Orð dagsins 17. desember 2009

Áætlað er að kolefnisfótspor loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn (COP-15) verði jafnstórt og árlegt kolefnisfótspor 2.300 Bandaríkjamanna eða 660.000 Eþíópíumanna. Samtals er áætlað að 46.200 tonn af koltvísýringi sleppi út í andrúmsloftið vegna ráðstefnuhaldsins. Þar af koma 40.500 tonn frá flugferðum þátttakenda, en 5.700 tonn frá athöfnum á staðnum. Hluti af síðarnefndu losuninni kemur til vegna illa einangraðs bráðabirgðahúsnæðis, sem er hitað með olíu. Mælt á þessum mælikvarða er COP-15 loftslagsskaðlegasta loftslagsráðstefna sem haldin hefur verið, en þess ber að gæta að hún er jafnframt sú langfjölmennasta. Áætlað er að á hverjum degi fari um 18.000 manns um ráðstefnusvæðið.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í gær

Birt:
17. desember 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kolefnislosun vegna COP15 45.200 tonn“, Náttúran.is: 17. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/19/kolefnislosun-vegna-cop15-45200-tonn/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. desember 2009

Skilaboð: