svansmerktu eldsneyti dælt á bifreiðOrð dagsins 14. nóvember 2008

Fyrsta umhverfisvottaða eldsneyti heimsins var dælt á bíl sl. þriðjudag af gasdælum fyrirtækisins FordonsGas Sverige AB, en þann dag fékk fyrirtækið formlega staðfestingu á því að eldsneytið hefði staðist kröfur Norræna svansins. Viðmiðunarkröfur Svansins fyrir eldsneyti, þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum, tóku gildi í lok júní á þessu ári. Kröfurnar taka til fjölmargra þátta á öllum vistferli eldsneytisins, allt frá vinnslu hráefna og þar til eldsneytinu er brennt. FordonsGas Sverige AB rekur nú 27 dælustöðvar í vesturhluta Svíþjóðar. Samtals eru um 15.000 gasbílar í umferð í Svíþjóð, og hefur þeim fjölgað um 60% á tveimur árum.
Lesið frétt á heimasíðu Svansins í Svíþjóð 11. nóv. sl.
og rifjið upp „Orð dagsins“ 30. júní sl.

Birt:
14. nóvember 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Svansmerkt eldsneyti selt í Svíþjóð“, Náttúran.is: 14. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/14/svansmerkt_eldsneyti_selt_i_svithjod/ [Skoðað:27. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. febrúar 2011

Skilaboð: