Miklar vonir eru bundnar við nýja tækni til að framleiða eldsneyti úr koltvísýringi með aðstoð sólarljóssins, en hópur vísindamanna undir stjórn Heriot-Watt háskólans í Edinborg vinnur að þessu. Hópurinn fékk nýlega styrk upp á 1,2 milljónir sterlingspunda (um 226 millj. ísl. kr.) til að auka skilvirkni í framleiðslunni og gera hana samkepnnishæfa á markaði. Afurðin úr ferlinu getur t.d. verið metan eða metanól, og ef vel gengur ætti þetta að geta minnkað kolefnislosun út í andrúmsloftið um 700 milljón tonn á ári, sem er meira en öll árleg losun Bretlands.
(Sjá frétt EDIE í gær).

Grafík: Heysátur og tilraunaglös, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
8. mars 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Eldsneyti úr sólarljósi og CO2“, Náttúran.is: 8. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/08/eldsneyti-ur-solarljosi-og-co2/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: