Nokia enn með bestu umhverfisframmistöðuna
Orð dagsins 24. nóvember.
Nokia heldur forystu sinni í keppni Greenpeace um bestu umhverfisframmistöðu tölvu-, sjónvarps- og farsímaframleiðenda, en skýrsla um umhverfismál rafeindageirans, „Guide to Greener Electronics“, kom út í 10. sinn í dag. Reyndar hefur einkunn Nokia lækkað úr 7,0 í 6,9 frá því að skýrslan kom síðast út fyrir þremur mánuðum, en engu að síður er einkunn fyrirtækisins enn um einum heilum hærri en þeirra næstbestu, þ.e. Toshiba, Sony-Ericsson og Samsung. Nintendo situr hins vegar sem fastast á botninum. Að mati Greenpeace hafa orðið miklar framfarir í umhverfismálum rafeindageirans. Þannig séu PVC og brómeruð eldvarnarefni smátt og smátt á útleið. Hins vegar skorti framleiðendur metnað í loftslagsmálum.
Lesið fréttatilkynningu Greenpeace í dag
og rifjið upp „Orð dagsins“ 23. september 2008
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Nokia enn með bestu umhverfisframmistöðuna“, Náttúran.is: Nov. 24, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/25/nokia-enn-meo-bestu-umhverfisframmistoouna/ [Skoðað:Oct. 5, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Nov. 25, 2008