Orð dagsins 25. ágúst 2009

Skoska orkufyrirtækið Scottish Power áformar að byggja sjávarfallavirkjun í sundinu á milli skosku eyjanna Islay og Jura. Virkjunin á að sjá öllum íbúum Islay, 3.500 talsins, fyrir nægri raforku, auk þess að útvega orku fyrir viskþframleiðsluna á eyjunni, sem er bæði umfangsmikil og nafntoguð. Hingað til hefur raforka frá Hunterston-kjarnorkuverinu verið notuð við viskþframleiðsluna. Sjávarfallavirkjunin í Islaysundi verður 10 MW að afli og mun væntanlega taka til starfa árið 2011. Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 50 milljónir sterlingspunda (um 10,5 milljarðar ísl. kr).
Lesið frétt The Guardian í dag.

Mynd af guardian.co.uk, Philip Maxwell stjórnarformaður Islay Energy Trust ber við þann stað sem sjávarfallsvirkjunin er áformuð. Ljósmynd: Murdo MacLeod/Murdo MacLeod

Birt:
25. ágúst 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sjávarfallavirkjun mun knýja viskíverksmiðju í Skotalandi“, Náttúran.is: 25. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/27/sjavarfallavirkjun-mun-knyja-viskiverksmioju-i-sko/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. ágúst 2009

Skilaboð: