Orða dagsins 9. mars 2009.

Í síðustu viku fékk sveitarfélagið Strömstad í Svíþjóð vottun sem réttlætisbær (Fairtrade town) og varð þar með 16. bærinn í Svíþjóð til að ná þessum áfanga. Réttlætisbæir þurfa að sýna fram á viðleitni til að stuðla að siðrænum viðskiptum, m.a. með því að bjóða upp á réttlætismerktar vörur á eigin kaffistofum, vinna að auknu framboði á slíkum vörum í verslunum bæjarins o.s.frv. Vottun réttlætisbæja á rætur að rekja til smábæjarins Garstang í Bretlandi, sem varð yfirlýstur réttlætisbær í apríl árið 2000. Síðan hefur hreyfingin breiðst út og nær nú til 630 bæja í 18 löndum.
Lesið frétt Rättvisemärkt í Svíþjóð 3. mars sl.
og fræðist meira á heimasíðu Strömstad

Birt:
9. mars 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Strömstad - 16. Réttlætisbærinn í Svíþjóð“, Náttúran.is: 9. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/09/stromstad-16-rettlaetisbaerinn-i-svithjoo/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: