Eldsneyti framleitt úr steikingarfeiti frá McDonalds
Orð dagsins 10. nóvember.
McDonalds hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið MBP Group um að framleiða lífdísil úr allri notaðri djúpsteikingarolíu frá veitingastöðum keðjunnar. Verkefnið hófst upphaflega í apríl 2008, en nú verður framleiðslan sett á fullt. Safnað verður olíu frá öllum McDonalds stöðum í Svíþjóð, en þeir eru nú um 230. Stefnt er að því að allir flutningabílar McDonalds, 20 talsins, verði knúnir með þessu eldsneyti þegar á næsta ári. Í framhaldinu verða kannaðir möguleikar á að framleiða metan úr matarafgöngum veitingastaðanna.
Lesið frétt NyTeknik 7. nóvember sl.
Birt:
Nov. 10, 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Eldsneyti framleitt úr steikingarfeiti frá McDonalds“, Náttúran.is: Nov. 10, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/10/eldsneyti-framleitt-ur-steikingarfeiti-fra-mcdonal/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.