Öflugt net hleðslustöðva fyrir rafbíla var formlega tekið í notkun í Eistlandi í gær. Um er að ræða 165 hleðslustöðvar þar sem hægt er að hlaða rafbíla með jafnstraumi á innan við hálftíma. Stöðvarnar eru dreifðar um allt landið með 60 km millibili að hámarki, og er Eistland því líklega fyrsta landið í heiminum þar sem hægt er að fara allra sinna ferða á rafbíl. Við opnun netsins sagði Keit Pentus-Rosimannus umhverfisráðherra Eistlands að samgöngustefna landsins ætti að byggjast á því að vistvænar samgöngur væru ódýrasti og einfaldasti kosturinn.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Birt:
Feb. 21, 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Eistar opna 165 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla“, Náttúran.is: Feb. 21, 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/23/eistar-opna-165-hradhledslustodvar-fyrir-rafbila/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Feb. 23, 2013

Messages: