Orð dagsins 29. maí 2008

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýsti því yfir í vikunni að Þjóðverjar myndu leggja fram 500 milljónir evra (um 57,7 milljarða ísl. kr.) fram til ársins 2012 til að stuðla að verndun skóga í heiminum. Þessi upphæð kemur til viðbótar árlegu framlagi Þjóðverja, sem nú er um 200 milljónir evra. Eftir árið 2012 verður árlega framlagið síðan hækkað í 500 milljónir evra.

Merkel kynnti þessa ákvörðun á á 9. fundi aðildarríkja Samningsins um líffræðilega fjölbreytni, sem nú stendur yfir í Bonn með þátttöku fulltrúa 191 ríkis. Við þetta tækifæri sagði Merkel m.a. að nú þyrftu að verða þáttaskil í málefnum líffræðilegrar fjölbreytni, og að Þjóðverjar væru reiðubúnir að axla sinn hluta ábyrgðarinnar og gera hvað sem þyrfti til að tryggja fjölbreytni lífsins á jörðinni og þar með undirstöður mannlegrar tilveru. Fulltrúar umhverfisverndarsamtaka hafa fagnað þessu frumkvæði Þjóðverja, sem þeir segja vera sterk skilaboð til annarra ríkja.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
29. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Þýskaland stígur stórt skref til verndun skóga í heiminum“, Náttúran.is: 29. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/29/thyskaland-stigur-stort-skref-til-verndun-skoga-i-/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: