Orð dagsins 4. september 2009

Efnastofnun Evrópu (ECHA) hefur birt lista yfir 15 efni, sem lagt er til að bætist á svartan lista (kandídatlista) Evrópusambandsins (ESB) yfir efni sem talin eru svo skaðleg umhverfi og heilsu, að notkun á þeim skuli bönnuð nema í undantekningartilvikum. Meðal þessara efna eru díísóbútþlþalat (DIBP), sem notað hefur verið sem mýkingarefni í PVC-plast, og akrþlamíð, sem getur m.a. verið að finna í frönskum kartöflum og fleiri matvælum. Tillaga ECHA fer nú til umsagnar í aðildarlöndum ESB. Verði tillagan samþykkt bætast þessi 15 efni við önnur 15 sem fyrir eru á listanum.
Lesið frétt á heimasíðu dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu í dag

Birt:
4. september 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „15 ný efni á leið á svarta listann“, Náttúran.is: 4. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/08/15-ny-efni-leio-svarta-listann/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 8. september 2009

Skilaboð: