Umhverfissstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) telur þörf á að verja Norðurheimskautssvæðið betur en gert er gegn ágengni í náttúruauðlindir á borð við málma, olíu og gas, sem nú verða sífellt aðgengilegri samfara bráðnun heimskautsíssins. Að mati UNEP gegnir Norðurskautsráðið lykilhlutverki í að tryggja ábyrga umgengni um þessar auðlindir. Allar ákvarðanir um nýtingu þeirra verði að byggja á mati á áhrifum nýtingarinnar á vistkerfi og stofna.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Ljósmynd: Jökulsárlón, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
19. febrúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Norðurheimskautssvæðið þarf meiri vernd“, Náttúran.is: 19. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/20/nordurheimskautssvaedid-tharf-meiri-vernd/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. febrúar 2013

Skilaboð: