Orð dagsins 1. október 2008.

Í síðustu viku var hleypt af stokkunum í Noregi sérstöku átaki til kynningar á helstu merkjum sem nýtast fólki í leit þess að sjálfbærum lífsháttum. Þarna er um að ræða Norræna svaninn, Evrópublómið, norska Ø-merkið fyrir lífræna framleiðslu og MaxHavelaar réttlætismerkið („Fairtrade“). Átakið er hið fyrsta sinnar tegundar þar sem aðstandendur allra þessara merkja vinna saman að sameiginlegu markmiði. Fjórir þjóðþekktir Norðmenn hafa gerst sérstakir merkjasendiherrar til að vekja athygli á mikilvægi málsins. Yfirskrift átaksins er ”Gjør fremtidens merkesak til vanesak”.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Noregi 26. sept. sl.
og skoðið vefsíðuna www.merkesaken.no.

Til viðbótar má nefna að hér á síðum Náttúrunnar er heildstætt safn umhverfismerkja, lífrænna merkja, orkumerkja, siðgæðismerkja og annarra mikilvægra merkja bæði á íslensku og ensku. Undir liðnum umhverfisviðmið og út um allt á síðunni eru leiðir að merkjunum og þau útskýrð bæði í samhengi við vörur, fyrirtæki og einstaka gildi. Einfaldast er sennilega fyrir þá sem ekki þekkja þessa virkni hér nógu vel, að byrja á að skoða Vottnir og viðmið á grænu síðunum.

Birt:
1. október 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Ný norsk vefsíða um umhverfismerki“, Náttúran.is: 1. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/05/ny-norsk-vefsioa-um-umhverfismerki/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. október 2008
breytt: 8. október 2008

Skilaboð: