Talsmenn velska fyrirtækisins Sedna halda því fram að draga megi verulega úr úreldingu matvöru í verslunum með því einu að nota díóðuljós (LED) í stað hefðbundinnar lýsingar þar sem ferskri matvöru er stillt upp. Díóðuljósin hafa það fram yfir hefðbundin ljós að senda hvorki frá sér hitageisla, útfjólubláa geisla né innrauða geisla. Séu þau notuð er því minni hætta á því en ella að matvæli „svitni“ í umbúðunum og verði óseljanleg. Samtals er áætlað að um 300.000 tonn af matvælum fari til spillis í breskum verslunum árlega, einkum vegna ófullnægjandi geymslu.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Ljósmynd: Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
11. mars 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „LED-ljós gegn matarúrgangi“, Náttúran.is: 11. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/12/led-ljos-gegn-matarurgangi/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. mars 2013
breytt: 9. maí 2014

Skilaboð: