Orð dagins 10 ára
Á sunnudaginn eiga „Orð dagsins“ stórafmæli, en þá verða liðin 10 ár frá því að þau birtust fyrst þann 30. ágúst 1999. Síðan hafa þau birst flesta virka daga, að frátöldum hléum vegna ferðalaga, sumarleyfa og annars annríkis. Í dag birtast „Orðin“ í 1.495. sinn. Óhætt er að fullyrða að „Orðin“ séu í hópi elstu, reyndustu, öflugustu og áreiðanlegustu umhverfisfréttamiðla landsins.
Ekki verður efnt til neinna sérstakra hátíðarhalda í tilefni dagsins, en Staðardagskrárfólk er hvatt til að nota þessi tímamót til að hugsa enn meira en ella um framtíðina og stuðla að sjálfbærri þróun sem aldrei fyrr, okkur sjálfum og komandi kynslóðum til hagsbóta.
„Orðin“ er sem fyrr að finna á samband.is/dagskra21.
Ekki verður efnt til neinna sérstakra hátíðarhalda í tilefni dagsins, en Staðardagskrárfólk er hvatt til að nota þessi tímamót til að hugsa enn meira en ella um framtíðina og stuðla að sjálfbærri þróun sem aldrei fyrr, okkur sjálfum og komandi kynslóðum til hagsbóta.
„Orðin“ er sem fyrr að finna á samband.is/dagskra21.
Birt:
Aug. 28, 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagins 10 ára“, Náttúran.is: Aug. 28, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/28/oro-dagins-10-ara/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.