Orð dagsins 17. desember.

Kúbumenn eru framarlega í staðbundinni ræktun matvæla, einkum í þéttbýli. Mikið af ræktuninni fer fram í samvinnugörðum, sem margir hverjir voru stofnaðir af stjórnvöldum eftir hrun Sovétríkjanna 1991. Eftir hrunið urðu Kúbumenn að verða sér úti um matvæli án þess að nota mikið af olíu, tilbúnum áburði og varnarnefnum, enda slíkur varningur illfáanlegur. Þessi ræktun var að töluverðu leyti lífræn, ekki síst vegna skorts á aðföngum. Verðið var engu að síður lágt, enda flutningskostnaður nær enginn. Nú líta Kúbumenn til þessara samvinnugarða á nýjan leik til að tryggja fæðuöryggi í kjölfar fellibylja. Um leið er þetta leið Kúbumanna til að bregðast við heimskreppu og háu matvælaverði.
Lesið umfjöllun PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
Dec. 17, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Heimaræktun bjargræði í kreppunni“, Náttúran.is: Dec. 17, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/20/heimaraektun-bjargraeoi-i-kreppunni/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Dec. 20, 2008

Messages: