Orð dagsins 2. febrúar 2009.

Efnin PFOS (perflúoroktþlsúlfónat) og PFOA (perflúoroktansýra) virðast geta dregið úr frjósemi fólks. Í rannsókn, sem sagt er frá í nýjasta hefti tímaritsins Human Reproduction kom fram að konur með þessi efni í blóði verða seinna þungaðar en aðrar konur. Greinileg fylgni var á milli styrks efnanna í blóði og þess tíma sem leið frá fyrstu þungunartilraun til þungunar. Þetta bendir til orsakasamhengis, en sannar það út af fyrir sig ekki. PFOS og PFOA tilheyra svonefndum perflúoralkþlsamböndum. Þessi efni eiga það sameiginlegt að hrinda frá sér bæði vatni, fitu og óhreinindum, og hafa því verið notuð í margs konar vörur þar sem þessir eiginleikar þykja eftirsóknarverðir.

Meðal þekktra vörumerkja á þessu sviði má nefna Gore-Tex og Teflon. Evrópusambandið bannaði innflutning og sölu PFOS á síðasta ári, en efnið er þó til staðar í eldri varningi, auk þess sem fjöldi skyldra efna er enn notaður í framleiðslu á ýmsum vörum. Þegar á heildina litið fer notkun perflúoralkþlsambanda stöðugt vaxandi.
Lesið frétt á heimasíðu IMS 30. janúar sl.,
lesið greinina í Human Reproduction (pdf-skjal)
og rifjið upp „Orð dagsins“ 28. júní 2005 og 20. jan. 2006

Birt:
3. febrúar 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Gore-Tex og Teflon geta dregið úr frjósemi fólks“, Náttúran.is: 3. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/03/gore-tex-og-teflon-geta-dregio-ur-frjosemi-folks/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. mars 2012

Skilaboð: