Orð dagsins 6. mars 2008.

Karlmenn með perflúoralkþlsambönd (PFOS og PFOA) í blóði framleiða minna af heilbrigðum sáðfrumum en aðrir menn, skv. nýrri rannsókn sem sagt var frá í tímaritinu Environmental Health Perspectives (EHP) fyrr í vikunni. Eins og fram kom í „Orðum dagsins“ 2. febrúar sl. hafa efni af þessu tagi verið notuð í ýmsar vörur. Þar má nefna ýmsan sportfatnað og teflonhúð á pönnum og pottum. Í umræddri rannsókn kom fram sterk fylgni milli styrks þessara efna í blóði og fjölda og heilbrigðis sáðfruma, en alls tóku 105 ungir Danir þátt í rannsókninni.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þetta samhengi er rannsakað, og að sögn höfunda er þörf á rannsókn á stærra úrtaki til að styrkja niðurstöðurnar enn frekar. Rannsóknin þykir þó alla vega gefa sterka vísbendingu um að perflúoralkþlsambönd séu hugsanlega mun skaðlegri en áður hefur verið talið. Stutt er síðan fram komu vísbendingar um að konur með þessi efni í blóði verði síður þungaðar en aðrar konur.
Lesið frétt á heimasíðu IMS í gær,
lesið greinina í EHP (pdf-skjal)
og rifjið upp Orð dagsins 2. febrúar sl.

Grafík: Fullorðinn karlmaður, Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
March 6, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sæði manna í hættu“, Náttúran.is: March 6, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/06/saeoi-manna-i-haettu/ [Skoðað:Feb. 5, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 2, 2011

Messages: