Orð dagsins 19. ágúst 2009.

Norska vísindanefndin um matvælaöryggi (VKM) hefur varað við því að fjórgild ammoníumsambönd, sem m.a. eru notuð sem rotvarnarefni í snyrtivörur, geti stuðlað að því að bakteríur verði ónæmar fyrir sýklalyfjum. Efnin sem hér eiga í hlut eru m.a. Bensalkóníumklóríð, Stearalkóníumklóríð, Cetrimóníumklóríð, Cetrimóníumbrómíð og Cetþlpþridíníumklóríð. Svipaðar viðvaranir hafa áður komið fram m.a. vegna efnisins triclosan, sem til skamms tíma var m.a. notað í tannkrem.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag 14. ágúst sl.
og frétt á heimasíðu IMS í dag .

Grafík: Benzalkóniumklóríð af Wikipedia.

Birt:
19. ágúst 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Rotvarnarefni úr fjórgildum ammoníumsamböndum varhugaverð“, Náttúran.is: 19. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/19/rotvarnarefni-ur-fjorgildum-ammoniumsambondum-varh/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. mars 2012

Skilaboð: