Orð dagsins 13. ágúst 2008.

Sameiginlegir reiðhjólaflotar verða sífellt vinsælli í bandarískum háskólum. Með þessu móti er dregið úr álagi á umhverfið, komist hjá umferðarteppum, dregið úr kostnaði vegna eldsneytis og bílastæða og stuðlað að betri líðan. Samtökin AASHE, sem beita sér fyrir aukinni sjálfbærni í æðri menntun, halda saman skrá yfir verkefni af þessu tagi. Á skránni er nú 61 verkefni sem snýst um ódýra eða ókeypis hjólaleigu fyrir stúdenta. Þar af var 9 verkefnum hleypt af stokkunum á síðustu mánuðum og a.m.k. þrjú til viðbótar eru áformuð á næstu vikum. Dæmi um verkefni af þessu tagi er m.a. að finna í Ripon háskólanum í Wisconsin, þar sem ný stúdentar fá afhent ókeypis fjallahjól með lásum og hjálmi, gegn loforði um að þeir komi ekki á bíl í skólann. Meira en helmingur 300 ný stúdenta hefur nýtt sér þetta tilboð.
Lesið frétt GreenBiz í gær

Birt:
13. ágúst 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Reiðhljóðaflotar vinna á“, Náttúran.is: 13. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/21/reiohljooaflotar-vinna/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. ágúst 2008

Skilaboð: