Coca-Cola ætlar að styrkja alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin WWF um 3 milljónir evra (rúml. hálfan milljarð ísl. kr.) á næstu þremur árum. Féð verður notað til að hrinda af stað átaki um alla Evrópu til að vekja athygli á alvarlegum áhrifum loftslagsbreytinga á vistkerfi á Norðurheimskautssvæðinu. Athyglinni verður sérstaklega beint að ísbjörnum, en ör bráðnun heimskautaíssins neyðir birnina til að verja sífellt lengri tíma á landi, sjálfum sér og mannfólkinu til armæðu og tjóns. Þess er og að vænta að auglýsingar og umbúðir Coca Cola verði nýttar til að fræða neytendur um þá ógn sem bráðnun heimskautaíssins raunverulega er.
(Sjá frétt PlanetArk 18. janúar).
Birt:
23. janúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Coca Cola styrkir Norðurheimskautsverkefni WWF“, Náttúran.is: 23. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/01/23/coca-cola-styrkir-nordurheimskautsverkefni-wwf/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: