Orð dagsins 3. júlí 2008

Jarðvegseyðing ógnar fæðuöryggi um fjórðungs mannkyns samkvæmt nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Um 20% af öllum ræktuðum svæðum heimsins, um 30% af skógum og 10% af graslendi eiga nú undir högg að sækja vegna jarðvegseyðingar. Þessu fylgir minnkandi uppskera, fólksflutningar, óöryggi í fæðuöflun, tjón á vistkerfum og tap á lífrræðilegri fjölbreytni, bæði innan tegunda og í vistfræðilegu tilliti. Jarðvegseyðing eykur einnig á gróðurhúsaáhrifin, með því að kolefni sem áður var bundið í jarðvegi losnar út í andrúmsloftið.
Lesið fréttatilkynningu FAO í gær

Birt:
3. júlí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Jarðvegseyðing ógnar áfram“, Náttúran.is: 3. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/04/jarovegseyoing-ognar-afram/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. júlí 2008
breytt: 8. apríl 2010

Skilaboð: