Orð dagsins 27. ágúst 2009

Nýlega var opnuð ný alþjóðleg heimasíða með upplýsingum um þau sveitarfélög sem fengið hafa vottun sem réttlætisbæir (e: Fairtrade Towns). Hugmyndin um réttlætisbæi fæddist í smábænum Garstang á Englandi árið 2000, en hefur síðan breiðst mjög hratt út. Nú eru réttlætisbæir heimsins orðnir um 700 talsins í 18 löndum. Til að fá vottun sem réttlætisbær þarf viðkomandi sveitarfélag að uppfylla tiltekin skilyrði um siðræn innkaup, öflugt upplýsingastarf og framboð af réttlætismerktum vörum í verslunum og á vinnustöðum.
Lesið frétt á heimasíðu Rättvisemärkt í Svíþjóð 17. ág. sl.
og skoðið heimasíðuna www.fairtradetowns.org 

Birt:
27. ágúst 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „700 Fair Trade bæir í heiminum“, Náttúran.is: 27. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/27/700-fair-trade-baeir-i-heiminum/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: