Orð dagsins 8. janúar 2008

Japanir ætla að verða fyrstir upp úr efnahagslægðinni sem þjóðir heims eru nú staddar í. Þetta ætla þeir að gera með því að styðja myndarlega við umhverfisvæna framleiðslu og græna markaði, m.a. með því að veita fyrirtækjum á þessu sviði vaxtalaus lán. Um þessar mundir starfa um 1,4 milljónir manna í græna geiranum í Japan og er veltan um 70 billjónir jena á ári (um 92 billjónir ísl. kr). Til er áætlun um að fjölga störfum í þessum geira upp í 2,2 milljónir fyrir árið 2020 og ná veltunni upp í 100 billjónir jena. Nú er stefnt að því að ná þessu markmiði fyrr en ella, hugsanlega fyrir árið 2015. Nánari útfærsla þessarar nýju áætlunar verður kynnt í mars.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
8. janúar 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Japanir veita vaxtalaus lán til græna viðskiptageirans“, Náttúran.is: 8. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/08/japanir-veita-vaxtalaus-lan-til-graena-vioskiptage/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: