Í dag er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Að þessu sinni er dagurinn helgaður líffræðilegri fjölbreytni og landbúnaði, en landbúnaður er einmitt gott dæmi um það hvernig athafnir manna geta haft afgerandi áhrif á vistkerfi jarðarinnar. Í umræðu dagsins verður lögð sérstök áhersla á mikilvægi sjálfbærs landbúnaðar, ekki aðeins til að vernda líffræðilega fjölbreytni, heldur einnig til að tryggja fæðu fyrir jarðarbúa, viðhalda landbúnaði sem arðbærri atvinnugrein og stuðla að velferð mannkyns á 21. öldinni og eftir það. Í tilefni dagsins efndi umhverfisráðuneytið og Landgræðslan til morgunverðarfundar á Grand hóteli í Reykjavík.
Lesið umfjöllun á heimasíðu Samningsins um líffræðilega fjölbreytni
og fréttatilkynninu umhverfisráðuneytisins 16. maí sl.
Birt:
22. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Dagur líffræðilegrar fjölbreytni“, Náttúran.is: 22. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/22/dagur-liffraeoilegrar-fjolbreytni/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: