Áhugi á „grænum fjárfestingum“ fer mjög vaxandi vestanhafs ef marka má nýja könnun sem gerð var fyrir Allianz Global Investors. Tæpur helmingur aðspurðra í könnuninni taldi líklegt að á næsta ári myndu þeir fjárfesta í fyrirtækjum eða sjóðum sem settu umhverfismál á oddinn og 17% hafa reyndar þegar beint fjármagni sínu í þessa átt. Um 71% sögðu að umhverfistækni væri áhugaverðasti fjárfestingakosturinn og 54% sögðu að fjárfestingar á því sviði myndu verða mikilvægur hluti af fjárfestingum þeirra í framtíðinni. Um 62% nefndu sólarorku sem „meiri háttar fjárfestingatækifæri“. Hvorki meira né minna en 84% álitu, að því meiri áherslu sem fyrirtæki legðu á sjálfbæra þróun, þeim mun arðvænlegri væru þau.
Lesið frétt GreenBiz.com í dag Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21.
Birt:
4. febrúar 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 4. febrúar 2008“, Náttúran.is: 4. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/04/oro-dagsins-4-februar-2008/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: