Orð dagsins 30. janúar 2008.

Sala á lífrænt vottuðum vörum virðist enn fara heldur vaxandi, þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífi heimsins. Vöxturinn er þó mun minni en áður. Þannig var salan á þessum vörum í Bandaríkjunum um 5,6% meiri í desember 2008 en í sama mánuði árið áður. Þá hafði salan hins vegar aukist um 25,6% frá því í desember 2006. Svipaða sögu er að segja annars staðar á Vesturlöndum, nema í Bretlandi þar sem salan virðist nánast standa í stað. Þar gera menn jafnvel ráð fyrir 0-10% samdrætti á næstu mánuðum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í gær.

Sjá nánar um öll lífrænu merkin hér á Grænum síðum og hvaða aðilar hafa lífræna vottun á Íslandi.

Birt:
30. janúar 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sala á lífrænum vörum eykst víðast hvar þrátt fyrir kreppuna“, Náttúran.is: 30. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/30/sala-lifraenum-vorum-eykst-thratt-fyrir-kreppuna/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: