Norska ríkisstjórnin lýsti því yfir í gær, að höfðu samráði við stjórnarandstöðuna, að Noregur skyldi verða kolefnishlutlaus árið 2030. Áður var ætlunin að ná þessu markmiði árið 2050, en nú hefur því sem sagt verið flýtt um 20 ár. Markmiðinu verður náð með ýmsum leiðum. Meðal annars er ætlunin að draga úr losun heimafyrir um 2/3, auk þess sem fjármunum að jafnvirði 36 milljarða íslenskra króna verður árlega varið til að endurheimta skóglendi í þróunarlöndum. Fjárfest verður í endurnýjanlegri orku sem aldrei fyrr og skattar hækkaðir á eldsneyti. Þannig er áformað að hækka skatta á bensín sem nemur 0,60 ísl. kr. á lítra, og skattur á díselolíu hækkar um 1,20 ísl. kr. á lítra.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag.

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Birt:
Jan. 18, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 18. janúar 2008“, Náttúran.is: Jan. 18, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/18/oro-dagsins-18-januar-2008/ [Skoðað:Oct. 4, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Jan. 19, 2008

Messages: