa vottun sem réttlætisbæir (e: Fairtrade Towns). Hugmyndin um réttlætisbæi fæddist í smábænum Garstang á Englandi árið 2000, en hefur síðan breiðst mjög hratt út. Nú eru réttlætisbæir heimsins orðnir um 700 talsins í 18 löndum. Til að fá vottun sem réttlætisbær ...

Orð dagsins 26. ágúst 2009

Fyrr í þessum mánuði voru ræstar 3 fyrstu vindmyllurnar í þþskum vindmyllugarði 45 km úti fyrir ströndum Hollands og Þýskalands. Verkefnið er sérstakt að því leyti, að ekki hafa áður verið gerðar tilraunir með orkuframleiðslu af þessu tagi svo langt undan landi. Alls verða settar þarna upp 12 vindmyllur, með 5 MW afl hver. Þær ...

Orð dagsins 25. ágúst 2009

Skoska orkufyrirtækið Scottish Power áformar að byggja sjávarfallavirkjun í sundinu á milli skosku eyjanna Islay og Jura. Virkjunin á að sjá öllum íbúum Islay, 3.500 talsins, fyrir nægri raforku, auk þess að útvega orku fyrir viskþframleiðsluna á eyjunni, sem er bæði umfangsmikil og nafntoguð. Hingað til hefur raforka frá Hunterston-kjarnorkuverinu verið notuð við viskþframleiðsluna ...

Robert Costanza visthagfræðingur er væntanlegur hingað í næstu viku og mun halda opinn fyrirlestur þann 26 ágúst klukkan 16:00-18 í Háskóla Íslands.  

Costanza er vel þekktur fræðimaður innan umhverfisgeirans og upphafsmaður þess að gera hugtakið Ecosystem services sýnilegt innan akademíunnar og stjórnsýslu umhverfis og auðlindamála um allan heim.

Bráðabirgðaheiti fyrirlestrarins er „Using the global recession as an opportunity to ...

Orð dagsins 19. ágúst 2009.

Norska vísindanefndin um matvælaöryggi (VKM) hefur varað við því að fjórgild ammoníumsambönd, sem m.a. eru notuð sem rotvarnarefni í snyrtivörur, geti stuðlað að því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Efnin sem hér eiga í hlut eru m.a. Bensalkóníumklóríð, Stearalkóníumklóríð, Cetrimóníumklóríð, Cetrimóníumbrómíð og Cetþlpþridíníumklóríð. Svipaðar viðvaranir hafa áður komið fram m.a. vegna ...

Orð dagsins 18. ágúst 2009.

Umhverfisfréttaveita Reuters hefur tekið saman einfalt yfirlit yfir kolefnismarkaði heimsins, bæði þá sem þegar hafa tekið til starfa og þá sem eru í bígerð. Á kolefnismörkuðum er verslað með heimildir til að losa koltvísýring og eftir atvikum aðrar gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Á síðasta ári námu viðskipti á þessum mörkuðum samtals um 125 milljörðum Bandaríkjadala ...

Orð dagsins 17. ágúst 2009.

Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) hefur tekið saman sérstakan lista yfir skólavörur sem eru lausar við PVC-plast og þalöt. PVC-plast getur verið að finna í ýmsum skólavörum, svo sem skólatöskum, pennaveskjum og nestisboxum. PVC-plastið getur skaðað umhverfi og heilsu eitt og sér þegar það er framleitt eða við bruna. IMS leggur þó meira ...

Síðustu þrjú ár hafa yfirvöld í Suginami-borgarhlutanum í Tókþó látið gróðursetja fjöldann allan af blómum meðfram götum borgarinnar til að draga úr tíðni innbrota. Þjófavörn blómanna felst í því að þau laða til sín fólk sem sinnir þeim og vökvar, og þar með gefst þjófum minna næði til athafna. Verkefnið, sem gengur undir nafninu "Operation Flower", hófst fyrir þremur árum ...

Í skýrslu Brundtlandnefndarinnar, sem birtist árið 1987 í bókinni Sameiginleg framtíð vor (Our Common Future) var sjálfbær þróun skilgreind á eftirfarandi hátt:

„Sjálfbær þróun er þróun sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Hugtakið Sjálfbær þróun er með öðrum orðum nýlegt. Engu að síður er ...

Orð dagsins 18.júní 2009

Neytendur virðast halda sínu striki í innkaupum á visthæfri og siðrænni vöru og þjónustu þrátt fyrir fjármálakreppu. Ef eitthvað er, virðist kreppan jafnvel stuðla að aukinni umhverfisvitund. Hins vegar beinast viðskiptin nú í auknum mæli að ódýrari vörunum í þessum flokki, á meðan dýrustu lúxusvörurnar eru frekar sniðgengnar. Jafnframt leggur fólk aukna áherslu á hagkvæmni ...

Ég undirritaður beini þeim eindregnu tilmælum til Umhverfisstofnunar að ORF Líftækni hf. verði ekki veitt leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti eins og fyrirtækið hefur óskað eftir. Þessi tilmæli er studd þeim rökum sem fram koma í eftirfarandi umsögn.

1. Ófullnægjandi samráðsferli
Eins og fram kom í tilkynningu á heimasíðu Umhverfisstofnunar 20. maí 2009 vill stofnunin gefa almenningi ...

31. maí 2009

Orð dagsins 28. maí 2008

Umhverfis- og skipulagsnefnd danska þingsins hefur samþykkt að leggja til bann við sölu á ungbarnapelum sem innihalda bisfenól-A (BPA). Jafnframt verði dönsku ríkisstjórninni falið að beita sér fyrir algjöru sölubanni innan Evrópusambandsins á allan varning sem inniheldur BPA. Gert er ráð fyrir að tillaga nefndarinnar verði samþykkt í þinginu á morgun.
Lesið frétt dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar ...

Orð dagsins 27. maí 2009

Flatskjáir frá Samsung fengu á dögunum vottun Norræna svansins fyrstir allra flatskjáa. Um er að ræða 40, 46 og 55 tommu LED-skjái (LED = Light Emitting Diode = ljósdíóða/ ljóstvistur), sem eiga það sameiginlegt að nota afar lítið rafmagn, bæði í notkun og í hvíldarham, innihalda ekki kvikasilfur og hafa staðist ströng viðmið um gæði og lágt ...

Orð dagsins 26. maí 2009

Auðvelt ætti að vera að finna blettahreinsi sem inniheldur ekki efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Í ný legri könnun dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS) reyndust 6 af 11 tegundum blettahreinsis laus við slík efni, fjórar tegundir innihéldu ofnæmisvaldandi, hormónatruflandi eða umhverfisskaðleg efni, og í einu tilviki var engar upplýsingar að hafa ...

Orð dagsins 25. maí 2009

Skrifstofufólk í þjónustu bandarískra stjórnvalda hendir strax um 35% af öllum blöðum sem það prentar út. Fjárhagslegt tap hins opinbera vegna þessa er áætlað um 440 milljónir bandaríkjadala á ári, eða sem samsvarar um 55 milljörðum íslenskra króna. Meðalskrifstofumaðurinn prentar út 30 blaðsíður á dag eða um 7.200 bls. á ári. Það vekur hins ...

Orð dagsins 20. maí 2009

Þrettán stærstu bæir Noregs hafa sameinast um aðgerðir sem leiða munu til 35% samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, miðað við það sem var 1991. Bæirnir þrettán taka þátt í verkefninu „Framtidens byer“, sem norska umhverfisráðuneytið hleypti af stokkunum á síðasta ári í samstarfi við bæina. Verkefnið stendur til ársins 2014 og snýst um ...

Orð dagsins 18. maí 2009

Þeir sem drekka úr flöskum úr pólýkarbónatplasti hafa mun hærri styrk af efninu bisfenól-A (BPA) í þvagi en þeir sem ekki drekka úr slíkum flöskum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem sagt er frá í vísindatímaritinu Environmental Health Perspectives. BPA-styrkur í þvagi þeirra sem þátt tóku í rannsókninni hækkaði um 69% á einni viku ...

Orð dagsins 28. apríl 2009

Bþflugnarækt í Evrópu gæti lagst af innan 10 ára ef svo heldur sem horfir, að mati alþjóðasamtaka býflugnaræktenda, Apimondia. Gríðarleg afföll hafa orðið í greininni síðustu ár. Þannig eyddust um 30% af öllum býflugnabúum í Evrópu á síðasta ári, eða samtals um 13,6 milljónir búa. Í einstökum löndum voru afföllin enn meiri, eða allt ...

Oliver Peterson heldur fyrirlestur á morgun miðvikudaginn 29. apríl, í stofu N-132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands. Olivier er leiðangursstjóri í 12 mánaða leiðangri, þar sem siglt er kringum Norður-Ameríku og síðan til Grænlands, Íslands og Norður Noregs, í þeim tilgangi að vekja athygli á loftslagsbreytingum og ræða við vísindamenn og heimafólk um sameiginlega ábyrgð jarðarbúa á umhverfi sínu.
 
Fyrirlesturinn ...

Orð dagsins 27. apríl 2009

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, hefur viðrað hugmynd um að banna sölu á bensín- og díselbílum eftir 2015. Sala á tvinnbílum yrði þó leyfð eitthvað lengur. Með þessu móti telur Kristin að hægt verði að draga verulega úr neikvæðum áhrifum á umhverfið, um leið og bílaframleiðendum væru færð ný tækifæri upp í hendurnar.
Lesið frétt PlanetArk ...

Orð dagsins 24. apríl 2008

Þrátt fyrir þrengingar í efnahagslífinu seldust vörur úr lífrænni bómull á heimsmarkaði fyrir um 3,2 milljarða Bandaríkjadala á árinu 2008, en það samsvarar um 63% aukningu frá fyrra ári! Gert er ráð fyrir að veltan í þessari verslun haldi áfram að aukast um 24-33% milli ára næstu tvö árin. Við hefðbundna bómullarræktun er notað ...

Orð dagsins 22. apríl 2008

Vísindamenn við Háskólann í San Fransisco segjast hafa fundið nýja aðferð til að framleiða bensín úr plöntuúrgangi. Aðferðin byggir á „samstarfi“ bakteríu, sem upphaflega fannst á frönskum ruslahaug upp úr 1980, og gersvepps.

Umrædd baktería getur framleitt asetöt úr plöntuleifum, sem gerillinn breytir síðan í metþlhalíðgas, sem hægt er að safna og breyta í vökva ...

Orð dagsins 21. apríl 2008

Í Noregi jókst sala á réttlætismerktum (sanngirnisvottuðum) vörum um tæp 74% milli áranna 2007 og 2008, en veltan í þessum viðskiptum fór upp í rúmlega 250 milljónir norskra króna á síðasta ári. Þar munar mestu um stóraukna blómasölu, en blómin eru nú komin fram úr kaffi hvað norskar sölutölur varðar. Þá jókst sala á réttlætismerktum ...

Orð dagsins 20. apríl 2009

Norska krónprinsparið Hákon og Mette Marit hefur ákveðið að taka upp lífræna búskaparhætti á búgarði sínum, Skaugen. Lífrænn búskapur er nú stundaður á um 2.500 bæjum í Noregi, en Skaugen verður einn af þeim stærstu þegar hann bætist í hópinn. Þar er nú ræktað korn og fóður á um 125 hekturum, búið hefur 220 ...

Orð dagsins 17. apríl 2009

Vísindamenn í Singapúr segjast hafa fundið nýja leið til að vinna metanól úr koltvísýringi. Koltvísýringurinn er þá látinn hvarfast við vetnissílön (sem að grunni til innihalda kísil og vetni) í návist tiltekinna efnahvata (N-heterocyclic carbenes (NHCs)), sem sagðir eru lausir við eitrunaráhrif. Þessi efnahvörf geta átt sér stað við stofuhita, sem gerir það að verkum ...

Orð dagsins 16. apríl 2008

Finnska ríkisstjórnin hefur ákveðið að tekið skuli tillit til umhverfisþátta í öllum innkaupum ríkisins og stofnana þess frá og með árinu 2015. Jafnframt er mælst til þess að a.m.k. 25% innkaupa til sveitarfélaga verði orðin vistvæn árið 2010 og 50% árið 2015. Árleg innkaup opinbera geirans í Finnlandi nema um 27 milljörðum evra ...

Orð dagsins 16. apríl 2009

Vegna hlýnandi loftslags gætu farfuglar þurft að leggja á sig allt að 400 km aukaflug vor og haust þegar líður á 21. öldina. Eftir því sem hlýnar færast sumarstöðvarnar norðar, en minni breytingar verða væntanlega á vetrarheimkynnunum. Meðal fugla sem gætu orðið illa úti í þessu má nefna ýmsa söngvara, en sumir þeirra eru allt ...

Orð dagsins 30. mars 2009.

Í síðustu viku tilkynntu kínversk stjórnvöld að þau hygðust styrkja sólarorkuiðnaðinn til að halda uppi eftirspurn og skapa ný störf. Stuðningurinn getur numið allt að helmingi framleiðslukostnaðar, en takmarkast við sólfangara á þökum. Því er talið að þessi aðgerð muni aðeins auka uppsett afl sólarorkuvera í Kína um svo sem 300 MW á þessu ári ...

Orð dagsins 27. mars 2009.

Barnaföt geta innihaldið þalöt, sem bæði eiga það til að vera krabbameinsvaldandi og trufla hormónastarfsemi líkamans. Þetta kom í ljós í athugun sem Umhverfisdeild Gautaborgar stóð fyrir. Þar voru skoðaðar 5 gerðir stuttermabola fyrir börn, og reyndust allir bolirnir innihalda þalöt. Þalötin leynast helst í myndum og letri á bolunum, einkum í upphleyptum eða háglansandi ...

Málþing í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 19. mars, kl. 12:15-13:30.

Undanfarin misseri hefur umræða um nýjar áherslur í atvinnuuppbyggingu á Íslandi verið áberandi. Sumir vilja halda því fram að umhverfisáherslur séu eða ættu að vera kjarninn í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Mikilvægt er að líta til reynslu annarra af mótun nýrra atvinnutækifæra. Leo Christensen hefur undanfarin 10 ...

Orða dagsins 9. mars 2009.

Í síðustu viku fékk sveitarfélagið Strömstad í Svíþjóð vottun sem réttlætisbær (Fairtrade town) og varð þar með 16. bærinn í Svíþjóð til að ná þessum áfanga. Réttlætisbæir þurfa að sýna fram á viðleitni til að stuðla að siðrænum viðskiptum, m.a. með því að bjóða upp á réttlætismerktar vörur á eigin kaffistofum, vinna að auknu ...

Orð dagsins 6. mars 2008.

Karlmenn með perflúoralkþlsambönd (PFOS og PFOA) í blóði framleiða minna af heilbrigðum sáðfrumum en aðrir menn, skv. nýrri rannsókn sem sagt var frá í tímaritinu Environmental Health Perspectives (EHP) fyrr í vikunni. Eins og fram kom í „Orðum dagsins“ 2. febrúar sl. hafa efni af þessu tagi verið notuð í ýmsar vörur. Þar má nefna ...

Orð dagsins 3. mars 2009.

Tilraunir borgaryfirvalda í Gautaborg með nýja stýringu götuljósa benda til að hægt sé að lækka rafmagnsreikning vegna ljósanna um 50-60% frá því sem nú er. Nýjungin felst í að setja upp skynjara sem stilla ljósstyrk eftir umferð og öðrum aðstæðum, í stað þess að ljósin logi á fullum styrk hvað sem á gengur. Auk sparnaðar ...

Orð dagsins 4. mars 2009.

Umhverfisráðherrar ríkja Evrópusambandsins (ESB) höfnuðu á dögunum kröfu Framkvæmdastjórnar sambandsins um að Austurríki og Ungverjalandi yrði gert að aflétta banni við ræktun á erfabreyttum maís af gerðinni MON 810 frá líftæknirisanum Monsanto, en þetta er eina erfðabreytta plantan sem leyfilegt er að rækta í atvinnuskyni í löndum ESB. Einstök ríki geta þá aðeins bannað þessa ...

Orð dagsins 3. mars 2009.

Ingvar Kamprad, eigandi IKEA, er langgrænasti ofurmilljarðamæringur Norðurlandanna skv. ný birtum árlegum lista Sunday Times (Sunday Times Green Rich List). Hann verður þó að sætta sig við þriðja sætið á heimsvísu, á eftir Warren Buffet og Bill Gates. Samtals er Ingvar talinn hafa fjárfest í endurnýjanlegri orku fyrir um 22 milljarða sterlingspunda (rúmlega 3.500 ...

Orð dagsins 2. mars 2009.

Ítalía, Spánn og Grikkland verða væntanlega mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum í Evrópu á þessari öld. Þar má gera ráð fyrir verulegu tjóni af hitabylgjum og skógareldum, sem m.a. munu skaða ferðaþjónustu og fæðuframleiðslu í þessum löndum. Verði ekkert að gert má reikna með að árlegt tjón vegna loftslagsbreytinga í löndum ESB verði um ...

Orð dagsins 27. febrúar 2009.

Í þessari viku fengu allir 6.500 leikskólarnir í Noregi sendar upplýsingar um verkefnið God start (eða „Ágætis byrjun“), en þar er á ferðinni fræðsluátak um umhverfismerkingar fyrir starfsfólk og börn á leikskólum. Verkefnið hefur staðið yfir í nokkur ár, en markmið þess er að byggja upp vitund og þekkingu um hin opinberu umhverfismerki, um ...

Orð dagsins 24. febrúar 2009.

Fjölmörg norsk sveitarfélög styrkja foreldra til kaupa á taubleyjum fyrir ungabörn. Styrkirnir nema allt að 1.000 norskum krónum (um 16.500 ísl. kr.) á hvert barn. Í sumum tilvikum sjá úrgangssamlög sveitarfélaganna um móttöku og afgreiðslu styrkumsókna, enda er tilgangurinn sá að draga úr kostnaði við meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt norskum tölum frá 2006 skilur ...

Orð dagsins 23. febrúar 2008.

Rúmlega 300 fyrirtæki í tískuiðnaðinum hafa undirritað yfirlýsingu sem miðar að því að draga úr neikvæðum áhrifum fatatískunnar á umhverfi og samfélag. Lord Philip Hunt, sjálfbærniráðherra Bretlands, kynnti þetta nýja samstarf á dögunum í tengslum við tískuvikuna í London. Samkvæmt opinberum tölum losar fataiðnaðurinn í Bretlandi árlega um 3,1 milljón tonna af koltvísýringi út ...

Orð dagsins 2. febrúar 2009.

Efnin PFOS (perflúoroktþlsúlfónat) og PFOA (perflúoroktansýra) virðast geta dregið úr frjósemi fólks. Í rannsókn, sem sagt er frá í nýjasta hefti tímaritsins Human Reproduction kom fram að konur með þessi efni í blóði verða seinna þungaðar en aðrar konur. Greinileg fylgni var á milli styrks efnanna í blóði og þess tíma sem leið frá fyrstu ...

Orð dagsins 30. janúar 2008.

Sala á lífrænt vottuðum vörum virðist enn fara heldur vaxandi, þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífi heimsins. Vöxturinn er þó mun minni en áður. Þannig var salan á þessum vörum í Bandaríkjunum um 5,6% meiri í desember 2008 en í sama mánuði árið áður. Þá hafði salan hins vegar aukist um 25,6% frá því ...

Orð dagsins 28. janúar 2009.

Virkjun vindorku gæti skapað allt að 12.000 ný störf í Svíþjóð á árunum fram til 2020, ef marka má nýja skýrslu frá sænsku vindorkusamtökunum (Svensk Vindenergi). Gríðarlegur vöxtur er í þessari grein víða um lönd. Þannig er gert ráð fyrir að fjárfestingar í vindorku í Evrópu muni nema um 2.200 milljörðum sænskra króna ...

Orð dagsins 26. janúar 2008.

Á miðvikudag kemur út geisladiskurinn „Ut i livet“ með sænska tónlistarmanninum Fredrik Swahn. Diskurinn er sérstakur að því leyti, að tekið var sérstakt tillit til umhverfisþátta í öllum undirbúningi útgáfunnar. Allt var þetta unnið í nánu samstarfi við skrifstofu Norræna Svansins í Svíþjóð, en Fredrik er einmitt félagi í sænska Svansklúbbnum, en það eru samtök ...

Orð dagsins 23. janúar 2008.

Skoskir viskþframleiðendur undirbúa nú byggingu 7,2 MW orkuvers, sem séð getur 9.000 heimilum fyrir hita og rafmagni. Í verinu verður brennt aukaafurðum úr viskþframleiðslunni, en hluti þeirra verður einnig nýttur til framleiðslu á áburði. Orka frá verinu verður annars vegar nýtt í fjarvarmaveitu, og hins vegar seld inn á landsnetið í formi rafmagns ...

Orð dagsins 22. janúar 2008.

Föt úr hampi, kasmírull og alpakkaull eru umhverfisvænni en önnur föt skv. nýrri norskri úttekt. Föt úr kindaull, hör og lífrænt ræktaðri bómull fylgja þar fast á eftir. Hins vegar eru föt úr annarri bómull, næloni og akrþl verstu valkostirnir frá umhverfislegu sjónarmiði, ásamt með fötum úr blöndu af bómull og pólþester. Í skýrslu um ...

Rafbílar og tvinnbílar eru áberandi á hinni árlegu bílasýningu sem nú stendur yfir í Detroit. Þar sýna m.a. bæði Honda og Toyota nýjar útgáfur af tvinnbílum sínum. GM og Ford leggja einnig mikla áherslu á þennan þátt á sýningunni, en framlag þriðja ameríska bílarisans, Chrysler, hefur ekki síst vakið athygli, þar sem áherslan á vistvæna bíla hefur þótt vera ...

Hægt væri að koma í veg fyrir 15.000 uppsagnir starfsmanna í norskum fyrirtækjum með því einu að spara orku sem nú er sóað með tilheyrandi kostnaði. Þetta er mat norsks sérfræðings í fjármálum fyrirtækja, sem kynnt var í tengslum við sparnaðarátakið „Snu strømmen“ (Straumhvörf), sem hleypt var af stokkunum í síðustu viku.
Lesið frétt Nettavisen 6. janúar sl.

Orð dagsins 8. janúar 2008

Japanir ætla að verða fyrstir upp úr efnahagslægðinni sem þjóðir heims eru nú staddar í. Þetta ætla þeir að gera með því að styðja myndarlega við umhverfisvæna framleiðslu og græna markaði, m.a. með því að veita fyrirtækjum á þessu sviði vaxtalaus lán. Um þessar mundir starfa um 1,4 milljónir manna í græna geiranum ...

Orð dagsins 7. janúar 2008

Tvö kínversk fyrirtæki tilkynntu á dögunum um sameiginleg áform sín um að reisa 30 MW sólarorkuver í norðvesturhluta Kína. Þetta er aðeins fyrsti hluti stærra verkefnis, og ef allt gengur upp gæti þetta orðið stærsta sólarorkuver í heimi með uppsett afl upp á 1 GW. Stærsta sólarorkuverkefnið sem tilkynnt hefur verið um til þessa er ...

Orð dagsins 18. desember 2008.

Búast má við að fjárfestingar í umhverfisvænni tækni fari vaxandi á næsta ári, þó að samdráttur verði í fjárfestingum á nær öllum öðrum sviðum viðskiptalífsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Samtök áhættufjárfesta í Bandaríkjunum (National Venture Capital Association (NVCA)) kynntu í gær.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Orð dagsins 17. desember.

Kúbumenn eru framarlega í staðbundinni ræktun matvæla, einkum í þéttbýli. Mikið af ræktuninni fer fram í samvinnugörðum, sem margir hverjir voru stofnaðir af stjórnvöldum eftir hrun Sovétríkjanna 1991. Eftir hrunið urðu Kúbumenn að verða sér úti um matvæli án þess að nota mikið af olíu, tilbúnum áburði og varnarnefnum, enda slíkur varningur illfáanlegur. Þessi ræktun var ...

Orð dagsins 16. desember 2008.

Púður og andlitsfarði getur innihaldið margvísleg efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta kemur fram í könnun sem danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) gerði nýlega á innihaldi 15 vörutegunda úr hvorum vöruflokki um sig. Allar vörutegundirnar að einni frátalinni, púðrinu MAC, Blot Powder Loose, innihéldu efni, sem ýmist eru hugsanlegir ofnæmisvaldar, geta ...

Á bloggsíðu Stefáns Gíslason „sjálfbæru bloggi“ fjallar hann um upplifun sína á fundi með Paul Hawken í Þjóðmenningarhúsinu þ. 14. desember:

Í gær sat ég skemmtilegan og uppörvandi fyrirlestur Paul Hawken í Þjóðmenningarhúsinu. Ég hef vitað af Paul síðustu 10 árin og bækurnar hans hafa legið á náttborðinu mínu. Ef maður ætti að telja upp 10 helstu umhverfisfrömuði í heiminum ...

14. desember 2008

Orð dagsins 12. desember 2008.

Mitt í niðursveiflunni í efnahagslífi heimsins er rífandi gangur í framleiðslu á búnaði til nýtingar sólarorku. Í „Sólardalnum“ í austurhluta Þýskalands eru verksmiðjur í þessari grein keyrðar á fullum afköstum og stjórnendur þeirra taka með ánægju við starfsmönnum sem misst hafa vinnuna í öðrum greinum atvinnulífsins. Árlegur vöxtur í sólarorkuiðnaðinum hefur verið um 60%. Búist ...

Orð dagsin 11. desember 2008.

Svitalyktareyðir getur innihaldið mikið af efnum sem eru skaðleg umhverfinu. Nýlega skoðuðu norsku samtökin Grønn Hverdag innihaldslýsingar 53 tegunda af svitalyktareyði á markaði þarlendis. Þar af innihéldu 23 tegundir efni sem norsk stjórnvöld telja sérlega skaðleg umhverfi og heilsu. Meðal þessara efna má nefna triclosan, sem fannst í 6 tegundum af umræddri vöru. Triclosan er ...

Orð dagsins 10. desember 2008.

Allt kirkjustarf í Haugesund og Tysvær í Noregi er komin með umhverfisvottun norska Umhverfisvitans. Þetta þýðir að allir söfnuðir á svæðinu uppfylla sérstakar kröfur Umhverfisvitans fyrir söfnuði, en þær snúast m.a. um flokkun úrgangs, orkusparnað, innra eftirlit, innkaup á réttlætismerktum (Fair Trade), lífrænt vottuðum og umhverfismerktum vörum, svo og um umhverfisáherslur í boðskap og ...

Orð dagsins 5. desember 2008.

Í gær lauk fyrstu hnattferð sögunnar á sólarorkubíl þegar svissneski kennarinn Louis Palmer ók í hlað bygginganna í Poznan í Póllandi, þar sem 14. ráðstefna aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (COP14) stendur nú yfir. Louis lagði upp frá Lucerne í Sviss í júlí 2007 og hafði því verið 17 mánuði á leiðinni. Samtals var vegalengdin 52 ...

Orð dagsins 27. nóvember 2008.

Vínber innihalda iðulega töluvert magn varnarefna. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu Evrópusambandsins (ESB) um varnarefnaleifar í matvælum. Í rannsókn þeirri sem skýrslan byggir á, voru m.a. tekin 2.479 sýni úr vínberjum sem seld eru í löndum ESB, svo og í Noregi, Lichthenstein og Íslandi. Varnarefnaleifar fundust í 72% vínberjanna, og í ...

Orð dagsins 26. nóvember 2008.

Leikhúsin á Broadway í New York áforma ýmsar aðgerðir til að minnka orkunotkun sína, í þeim tilgangi að draga úr kostnaði og minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar hefur 10.000 orkufrekum ljósaperum á svæðinu verið skipt út fyrir orkugrennri flúrperur. Meðal annarra sparnaðaraðgerða má nefna að búningar leikhúsanna verða hér eftir þvegnir við lægra hitastig en ...

Orð dagsins 25. nóbember 2008.

Bannað verður að nota frauðplastbakka undir matvörur í Kaliforníu ef tillögur frá hafverndarráði ríkisins ná fram að ganga. Með tillögum sínum vill ráðið minnka ruslið í hafinu, en slíkt er orðið verulegt vandamál í Kaliforníu eins og víðar á strandsvæðum. Frauðplastbakkar hafa þegar verið bannaðir í San Francisco og í 6 sýslum Kaliforníu. Hægt er ...

Orð dagsins 24. nóvember.

Nokia heldur forystu sinni í keppni Greenpeace um bestu umhverfisframmistöðu tölvu-, sjónvarps- og farsímaframleiðenda, en skýrsla um umhverfismál rafeindageirans, „Guide to Greener Electronics“, kom út í 10. sinn í dag. Reyndar hefur einkunn Nokia lækkað úr 7,0 í 6,9 frá því að skýrslan kom síðast út fyrir þremur mánuðum, en engu að síður er ...

Orð dagsins 20. nóvember 2008.

Í gær var tilkynnt að sænski snyrtivöruframleiðandinn Kicks hefði fengið vottun Norræna Svansins á heila snyrtivörulínu. Þetta þykir marka tímamót hvað varðar framboð á umhverfisvænum snyrtivörum, þar sem nú er hægt að kaupa heila línu af Svansmerktum húð- og hárvörur til ólíkra nota frá einum og sama framleiðandanum. Til að fá Svaninn þurfa snyrtivörur m ...

Orð dagsins 18. nóvember 2008.

Kaupmannahöfn er fyrsti réttlætisbærinn í Danmörku. Þetta var kunngjört um síðustu mánaðarmót þegar fulltrúi Max Havelaar afhenti Ritt Bjerregaard, aðalborgarstjóra Kaupmannahafnar, formlega staðfestingu á að borgin hefði uppfyllt skilyrði hvað þetta varðar. Þetta felur m.a. í sér að í ráðhúsi borgarinnar verður eingöngu boðið upp á réttlætismerkt („Fairtrade vottað“) te og kaffi, að borgin ...

Orð dagsins 17. nóvember 2008

Flestar gerðir rakfroðu (raksápu í úðabrúsum) innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi og heilsu. Í könnun sem danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) gerði nýlega, kom í ljós að aðeins ein tegund af 15 sem skoðaðar voru, var laus við slík efni ef marka má innihaldslýsinguna. Þrettán tegundir innihéldu ilmefni, sem geta hugsanlega ...

svansmerktu eldsneyti dælt á bifreiðOrð dagsins 14. nóvember 2008

Fyrsta umhverfisvottaða eldsneyti heimsins var dælt á bíl sl. þriðjudag af gasdælum fyrirtækisins FordonsGas Sverige AB, en þann dag fékk fyrirtækið formlega staðfestingu á því að eldsneytið hefði staðist kröfur Norræna svansins. Viðmiðunarkröfur Svansins fyrir eldsneyti, þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum, tóku gildi í lok júní á þessu ári. Kröfurnar taka til fjölmargra þátta ...

Orð dagsins 13. nóvember 2008.

Þann 3. desember nk. ætlar flugfélagið Air New Zealand í fyrsta sinn að nota lífeldsneyti á flugvél í áætlunarflugi. Um er að ræða 50:50 blöndu af venjulegu þotueldsneyti og eldsneyti sem unnið er úr jatropha-plöntunni. Jatropha vex á annars rþru landi í Afríku, nær þriggja metra hæð og ber óætar olíuríkar hnetur. Flugið 3 ...

Orð dagsins 11. nóvember 2008.

Á síðasta ári framleiddu norskar fiskeldisstöðvar samtals um 830.000 tonn af eldisfiski. Hins vegar þurfti um 2.500.000 tonn af sjávarfangi til að fóðra þennan eldisfisk, en það er um 200.000 tonnum meira en allar fiskveiðar Norðmanna 2007. Norsk náttúruverndarsamtök hafa bent á, að með fiskeldinu sé í raun verið að breyta ...

Orð dagsins 10. nóvember.

McDonalds hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið MBP Group um að framleiða lífdísil úr allri notaðri djúpsteikingarolíu frá veitingastöðum keðjunnar. Verkefnið hófst upphaflega í apríl 2008, en nú verður framleiðslan sett á fullt. Safnað verður olíu frá öllum McDonalds stöðum í Svíþjóð, en þeir eru nú um 230. Stefnt er að því að allir flutningabílar ...

Orð dagsins 7. nóvember.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að bæta kolrörum (e: Carbon nanotubes) á lista yfir þau efni sem falla undir ákvæði reglugerðar Evrópusambandsins um efni, REACH. Hingað til hefur ekki verið talin þörf á að hafa kolefni á þessum lista, en viðhorf hafa breyst hvað þetta varðar vegna vísbendinga um hugsanleg neikvæð áhrif kolefnisagna í nanóstærð á heilsu ...

Ýmsir velta því fyrir sér þessa dagana hvaða áhrif yfirstandandi bankakreppa hafi á framgang umhverfismála. Í þessu sambandi vaknar m.a. sú spurning hvort umhverfismálin hljóti ekki að verða útundan við núverandi aðstæður, einfaldlega vegna þess að nota þurfi peningana í annað mikilvægara.

Ekkert einhlítt svar
Í þessu máli gildir það sama og annars staðar, að hér er ekki til ...

04. nóvember 2008

Orð dagsins 3. nóvember 2008.

Ákvörðun borgaryfirvalda í New York um auknar umhverfiskröfur til leigubílaflota borgarinnar var hnekkt í undirrétti sl. föstudag á þeirri forsendu að reglugerðir um útblástur frá bílum heyrðu undir alríkisstjórnina í Washington, en ekki einstakar borgarstjórnir. Ætlunin var að allir nýir leigubílar í New York yrðu að uppfylla skilyrði um 7 lítra hámarkseyðslu á hverja 100 ...

Orð dagsins 28. október 2008.

Heimurinn ætti að geta verið orðinn alveg óháður jarðefnaeldsneyti árið 2090, ef marka má nýja skýrslu sem Greenpeace og Evrópuráðið um endurnýjanlega orku (EREC) kynntu í gær, undir yfirskriftinni „Energy [r]evolution“. Til þess þarf þó að koma til gríðarleg fjárfesting í orkugeiranum fram til ársins 2030. Samkvæmt skýrslunni ætti markaðshlutdeild endurnýjanlegrar orku að geta ...

Orð dagsins 27. október 2008.

Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) hefur hleypt af stokkunum sérstöku átaki til að vekja athygli unglingsstúlkna á þeim hættum sem fylgja mikilli notkun á snyrtivörum. Samkvæmt könnun sem Miljøstyrelsen lét nýlega gera, nota rúmlega 70% 13-16 ára stúlkna snyrtivörur með ilmefnum daglega. Nær þriðjungur þeirra hefur fengið exem, útbrot eða kláða í tengslum við þessa notkun, og ...

Orð dagsins 23. október 2008.

Þing Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær reglur sem skylda sveitarstjórnir og rútufyrirtæki til að taka aukið tillit til umhverfisþátta við innkaup á farartækjum. Vonir standa til að með þessu megi auka hlut visthæfra farartækja í bílaflotum sveitarfélaga verulega, þannig að árlega kaupi þessir aðilar innan ESB um 110.000 visthæfa fólksbíla, 110.000 sendibíla, 35 ...

Orð dagsins 22. október 2008.

Dagvöruverslunin ICA Supermarket í Skanör í Suður-Svíþjóð fékk vottun Norræna svansins á dögunum. Þar með eru 300 dagvöruverslanir í Svíþjóð komnar með Svaninn. ICA Maxi stórmarkaðirnir hafa verið leiðandi í þessu starfi, en sífellt fleiri smáverslanir hafa sóst eftir vottun upp á síðkastið. Til að fá Svaninn þurfa verslanirnar m.a. að bjóða upp á ...

Orð dagsins 21. október 2008.

Franski bílaframleiðandinn Renault hefur hafið samstarf við spænsk yfirvöld um rafbílavæðingu Spánar. Vonir standa til að fyrir árslok 2011 verði um 1 milljón rafbíla komin á götuna. Raforkufyrirtæki á Spáni hafa einnig sýnt verkefninu áhuga. Vonir standa til að verkefnið hleypi nýju lífi í framleiðsluna hjá Renault, en sala á nýjum bílum hefur dregist mjög ...

Orð dagsins 20. október.

Norræni svanurinn er eitt af fjórum áreiðanlegustu umhverfismerkjum í heimi, samkvæmt úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið ERM gerði fyrir breska umhverfisráðuneytið. Úttektin náði til 207 mismunandi merkja. Auk Svansins vermdu Blái engillinn í Þýskalandi, Evrópublómið og ný sjálenska merkið Environmental Choice toppsætin í úttektinni.
Lesið frétt Grønn Hverdag í Noregi 17. okt. sl.,
frétt á heimasíðu Svansins í ...

Orð dagsins 14. október.

Ný bandarísk rannsókn bendir til að efnið bisphenol-A, sem m.a. er blandað í hart og glært pólþkarbónatplast, sem m.a. er notað í pela og drykkjarmál fyrir börn, sé hættulegra en hingað til hefur verið talið. Í þessu sambandi beinast sjónir manna einkum að hugsanlegum skaðlegum áhrif efnisins á heila og blöðruhálskirtil ófæddra og ný ...

Orð dagsins 13. október.

Norðmenn hafa náð bestum árangri Norðurlandaþjóða við beitingu hagrænna stjórntækja til að draga úr koltvísýringslosun frá umferð. Í þessu sambandi hefur reynst best að tengja gjaldtöku beint við athafnir greiðenda, svo sem við kaup á bílum eða eldsneyti og með innheimtu vegtolla. Eingreiðslur sem bætast við kaupverð bíla við fyrstu skráningu virðast hafa skilað mestum árangri ...

Orð dagsins 10. október 2008.

Þeir fjármunir sem tapast í bankakreppunni komast ekki í hálfkvisti við þau verðmæti sem tapast vegna eyðingar regnskóga. Talið er að fjármálakerfið hafi nú þegar tapað 1-1,5 trilljónum Bandaríkjadala vegna bankakreppunnar, en áætlað árlegt verðmætatap vegna eyðingar regnskóga er talið vera á bilinu 2-5 trilljónir dala á ári. Þetta kemur fram í svonefndri Teep-skýrslu ...

Orð dagsins 9. október 2008.

Sérfræðingar á sviði umhverfismála ættu að sitja í stjórn allra fyrirtækja. Slík ráðstöfun væri ekki aðeins góð fyrir umhverfið, heldur einnig rekstur fyrirtækjanna. Bætt umhverfisframmistaða fyrirtækja stuðlar ekki aðeins að verndun mikilvægra tegunda lífvera, því að um leið minnkar úrgangur, ný störf skapast og hagnaður eykst. Þetta kom fram í máli Valli Moosa, forseta alþjóðanátturuverndarsamtakanna ...

Orð dagins 8. október 2008.

Færni lífvera til að komast af við ólíklegustu aðstæður er mikilvæg uppspretta nýsköpunar í iðnaði. Mörg fyrirtæki hafa þegar nýtt sér lífhermun (e: Biomimicry) til að þróa nýjar vörur. Þannig hafa bægsli hnúfubaka kennt mönnum að hanna vindmylluspaða sem halda áfram að hreyfast í hægri golu, og sömuleiðis búa lótusblóm yfir tækni sem ný st ...

Orð dagsins 7. október 2008.

Umhverfisstofnun Noregs (SFT) fann nýlega mikið magn hættulegra efna í hálsmenum fyrir börn. Hálsmenin innihéldu m.a. mikið af etþlenglþkóli, þalötum og nikkel. Etþlenglþkól er notað í frostlög og getur orsakað alvarlegar eitranir, þalöt geta truflað hormónastarfsemi líkamans og nikkel er þekktur ofnæmisvaldur. Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) hefur áður fundið skartgripi sem leka þungmálmum og eiturefninu ...

Orð dagsins 1. október 2008.

Í síðustu viku var hleypt af stokkunum í Noregi sérstöku átaki til kynningar á helstu merkjum sem nýtast fólki í leit þess að sjálfbærum lífsháttum. Þarna er um að ræða Norræna svaninn, Evrópublómið, norska Ø-merkið fyrir lífræna framleiðslu og MaxHavelaar réttlætismerkið („Fairtrade“). Átakið er hið fyrsta sinnar tegundar þar sem aðstandendur allra þessara merkja vinna ...

Orða dagsins 30. september 2008.

Yfirstandandi lausafjárkreppa gæti seinkað þróun lífeldsneytis, bæði vegna þess að lánsfé er nú dýrara og óaðgengilegra en áður og vegna þess að stjórnvöld einstakra ríkja gætu neyðst til að draga úr styrkjum og niðurgreiðslum til rannsókna og framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þannig hefur Barack Obama, forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna, sagt að hann gæti þurft að endurskoða ...

Þalöt, parabenar, moskussambönd og triclosan voru meðal þeirra efna sem fundust í blóði og þvagi bandarískra unglingsstúlkna í ný legri rannsókn umhverfisverndarsamtakanna Environmental Working Group (EWG).

Tuttugu stúlkur á aldrinum 14-19 ára víða að úr Bandaríkjunum tóku þátt í rannsókninni, sem beindist að efnum sem algeng eru í snyrtivörum af ýmsu tagi. Leitað var að 25 mismunandi efnum. Á bilinu ...

Orð dagsins 26.september 2008.

Lesendur norska Dagblaðsins geta nú spreytt sig vikulega á dálitlu prófi sem reynir á kunnáttu þeirra í umhverfis- og loftslagsmálum. Fyrsta prófið birtist á vefsíðu Dagblaðsins í gær. Grønn Hverdag sér um prófasmíðina, en verkefnið tengist norska loftslagsklúbbnum sem stofnaður var 1. september sl.
Takið fyrsta prófið á dagbladet.no,
skoðið heimasíðu Loftslagsklúbbsins
og rifjið ...

Orð dagsins 26. september 2008.

Fyrsta sjávarorkuverið sem selur raforku inn á landsnet, var tekið í notkun í Portúgal í fyrradag. Í verinu, sem er staðsett um 5 km frá landi, er notast við svonefnda Pelamis- eða sjósnákatækni, sem byggir á löngum samsettum hólkum sem mara í hálfu kafi og breyta ölduhreyfingum í raforku. Þrír slíkir 140 m langir „snákar ...

Orð dagsins 24. september 2008.

Fjórar stærstu dagvöruverslanakeðjurnar í Noregi, þ.e.a.s. NorgesGruppen, Coop, Rema 1000 og ICA, hafa ritað landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs bréf, þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að stuðla að aukinni framleiðslu lífrænna matvæla. Þetta telja forsvarsmenn verslananna nauðsynlegt til að bregðast við eftirspurn eftir þessum vörum, en eftirspurnin ...

Orð dagsisn 23. september 2008

Nokia hefur náð afgerandi forystu í keppni Greenpeace um bestu umhverfisframmistöðu tölvu-, sjónvarps- og farsímaframleiðenda, en skýrsla um umhverfismál rafeindageirans, „Guide to Greener Electronics“, kom út í 9. sinn á dögunum. Frá því að skýrslan kom síðast út fyrir þremur mánuðum hefur Nokia bætt aðstöðu til móttöku á ónýtum rafeindatækjum á Indlandi, og er það ...

Kvikmyndasýningar
Fimmtudagana 4. og 11. september kl 12:15
The story of stuff eftir Annie Leonard

Framtíðarlandið
5. september kl 15:00
Kynning á samtökunum og hvað er á döfinni

Náttúran.is kemur Íslandi á græna kortið
6. september kl 15:00
Náttúran.is kynnir græna Íslandskortið

Græna Íslandskortið byggist á kortlagningu vistænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi ...

Orð dagsins 28. ágúst 2008.

Um 40% af Ástralíu er enn nær ósnert af mönnum að því er fram kemur í nýrri skýrslu. Samtals eru víðerni Ástralíu um 3 milljónir ferkílómetra, eða um þrítugföld stærð Íslands. Í skýrslunni kemur fram að mikilvægt sé að vernda þessi svæði eftir föngum, því að í raun séu þau álíka mikilvæg fyrir lífríkið á ...

Orð dagsins 26. ágúst 2008.

Flestar tegundir húðkrema („bodylotion“) innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu (IMS). Í könnuninni voru skoðaðar 10 tegundir húðkrema. Níu þeirra innihéldu ilmefni. Í 6 tilvikum var þar um að ræða tilkynningarskyld efni sem vitað er að geta valdið ofnæmi ...

Orð dagsins 20.ágúst 2008.

Lífræn mjólkurframleiðsla fer ört vaxandi í Noregi. Þannig hefur mjólkursamlagið Tine tekið á móti 20% meiri lífrænt vottaðri mjólk en á sama tíma í fyrra. Þá hefur 21 kúabóndi innan samlagsins skipt úr hefðbundinni ræktun yfir í lífræna ræktun það sem af er árinu. Tine styður þessa þróun með ýmsu móti í samræmi við stefnu ...

Orð dagsins 19. ágúst 2008.

Íbúar á dönsku eyjunni Samsø hafa nú náð því markmiði sem þeir settu sér fyrir 11 árum, að verða sjálfum sér nægir með orkuöflun. Orkuþörf um 4.000 eyjarskeggja er nú mætt með nýtingu lífmassa, vindorku og sólarorku. Enn nota þó einhverjir olíu, en sala á endurnýjanlegri raforku til meginlandsins gerir meira en að vinna ...

Orð dagsins 13. ágúst 2008.

Sameiginlegir reiðhjólaflotar verða sífellt vinsælli í bandarískum háskólum. Með þessu móti er dregið úr álagi á umhverfið, komist hjá umferðarteppum, dregið úr kostnaði vegna eldsneytis og bílastæða og stuðlað að betri líðan. Samtökin AASHE, sem beita sér fyrir aukinni sjálfbærni í æðri menntun, halda saman skrá yfir verkefni af þessu tagi. Á skránni er nú ...

Orð dagsins 5. ágúst 2008

Samverkandi þættir geta magnað upp eitrunaráhrif efna, þótt skammtarnir af efnunum hverju um sig teljist skaðlausir. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð eru truflanir á þroska taugakerfis tíðari í færeyskum börnum en í börnum á Seychelles-eyjum. Báðir hóparnir umgangast metþlkvikasilfur, sem getur skaðað taugakerfið.

Munurinn á hópunum liggur hins vegar í ...

Orð dagsins 3. júlí 2008

Jarðvegseyðing ógnar fæðuöryggi um fjórðungs mannkyns samkvæmt nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Um 20% af öllum ræktuðum svæðum heimsins, um 30% af skógum og 10% af graslendi eiga nú undir högg að sækja vegna jarðvegseyðingar. Þessu fylgir minnkandi uppskera, fólksflutningar, óöryggi í fæðuöflun, tjón á vistkerfum og tap á lífrræðilegri fjölbreytni, bæði ...

Orð dagsins 2. júlí 2008

Borgaryfirvöld í Peking tóku 300.000 bíla úr umferð í gær. Þarna var um að ræða bíla sem uppfylla ekki mengunarkröfur yfirvalda, og verður notkun þeirra bönnuð til 20. september nk. Tilgangurinn er að draga úr loftmengun og umferðaröngþveiti á meðan 29. sumarólympíuleikarnir standa yfir 8.-24. ágúst nk.

Ýmislegt fleira hefur verið gert í ...

Orð dagsins 1. júlí 2008

Bannað verður að urða niðurbrjótanlegan úrgang í Noregi frá og með 1. júlí 2009. Norska umhverfisráðuneytið gaf út tilkynningu um þetta í gær, en bannið hefur verið í undirbúningi frá því á árinu 2004 að tillögu Umhverfisstofnunar Noregs (SFT). Urðunarbanninu er ætlað að leiða til aukinnar endurvinnslu, svo sem á pappír, timbri, taui og matarleifum ...

Orð dagsins 30. júní 2008

Norræna umhverfismerkjanefndin samþykkti á dögunum viðmiðunarkröfur fyrir svansmerkt eldsneyti, þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Kröfurnar taka til fjölmargra þátta á öllum vistferli eldsneytisins, allt frá vinnslu hráefna og þar til eldsneytinu er brennt. Kröfurnar snúast þannig m.a. um val á ræktunarlandi, ræktunaraðferðir, framleiðslu, flutninga og brennslu. Kröfurnar fela m.a. í sér tilgreinda ...

Orð dagsins 27. júní 2008

Sjö af hverjum 10 ökumönnum í Noregi keyra um með allt of lítið loft í hjólbörðum bíla sinna. Afleiðingin er minna öryggi og meiri koltvísýringslosun en ella. Áætlað er að þetta kæruleysi Norðmanna kosti þá um einn milljarð norskra króna (um 16 milljarða ísl. kr.) á ári í auknum eldsneytiskostnaði! Almennt má ætla að eldsneytiseyðsla ...

Orð dagsins 27. júní 2008

Aðeins Sony og Sony Ericsson fá hærri einkunn en 5 á nýjum einkunnaskala Greenpeace fyrir umhverfislega frammistöðu tölvu-, sjónvarps- og farsímaframleiðenda, en skýrsla um umhverfismál rafeindageirans, Guide to Greener Electronics, kom út í 8. sinn á dögunum. Almennt hefur einkunn framleiðenda lækkað, en það stafar af hertum kröfum Greenpeace varðandi eiturefni, raftækjaúrgang og loftslagsbreytingar. Nintendo ...

Orð dagsins 25. júní 2008

Mikið misræmi er milli orða og gjörða norskra neytenda hvað umhverfismál varðar. Í nýrri könnun Umhverfisstofnunar Noregs (SFT) kom í ljós, að um 40% landsmanna telja sig vera mjög umhverfismeðvitaða. Hins vegar svipast aðeins 15% alla jafna um eftir Norræna svaninum og Evrópublóminu þegar þeir kaupa inn, rúmur þriðjungur hendir sparperum í ruslið eins og ...

Orð dagsins 24.júní 2008

Þriðja árið í röð vermir Ford Focus 1,8 Flexifuel toppsætið á lista samtakanna Gröna bilister (Grænt bílafólk) í Svíþjóð. Í öðru sæti er gasbíllinn Volkswagen Touran, en tveir aðrir etanóldrifnir Fordbílar deila með sér þriðja sætinu. Notagildi bílanna hefur meira vægi í lista ársins en fyrri ár, en bestu bílarnir eru valdir af nokkrum ...

Orð dagsins 20. júní 2008

Tækniráð Noregs (Teknologirådet) hefur lagt til við norsk stjórnvöld að tekin verði upp loftslagsmerking á matvörum til að auðvelda framleiðendum og neytendum að draga úr neikvæðum áhrifum framleiðslu og neyslu á loftslag jarðar. Til að þetta geti orðið að veruleika þurfa stjórnvöld að huga að þremur þáttum: Í fyrsta lagi þarf að byggja upp þekkingu ...

FiskvottunarmerkiOrð dagsins 19.júní 2008

Ufsaveiðar Norðmanna fengu í gær umhverfisvottun alþjóðlegu vottunarsamtakanna MSC (Marine Stewardship Council). Þetta er fyrsta MSC-vottunin sem norskar útgerðir fá, en með þessu verður hægt að markaðssetja og selja um 250.000 tonn af MSC-vottuðum norskum ufsa árlega. Samtök útvegsmanna í Noregi (Fiskebåtredernes Forbund) líta á vottunina sem mikilvægan þátt í að undirstrika lögmæti og ...

Orð dagsins 18. júní 2008

Þing Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær ný markmið í úrgangsmálum í þeim tilgangi að draga úr urðun úrgangs og tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt þessu á endurnýtingar- og endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs að vera komið upp í 50% fyrir árið 2020. Sama hlutfall fyrir byggingarúrgang á að verða 70% fyrir sama tíma. Samþykktin öðlast þó ekki lagalegt gildi ...

Orð dagsins 16. júní 2008

Á árinu 2006 sluppu rúm 500 tonn af brómeruðum eldvarnarefnum út í umhverfið með norskum úrgangi, þar af um 70% með raftækjaúrgangi sem ekki var skilað inn til endurvinnslu. Norðmenn stefna að því að ná tökum á brómeruðum eldvarnarefnum í úrgangi fyrir árið 2010, en nokkur þessara efna hafa tilhneigingu til að safnast upp í ...

Orð dagsinsn 13.júní 2008

Orkuveita Kyrrahafsstrandar Kaliforníu (Pacific Gas & Electric Co) ætlar að verja milljörðum dollara á næstu árum til að búa raforkukerfið undir að taka við miklum fjölda tengiltvinnbíla í hleðslu. Að mati fyrirtækisins mun það taka 10-20 ár að byggja upp fullkomið gagnvirkt kerfi („smart-grid“), sem auðveldar fólki að hlaða bílana á þeim tíma sólarhringsins sem ...

Fjárfestar á sviði endurnýjanlegrar orku telja að aðeins 5 ár muni líða þar til virkjun haföldu og sjávarfalla verði farin að skila jafnmikilli orku og vindrafstöðvar gera í dag. Hingað til hefur verið talað um 20 ára bið í þessu sambandi, en nú þykjast menn sjá teikn á lofti um að tækni fyrir sjávarvirkjanir muni taka stökk fram á við ...

Orð dagsins 6. júní 2008

WWF hefur sett upp sérstaka reiknivél á netinu, þar sem börn geta reiknað út vistfræðilegt fótspor sitt. Reiknivélin ný tist vel í umhverfisfræðslu og gefur m.a. vísbendingar um hvernig best sé að haga innkaupum.

Auk reiknivélarinnar hefur verið útbúinn sérstakur fræðslupakki, sem ný tist á öllum skólastigum frá leikskóla upp í framhaldsskóla.
Lesið frétt ...

Nýjar athugunar DuPont og BP benda til að unnt sé að keyra óbreytta bensínbíla á 16% bútanólblöndu. Almennt er miðað við að hámarkshlutfall íblandaðs etanóls í bensíni sé 10% miðað við að engar breytingar séu gerðar á bílunum. Bútanól er framleitt úr sömu hráefnum og etanól, en sá möguleiki að geta blandað því út í bensín í hærra hlutfalli eykur ...

Orð dagsins 2. júní 2008

Flest eða öll brúnkukrem innihalda efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) kannaði nýlega efnainnihald í 10 mismunandi kremum af þessu tagi. Ekkert þeirra var alveg laust við varasöm efni. Átta af þessum 10 tegundum innihéldu ilmefni, og þar af fundust skráningarskyldir ofnæmisvaldar í 6 vörutegundum. Sjö af ...

Orð dagsins 29. maí 2008

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti því yfir í vikunni að Þjóðverjar myndu leggja fram 500 milljónir evra (um 57,7 milljarða ísl. kr.) fram til ársins 2012 til að stuðla að verndun skóga í heiminum. Þessi upphæð kemur til viðbótar árlegu framlagi Þjóðverja, sem nú er um 200 milljónir evra. Eftir árið 2012 verður árlega ...

Orð dagsins 28. maí 2008

Kolefnisfótspor innfluttra matvæla getur verið um 100 sinnum stærra en fótspor matvæla sem upprunnin eru úr næsta nágrenni. Í athugun á vegum háskólans í Nottingham í Englandi var borin saman losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings hráefna í mismunandi rétti á 40 veitingastöðum í London. Í þeim tilfellum þar sem hráefnin voru upprunnin utan Evrópu var losun ...

Orð dagsins 26. maí 2008

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) ætlar að leggja til að alvarleg brot á lögum um umhverfismál verði látin varða við hegningarlög í ríkjum sambandsins, en hingað til hafa hegningarlög ekki gilt um brot af þessu tagi. ESB skiptir sér yfirleitt ekki af refsilöggjöf aðildarlanda, og því þykir þessi tillaga marka tímamót. Verði þessi áform af veruleika, myndu ...

Orð dagsins 23. maí 2008

Sala á sanngirnisvottuðum/réttlætismerktum vörum („Fairtrade“) jókst um 47% milli áranna 2006 og 2007, en á síðasta ári keyptu neytendur slíkar vörur fyrir samtals 2,3 milljarða evra (um 265 milljarða ísl. kr.). Um ein og hálf milljón framleiðenda og verkamanna í 58 þróunarlöndum nutu góðs af þessari sölu. Sala á réttlætismerktum ávaxtasafa fjórfaldaðist, sala ...

Í dag er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Að þessu sinni er dagurinn helgaður líffræðilegri fjölbreytni og landbúnaði, en landbúnaður er einmitt gott dæmi um það hvernig athafnir manna geta haft afgerandi áhrif á vistkerfi jarðarinnar. Í umræðu dagsins verður lögð sérstök áhersla á mikilvægi sjálfbærs landbúnaðar, ekki aðeins til að vernda líffræðilega fjölbreytni, heldur einnig til að tryggja fæðu fyrir ...

Orð dagsins 21. maí 2008

Vísbendingar hafa komið fram um að sumar gerðir af kolrörum (e: Carbon nanotubes) geti valdið svipuðum heilsufarsvandamálum og asbest, berist þau ofan í lungu manna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar breskra og bandarískra vísindamanna, sem birtust í tímaritinu Nature Nanotechnology í gær. Kolrör voru fyrst uppgötvuð fyrir tæpum 20 árum og hafa af sumum ...

Orð dagsins 20. maí 2008 

Nú hafa rúmlega 50 hótel og gistiheimilli í Þýskalandi, Austurríki og víðar fengið vottun sem lífræn hótel, en til þess að fá slíka vottun þurfa viðkomandi staðir að bjóða upp á lífrænan mat og drykk eingöngu, nema í sérstökum undantekningartilvikum, enda sé gestum þá gerð grein fyrir frávikunum. Einnig þarf að uppfylla aðrar kröfur um ...

Orð dagsins 19. maí 2008

Flest bendir til að erfitt verði að ná því markmiði að hægja á tapi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir árið 2010. Talið er að þrjár tegundir lífvera deyi út á hverri klukkustund, en engin dæmi eru um svo hraða hnignun lífríkisins frá því að risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára. Fjölgun mannkyns, mengun og loftslagsbreytingar ...

Orð dagsins 16. maí 2008

Í gær kynnti Umhverfisstofnun Svíþjóðar (Naturvårdsverket) úthlutun svonefndra KLIMP-styrkja til ýmissra verkefna sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að þessu sinni var úthlutað 480,6 milljónum sænskra króna, (um 5,9 milljörðum ísl. kr). KLIMP-verkefninu (Klimatinvesteringsprogrammet) var hleypt af stokkunum árið 2003. Síðan þá hefur samtals verið úthlutað styrkjum upp á 2 milljarða ...

Orð dagsins 14. maí 2008

Marina Silva, umhverfisráðherra Brasilíu, sagði af sér í gær eftir að hafa orðið undir í ríkisstjórn landsins í viðleitni sinni til að vernda einstaka náttúru Amazonskóganna. Afsögn hennar er sögð vera mikið áfall fyrir þá sem vinna að náttúruvernd, bæði í Brasilíu og á alþjóðlegum vettvangi. Marina beitti sér gegn ýmsum áformum um skógarhögg, ræktun ...

Orð dagsins 13. maí 2008

Vonir eru bundnar við framleiðslu á lífeldsneyti úr tiltekinni tegund af dúrru (sætri dúrru, e: Sweet sorghum, l: Sorghum bicolor (L.) Moench). Þessi dúrrutegund er afar harðger og þolir vel bæði þurrka og flóð. Plantan myndar allt að þriggja metra háa stöngla. Axið, sem situr efst á stönglinum, er notað til manneldis og í skepnufóður ...

Orð dagsins 9. maí 2008

Í síðustu viku kynnti Nicholas Stern, fyrrum hagfræðingur Alþjóðabankans, nýja skýrslu sína um nauðsynleg áhersluatriði í þeim alþjóðlegu samningum sem framundan eru um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrri skýrsla Sterns, sem kom út í nóvember 2006, vakti mikla athygli, en þar voru loftslagsbreytingar af mannavöldum ræddar í hagfræðilegu samhengi. Í nýju skýrslunni, „Key Elements of ...

Orð dagsins 8. maí 2008

Hætta er á að nokkrar tegundir hrægamma verði útdauðar í Asíu áður en áratugur er liðinn, en árlega fækkar einstaklingum sumra þessara tegunda um allt að 40%. Þessi mikla fækkun er rakin til þess að gammarnir hafi nærst á hræjum dýra, sem gefið hefur verið bólgueyðandi lyfið Diclofenac, sem að grunni til er það sama ...

Svíar henda um 20% af öllum mat sem þeir kaupa. Þetta gildir jafnt um mötuneyti, veitingastaði og heimili. Misheppnuð hönnun umbúða á stóran þátt í þessu. Þannig er ávinningurinn af því að kaupa matvörur í stórpakkningum stundum ofmetinn, því að hætta er á að meiru sé hent fyrir bragðið. Drykkjarfernur með skrúfaðan plasttappa eru annað dæmi um misheppnaða hönnun, þar ...

Orð dagsins 5. maí 2008

Kvartanir vegna græný vottar í breskum auglýsingum voru fjórfalt fleiri á árinu 2007 en árið áður. Alls barst 561 kvörtun af þessum toga árið 2007, vegna 410 auglýsinga með staðhæfingum um umhverfislegt ágæti þess sem auglýst var.

Umkvörtunarefnin voru m.a. villandi fullyrðingar um takmarkaða losun gróðurhúsalofttegunda og óábyrg notkun hugtaka á borð við „sjálfbært ...

Sætuefnið súkralósi hefur fundist í hafinu og á hafsbotni í allt að 2 km fjarlægð frá útrásum norskra skolphreinsistöðva. Engar vísbendingar hafa fundist um að efnið hafi skaðleg áhrif á menn eða aðrar lífverur. Hins vegar bendir tilvist þess í hafinu til að það brotni seint niður í náttúrunni. Þess vegna telur Umhverfisstofnun Noregs (SFT) ástæðu til að rannsaka málið ...

Á dögunum kynntu norsk stjórnvöld fyrstu viðmiðunarreglurnar fyrir vistvæn innkaup opinberra aðila þar í landi. Reglurnar ná til að byrja með til 7 vöruflokka, en síðar á árinu koma út reglur fyrir 9 flokka til viðbótar. Viðmiðunarreglurnar voru úbúnar af samráðshópi um vistvæn opinber innkaup (Innkjøpspanelet) í framhaldi af samþykkt framkvæmdaáætlunar ríkisstjórnar Noregs um vistvæn opinber innkaup frá því á ...

Orða dagsins 17. apríl 2008

Framleiðandinn NanoCover hefur tekið gluggahreinsiefnið Selvrensende Glas af markaði í Danmörku eftir að Per Møller, prófessor við Tækniháskóla Danmerkur (DTU), varaði við hugsanlegri skaðsemi virka efnisins í vörunni, nanó-títaníumdíoxíðs, fyrir húð manna. Selvrensende Glas var þeirrar náttúru að eftir að það hafði einu sinni verið borið á gler, sá glerið um að hreinsa sig sjálft ...

Orð dagsins 16. apríl 2008

Á síðasta ári keyptu Danir réttlætismerktar vörur („Fairtrade“) fyrir um 294 milljónir DKK (tæplega 4,7 milljarða ísl. kr.). Þetta er 70% aukning frá árinu áður! Söluaukningin milli ára varð þó enn meiri í Noregi og Svíþjóð. Í Noregi jókst salan um 110% milli ára og um hvorki meira né minna en 165% í Svíþjóð ...

Á dögunum voru úttektaraðilar á vegum Green Globe á ferð um Snæfellsnes til að meta árangur heimamanna á sviði sjálfbærrar þróunar. Úttektin er undanfari vottunar sveitarfélaganna fimm á nesinu og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls samkvæmt staðli Green Globe fyrir samfélög. Það mun svo koma í ljós á næstu vikum hvort Snæfellingar hafi staðist prófið.

Kjartan Bollason frá Háskólanum á Hólum leiddi úttektina ...

Orð dagsins 15. apríl 2008

Í gær þrefaldaðist fjöldi svansmerktra veitingastaða í Svíþjóð þegar 9 veitingahús á vesturströndinni fengu afhentar staðfestingar á að þau hefðu staðist umhverfiskröfur Norræna svansins. Samstarf veitingahúsanna þykir sérstakt, þar sem þau eru nokkuð dreifð landfræðilega og höfðu engin sérstök tengsl fyrir, að öðru leyti en því að fyrirtækið Diskteknik
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í ...

Orð dagsins 14. apríl 2008

Brómeruð eldvarnarefni og ýmis flúorsambönd finnast í vaxandi mæli í dýrum á Norðurheimskautssvæðinu, svo sem í ísbjörnum, heimskautarefum, svartbökum, hvítmáfum, ísmáfum og skúmum. Þessi efni eru gjarnan kölluð „nýju eiturefnin“ til aðgreiningar frá t.d. DDT og PCB, sem eru á sama hátt kölluð „gömlu eiturefnin“. Nýju eiturefnin er að finna í ýmsum neysluvörum samtímans ...

Skattlagning ökutækja og eldsneytis er til umræðu í Morgunblaðinu í dag, enda málið ofarlega á baugi í framhaldi af mótmælum atvinnubílstjóra og jeppaeigenda gegn háu eldsneytisverði. Eins og fram kemur í Mogganum - (og ég hef líka minnst á á blogginu, sbr. bloggfærslu 28. mars sl.) - þá er þess að vænta að starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins skili tillögum sínum um breytta ...

13. apríl 2008

Umgengni við húsdýr getur dregið úr kvíða og aukið sjálfstraust fólks, samkvæmt niðurstöðum norskrar rannsóknar sem birtist í dag í tímaritinu Clinical Practice and Epidemiology in Mental Health.

Mönnum hafa lengi verið kunnug jákvæð áhrif gæludýra á geðheilsu fólks, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem áhrif sveitavinnu á geðheilsuna eru tekin fyrir í vísindalegri rannsókn. Rannsóknin náði til ...

Aldrei hefur verið meira af plastrusli á fjörum Bretlands en einmitt nú. Samtökin Marine Conservation Society hafa kannað ástandið reglulega síðustu árin, og í síðustu úttekt kom í ljós að magnið hefur aukist um 126% frá því að fyrsta úttektin var gerð árið 1994.

Árlega verður plastið miklum fjölda sjófugla og annarra dýra að aldurtila, ýmist vegna þess að dýrin ...

Bloggarar láta sífellt meira til sín taka í umhverfisumræðunni á heimsvísu. Í nýrri bandarískri skýrslu kemur fram að umfang netumræðu um sjálfbæra þróun hafi vaxið um 50% milli áranna 2006 og 2007. Framan af árinu 2007 snerist þessi umræða einkum um loftslagsbreytingar, en eftir því sem leið á árið færðist áherslan meira á afmarkaðri en reyndar nátengda umhverfisþætti, svo sem ...

Johnny Åkerholm, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, vill að fjármálageirinn láti meira til sín taka í baráttunni við loftslagsbreytingar. Nú dugi ekki lengur að vera meðvitaður um vandann, heldur þurfi að grípa til aðgerða - og þar þurfi peningastofnanir að leggja sitt af mörkum, bæði í formi fjármagns og sérfræðiþekkingar. Í gær stóð bankinn fyrir málstofu um þessi mál í New York, þar ...
Átján ríki Bandaríkjanna hafa lagt fram kæru á hendur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (US EPA) fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir ársgamlan hæstaréttardóm um að stofnunin hefði heimild til að grípa til slíkra aðgerða. Lögsóknin byggir á því, að þar sem stofnunin hafi staðfest að losun gróðurhúsalofttegunda stefni velferð almennings í hættu, beri ...
Margar vörur fyrir smábörn innihalda efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu, en sjaldnast í hættulegu magni. Þetta kemur fram í nýrri athugun Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen), þar sem m.a. voru athuguð efni í púðum, dýnum, barnavagnasvuntum og klútum af ýmsu tagi. Meðal efna sem fundust voru formaldehýð og tólúen, sem bæði eru skaðleg og hugsanlega krabbameinsvaldandi í háum styrk ...
Á dögunum gaf Greenpeace út í 7. sinn skýrsluna ”Guide to Greener Electronics”, en skýrsla af þessu tagi kom fyrst út í ágúst 2006. Í skýrslunni er 18 leiðandi framleiðendum tölvubúnaðar, sjónvarpa og farsíma raðað eftir frammistöðu þeirra í umhverfismálum, með sérstöku tilliti til þess hvaða efni þeir nota í framleiðsluna og hvernig þeir standa að endurnotkun og endurvinnslu. Nokia ...
Í gær hleypti Al Gore, friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, af stokkunum nýju átaki undir yfirskriftinni „We“ til að vekja Bandaríkjamenn til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Verkefninu er ætlað að standa í þrjú ár og kosta um 300 milljónir Bandaríkjadala (jafnvirði um 23 milljarða ísl. kr). Verkefnið byggir á þeirri vissu að hægt sé að stöðva loftslagsbreytingarnar, en til þess ...

384185165Haldapokar%20GHSíðustu vikur hef ég nokkrum sinnum verið spurður álits á því hvort rétt væri að banna einnota innkaupapoka úr plasti. Ég treysti mér engan veginn til að svara þeirri spurningu með jái eða neii, enda almennt þeirrar skoðunar, að ef maður geti gefið eitt einfalt svar við flókinni spurningu, þá sé svarið örugglega vitlaust. Þess í stað ætla ég að ...

27. mars 2008

Erik Solheim, umhverfisráðherra Noregs, hefur viðrað þá hugmynd að banna einnota innkaupapoka úr plasti. Talið er að Norðmenn fleygi um einum milljarði slíkra poka á ári hverju, enda mun venjulegur plastpoki aðeins notaður að meðaltali í 20 mínútur þar í landi. Áætlað er að það taki venjulegan plastpoka um 100 ár að brotna niður í náttúrunni. Norsk samtök verslunar og ...

Það gæti kostað svo sem 190 milljarða Bandaríkjadala á ári (jafnvirði tæpra 13.000 milljarða ísl. kr.) að útrýma fátækt í heiminum, sjá öllum fyrir heilsugæslu, koma jafnvægi á mannfjölgun, útrýma ólæsi, endurreisa fiskistofna og stöðva hlýnun loftslags af mannavöldum. Þarna er um verulega fjármuni að ræða, en þó er þetta aðeins um þriðjungur þess fjármagns sem Bandaríkjamenn verja til ...

Á næsta ári ætlar bílaframleiðandinn Mercedes-Benz að setja á markað lúxustvinnbíl af gerðinni S 400 BlueHYBRID, en hann verður að öllum líkindum fyrsti tvinnbíllinn sem búinn er lithíum-rafgeymum í stað nikkel-málm-hþdríðgeyma, eins og þeirra sem m.a. hafa verið notaðir í Toyota Prius. Geymarnir verða framleiddir hjá fyrirtækinu Continental AG, en fleiri fyrirtæki keppast við að verða fyrst til að ...
Í Rømskog í Noregi er verið að byggja 4.000 fermetra heilsuhótel, sem verður eingöngu eingangrað með notuðum fötum. Það er fyrirtækið Ultimax, sem framleiðir einangrunina, en hún er sögð standa jafnfætis hefðbundinni einangrun að gæðum, auk þess að vera endurvinnanleg. Framleiðsla á einangrunarmottum úr notuðum fötum hófst hjá Ultimax í desember 2006. Nóg er til af hráefni, því að ...

Danmörk hefur verið útnefnd „Lífræna landið 2009“. Þetta var tilkynnt á stærstu alþjóðlegu lífrænu vörusýningunni í heimi, BioFach, sem lauk í Nürnberg í Þýskalandi sl. sunnudag. Útnefningin hefur það m.a. í för með sér, að lífrænum vörum frá Danmörku verður gert sérstaklega hátt undir höfði á sýningu næsta árs. Ástæður þess að Danmörk fékk þessa viðurkenningu nú, voru m ...

Fiskistofnar heimsins gætu hrunið á næstu áratugum sem afleiðing loftslagsbreytinga, ofveiði og mengunar. Þetta kom fram í máli Achims Steiner, framkvæmdastjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), á fréttamannafundi sl. föstudag í tengslum við ráðherrafund UNEP í Mónakó, þar sem hann fylgdi úr hlaði nýrri skýrslu UNEP undir yfirskriftinni „In Dead Water“. Samkvæmt skýrslunni felst lausn vandans þó ekki í því að ...

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunar- fræðingur segist fá um 1-2 símtöl daglega frá fólki sem er að velta fyrir sér umhverfisþáttum í rekstri olíuhreinsistöðva, og þá aðallega orkunotkuninni. Hann fjallaði um það atriði í viðtali í Speglinum á RÚV 16. janúar sl. og skrifaði í framhaldinu vangaveltur í athugasemdadálk á bloggsíðunni sinni. Sjá grein um umhverfsiþætti hér á Náttúrunni. Það sem hér ...

20. febrúar 2008
Í gær gengust Miljøagentene í Noregi fyrir sérstöku átaki gegn lausagangi bifreiða, en almennt má ætla að það borgi sig bæði fyrir umhverfið og fjárhaginn að drepa á bílvélum ef meira en 20 sekúndna hlé verður á akstrinum. Miljøagentene eru umhverfisverndarsamtök barna í Noregi.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag í gær
og skoðið vefsíðu verkefnisins Lufta er for alle

Bæjaryfirvöld í Björgvin í Noregi hafa bannað dreifingu fjölpósts í sveitarfélaginu, nema til þeirra sem merkja póstkassa og bréfalúgur með áletruninni „Já, takk“. Sams konar samþykkt var gerð í Aurskog-Høland á síðasta ári, en var síðan dregin til baka vegna utanaðkomandi þrýstings, m.a. frá norska Póstinum.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag 8. feb. sl.

Írska ríkisstjórnin ætlar að gera mið-vesturhluta landsins að sérstöku fyrirmyndarsvæði með tilliti til orkunýtingar. Á svæðinu verður m.a. lögð áhersla á nýtingu vindorku og sjávarölduorku. Með þessu telja stjórnvöld skapast ný tækifæri fyrir framsækin fyrirtæki, sérfræðinga og sveitarfélög á svæðinu.
Lesið frétt EDIE 6. feb. sl.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.


Á árinu 2007 voru byggð ný vindorkuver í löndum Evrópusambandsins (ESB) með uppsett afl upp á samtals 8.554 MW. Uppbyggingin í vindorku í álfunni varð þar með meiri en í nokkrum öðrum orkugjafa, en gasorkuver voru í öðru sæti með samtals 8.226 MW. Samanlagt afl kolaorkuvera og kjarnorkuvera minnkaði hins vegar á árinu. Í árslok 2007 var uppsett ...

Stærsta kúamykjuorkuver í heimi var tekið í notkun í Innri-Mongólíu í Kína 21. janúar sl. Í orkuverinu er unnið úr mykju og fráveituvatni frá 10.000 kúm. Úr þessu hráefni fást 12.000 rúmmetrar af metangasi, sem duga til að framleiða 10 milljón KWst eða 10 GWst af raforku á ári. Þetta samsvarar uppsettu afli upp á u.þ.b ...

Þalöt fundust í þvagi allra bandarískra ungbarna sem tóku þátt í þarlendri rannsókn, sem sagt er frá í febrúarhefti tímaritsins Pediatrics. Rannsökuð voru þvagsýni 163 ungbarna á aldrinum 2ja til 28 mánaða. Í öllum þessum sýnum fannst a.m.k. ein gerð af þalötum í mælanlegu magni, og 81% sýnanna innihélt a.m.k. 7 gerðir þalata. Svör við spurningalistum ...

Áhugi á „grænum fjárfestingum“ fer mjög vaxandi vestanhafs ef marka má nýja könnun sem gerð var fyrir Allianz Global Investors. Tæpur helmingur aðspurðra í könnuninni taldi líklegt að á næsta ári myndu þeir fjárfesta í fyrirtækjum eða sjóðum sem settu umhverfismál á oddinn og 17% hafa reyndar þegar beint fjármagni sínu í þessa átt. Um 71% sögðu að umhverfistækni væri ...

Landssamtökin Lífrænt“ í Danmörku hafa opnað sérstaka heimasíðu, Økobarn.dk, þar sem foreldrar ungabarna og ófæddra barna geta fræðst um hvaðeina sem varðar umhverfismál og heilsu barnanna. Þar er m.a. bent á leiðir til að verja börnin fyrir áhrifum óæskilegra efna í umhverfinu og ráðlagt um kaup á umhverfis- og heilsuvænum vörum.
Lesið frétt á heimasíðu IMS í gær ...

Bílaframleiðendurnir Volvo og Scania hafa tekið upp samstarf við nýsköpunarfyrirtækið Ranotor um þróun gufuvéla fyrir bíla. Fyrst um sinn er ætlunin að nýta gufuvélarnar sem hjálparvélar með hefðbundnum bensín- eða díselvélum. Á tæknimáli er þetta kallað „BC-Hybrid“, þar sem „BC“ er skammstöfun fyrir „Bottoming-Cycle“. Gufuvélin er þá staðsett fyrir aftan aðalvélina og ný tir sér þá orku sem annars myndi ...
Á þessu ári ætla japönsk stjórnvöld að setja í gang 5 ára áætlun um nýtingu timburúrgangs sem orkugjafa. Meðal annars er ætlunin að verja allt að 10 milljörðum jena (um 6 milljörðum ísl. kr.) til að styðja við framleiðslu á etanóli úr sellulósa (beðmi), sem myndi þá leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi, bæði sem orkugjafi og hráefni í efnaiðnaði. Gert er ...
Svo virðist sem framleiðendur freistist í auknum mæli til að skreyta vöruna sína með heimatilbúnum vörumerkjum, sem fá neytendur til að halda það þar sé eitthvað umhverfisvænt á ferðinni. Þessi merki eru oft með grænum laufblöðum eða einhverju því um líku. Þessi þróun tengist vafalítið vaxandi umhverfisvitund neytenda, sem viðkomandi framleiðendur reyna að mæta með þessum hætti.
Lesið frétt á ...

Sviss er umhverfisvænsta land í heimi ef marka má lista bandarískra sérfræðinga sem birtur var í gær í tengslum við heimsviðskiptaráðstefnuna í Davos. Á listanum, sem ber yfirskriftina „Environmental Performance Index“, fær Sviss 95,5 stig af 100 mögulegum. Ísland er í 11. sæti með 87,6 stig. Noregur, Svíþjóð og Finnland raða sér í 2.-4. sæti, en Danmörk ...

24. janúar 2008

Á bloggsíðu sinni „Sjálfbært blogg“ skrifar Stefán Gíslason eftirfarandi í dag:

Það eykur manni bjartsýni að lesa um áherslur Baracks Obama og Hillary Clinton í umhverfismálum, en þessi tvö berjast eins og kunnugt er um að verða forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Næstu forkosningar verða einmitt í Suður-Karólínu á laugardaginn – og svo styttist í aðalforkosningadaginn 5. febrúar ...

23. janúar 2008

Lífríki Norðurheimskautssvæðisins stafar vaxandi ógn af olíu- og gasvinnsla á svæðinu. Í skýrslu AMAP, sem birt var í fyrradag, kemur fram að vinnslan sjálf hefur ekki svo þkja mikla mengunarhættu í för með sér, en með vaxandi vinnslu eykst hættan á óhöppum sem gætu valdið gríðarlegu tjóni á lífríkinu. Norðurheimskautssvæðið er sérlega viðkvæmt hvað þetta varðar. Kuldinn á svæðinu gerir ...

Bílaframleiðandinn Renault-Nissan gekk í gær frá samningi um fjöldaframleiðslu rafbíla fyrir ísraelskan markað, og koma fyrstu bílarnir á götuna árið 2011. Reiknað er með að bílarnir komist um 100 km á hverri hleðslu í borgarakstri, en 160 km á hraðbrautum. Hámarkshraðinn verður um 110 km/klst og viðbragðið um 13 sekúndur frá 0 km/klst upp í 100 km/klst ...

Áformað er að byggja „umhverfisvænstu borg í heimi“ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Um er að ræða samstarfsverkefni náttúruverndarsamtakanna WWF og ríkisfyrirtækisins Abu Dhabi Future Energy Company. Byggingarframkvæmdir við borgina hefjast á þessu ári, gert er ráð fyrir að fyrstu íbúarnir setjist þar að á næsta ári, og árið 2015 á borgin að vera fullbyggð og ná yfir 6 ferkílómetra landsvæði ...

Nú þegar að umræðan um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum er farin á stjá á ný vakna spurningar um það hvað slík verksmiðja hefði í för með sér og hvað verið væri að tala um í umhverfislegu tilliti með því að planta niður olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Þá er gott að eiga fagfólk að sem að skoðar hlutina ofan í kjölinn og getur ...

18. janúar 2008

Norska ríkisstjórnin lýsti því yfir í gær, að höfðu samráði við stjórnarandstöðuna, að Noregur skyldi verða kolefnishlutlaus árið 2030. Áður var ætlunin að ná þessu markmiði árið 2050, en nú hefur því sem sagt verið flýtt um 20 ár. Markmiðinu verður náð með ýmsum leiðum. Meðal annars er ætlunin að draga úr losun heimafyrir um 2/3, auk þess sem ...

Sífellt fleiri sænsk sveitarfélög segjast gera umhverfiskröfur við innkaup. Hins vegar fækkar þeim sveitarfélögum sem gera það í raun! Á árinu 2004 hafði um 50% sveitarfélaganna komið sér upp sérstökum leiðbeiningum varðandi vistvæn innkaup, en árið 2007 var þetta hlutfall komið í 80%. Hlutfall sveitarfélaga sem taka „alltaf“ eða „yfirleitt“ tillit til umhverfisþátta við innkaup hefur hins vegar lækkað á ...

Sífellt fleiri lönd og sveitarfélög íhuga að takmarka eða banna notkun einnota haldapoka úr plasti. Í Kína verða ókeypis plastpokar t.d. bannaðir frá 1. júní nk., umhverfisráðherra Ástralíu hefur lagt til að hætt verði að nota plastpoka í þarlendum dagvöruverslunum fyrir árslok, og forseti borgarstjórnar í Stavanger í Noregi hefur viðrað svipaðar hugmyndir. Svo mætti reyndar lengi telja. Áætlað ...

Norskir neytendur valda verulegri koltvísýringslosun erlendis með neyslu sinni á innfluttum varningi. Á árinu 2006 var heildarlosunin í Noregi um 54 milljónir tonna, en því til viðbótar er áætlað að um 39 milljónir tonna hafi losnað í öðrum löndum vegna neyslu Norðmanna. Þessi losun kemur ekki fram í losunarbókhaldi Noregs, enda á sífellt stærri hluti hennar sér stað í Kína ...

Um það bil 20% allra farsíma gefa frá sér nikkel. Þessa ályktun má draga af niðurstöðum athugunar sem danska upplýsingamiðstöðin um ofnæmi gerði nýlega. Þar var skoðuð 41 tegund farsíma, og reyndust 8 þeirra gefa frá sér nikkel í því magni að það gæti valdið ofnæmisviðbrögðum þegar síminn snertir viðkvæma húð. Hægt er að kaupa sérstakt nikkelpróf í (dönskum) apótekum ...

Þrjár af hverjum fjórum tannkremstegundum innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi og heilsu, svo sem ofnæmisvaldandi ilmefni, rotvarnarefni eða bakteríudrepandi efnið Triclosan. Þess er jafnvel dæmi að tannkrem, sem er sérstaklega ætlað börnum, innihaldi propþlparaben sem talið er geta truflað hormónastarfsemi líkamans.

Í nýrri athugun dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar fyrir umhverfi og heilsu (IMS) kom þó í ljós, að 13 af ...

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun hugsanlega leggja sérstakan kolefnistoll á vörur frá ríkjum utan sambandsins, sem ekki hafa gripið til viðeigandi ráðstafana til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hugmyndir um þetta eru til skoðunar þessa dagana, en sitt sýnist þó hverjum um ágæti þeirra.

Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is ...

Snyrtivörur fyrir börn innihalda iðulega ofnæmisvaldandi efni. Þetta á m.a. við um prinsessuilmvötn, glimmersjampó, hárskol, tannkrem með ávaxtabragði og freyðibaðsdýr. Ofnæmishættan í þessum tilvikum stafar af illmefnum og rotvarnarefnum sem varan inniheldur. Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) kannaði nýlega efnainnihald í 208 mismunandi vörutegunum af þessu tagi. Í ljós kom að 74% þeirra innihéldu eitt eða fleiri ilmefni og 63% innihéldu ...

Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum ætla að sinna umhverfismálum betur á næsta ári, m.a. með því að spara orku og skila meiri úrgangi til endurvinnslu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem sagt var frá sl. mánudag. Helmingur aðspurðra ætla að strengja „grænt“ áramótaheit, 67% ætla að draga úr efnanotkun í heimilishaldi og 42% ætla að taka taupoka með ...

Norsku góðgerðarsamtökin Fair bjóða norskum fyrirtækjum að koma úreltum tölvum þeirra í not í þróunarlöndunum gegn föstu árlegu gjaldi. Samtökin sjá þá um að sækja tölvurnar, eyða úr þeim öllum gögnum, setja inn viðeigandi forrit og flytja þær til þróunarlanda þar sem þær koma að góðum notum. Til að koma í veg fyrir að raftækjaúrgangur safnist upp í móttökulandinu tekur ...

Samkvæmt nýjum tölum frá norsku hagstofunni (SSB) lendir hættulegur úrgangur nú mun síður á villigötum en áður. Þannig hafa skil á ónýtum rúðum sem innihalda eiturefnið PCB batnað frá því að vera nær engin árið 1999 upp í 2.300 tonn á árinu 2006. Að sama skapi minnkaði það magn af PCB-rúðum sem endaði í almennum úrgangi. Þetta er árangur ...

Í gær samþykkti Norræna umhverfismerkisnefndin (NMN) viðmiðunarreglur fyrir Svansmerkingu á lifandi ljósum. Það þýðir að nú geta norrænir kertaframleiðendur sótt um að fá framleiðsluvörur sínar vottaðar með Norræna svaninum. Til þess að eiga möguleika á vottun þurfa a.m.k. 90% hráefnanna í kertin að vera endurnýjanleg, sem þýðir m.a. að kerti úr parafíni geta ekki fengið vottun. Ilmefni ...

Blöðrur geta innihaldið nokkurt magn af nítrósamínum og efnum sem geta umbreyst í nítrósamín þegar þau leysast upp í munnvatni. Í framhaldi af athugun Umhverfisstofnunar Danmerkur (Miljøstyrelsen), þar sem þetta kom í ljós, hefur Troels Lund Poulsen, umhverfisráðherra Danmerkur, óskað eftir því við neytendaráðherra Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að reglum um efnainnihald í blöðrum verði bætt inn í leikfangatilskipun sambandsins, sem nú ...

Fram til ársins 2020 gætu skapast 425.000 ný störf á Norðurlöndunum við þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum og loftslagsvænni tækni! Þetta kemur fram í úttekt sem birtist nýlega í tímaritinu Arbeidsliv i Norden. Hins vegar gæti skortur á menntuðu fólki, ekki síst verkfræðingum, reynst Þrándur í götu þessarar miklu atvinnusköpunar.

Ef við grípum til okkar ágætu höfðatöluútreikninga, má samkvæmt þessu ...

13. desember 2007

Borgaryfirvöld í Rotterdam ætla að dreifa sparperum til allra heimila í borginni. Heimilin eru rúmlega 300.000 talsins, en alls verður dreift rúmlega 600.000 perum. Þetta er liður í því að ná markmiði borgaryfirvalda um 50% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2025, miðað við árið 1990. Kostnaður við peruverkefnið er áætlaður um 4 milljónir evra (um 360 milljónir ...

Börn mæðra sem drekka lífræna mjólk á meðgöngunni og á meðan þær hafa börnin á brjósti, fá síður exem, astma eða ofnæmi en önnur börn. Þetta er niðurstaða rannsóknar hollenskra vísindamanna við Louis Bolk-stofnunina í Maastricht, sem birtist í tímaritinu British Journal of Nutrition.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag 5. des. sl.,
umfjöllun VG 21. nóvember sl.
og útdrátt ...

Birt hafa verið drög að umhverfiskröfum fyrir Svansmerkt eldsneyti. Allir íbúar Norðurlandanna geta sent inn athugasemdir við drögin, en frestur til þess rennur út 25. janúar 2008. Á heimasíðu Norræna svansins í Noregi er að finna form til skrifa athugasemdir inn í, og þar er einnig listi með spurningum og svörum um Svansmerkt eldsneyti.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í ...

Fulltrúar Ástralíu á 13. þingi aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna á Balí kynntu í gær, á upphafsdegi þingsins, þá ákvörðun ríkisstjórnar Kevins Rudd að staðfesta Kyótobókunina. Undirritun skjala þessa efnis var fyrsta embættisverk Kevins eftir að hann tók við stjórnartaumunum í Ástralíu eftir ný afstaðnar þingkosningar. Með þessari ákvörðun Ástrala eru Bandaríkin orðin eina iðnríkið sem ekki hefur staðfest bókunina. Tilkynning ...

Það getur reynst erfitt fyrir karlmenn að finna andlitskrem sem eru laus við efni sem skaða umhverfi og heilsu. Öll „karlmannakrem“ sem tekin voru fyrir í athugun sem danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) gerði á dögunum í samvinnu við neytendablaðið Tænk, reyndust innihalda umhverfis- og/eða heilsuskaðleg efni, þ.e.a.s. efni sem eru ofnæmisvaldar, valda hormónatruflunum ...

Orkufyrirtækið Svevind AB áformar að byggja stærsta vindmyllugarð í heimi við Piteå í Svíþjóð. Settar verða upp 400-1.000 vindmyllur með samanlagt uppsett afl allt að 4 GW. Árleg framleiðslugeta er áætluð um 10 TWst, sem er svipað og öll raforkuframleiðsla á Íslandi á þessu ári, án Kárahnjúkavirkjunar. Stofnkostnaður er áætlaður um 40 milljarðar sænskra króna (um 390 milljarðar ísl ...

Á þessu ári hefur meira en einn milljarður trjáa verið gróðursettur til að vinna gegn eyðingu skóga og loftslagsbreytingum. Þar munar mestu um 700 milljón tré sem hafa verið gróðursett í Eþíópíu. Þetta heimsátak í gróðursetningu á sér m.a. rætur í áeggjan keníska umhverfisverndarsinnans Wangari Maathai, sem hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2004. Markmiðið um milljarð trjáa á árinu 2007 ...

Í „orði dagsins“ sem Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur skrifar á vef  Staðardagskrár 21 fjallar hann um grein á vefnum GreenBiz.com:

Fyrirtæki sem hafa sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum, og þá sérstaklega loftslagsmálum, hafa aukið samkeppnishæfni sína verulega á síðustu þremur árum á kostnað fyrirtækja sem sinna minna um umhverfismál. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Innovest. Úttekt Innovest ...

27. október 2007

Umhverfisráðuneytið vill vekja athygli á að fundum Umhverfisþings 2007 verður varpað beint á heimasíðu umhverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is/umhverfisthing . Með því er komið til móts við þá sem vilja fylgjast með umræðunum en eiga ekki heimangengt. Einnig verður fjarstöddum boðið að senda þinginu athugasemdir og spurningar á tölvupóstinn umhverfisthing@umhverfisraduneyti.is . Sjá dagskrá þingsins.

Eftir hádegi á föstudag verður sýnt ...

11. október 2007

Flöskuvatn inniheldur mun meira af bakteríum en venjulegt kranavatn samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var fyrir Aftonbladet í Svíþjóð. Franskt vatn frá Evian kom verst út, en í því mældust 5.000 bakteríur í millilítra eftir þriggja sólarhringa ræktun. Leyfilegt hámark fyrir kranavatn er 100 bakteríur, en í Svíþjóð eru ekki gerðar sambærilegar kröfur til flöskuvatns. Sérfræðingar benda á að ...

Nýtt efni:

Skilaboð: