Átján ríki Bandaríkjanna hafa lagt fram kæru á hendur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (US EPA) fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir ársgamlan hæstaréttardóm um að stofnunin hefði heimild til að grípa til slíkra aðgerða. Lögsóknin byggir á því, að þar sem stofnunin hafi staðfest að losun gróðurhúsalofttegunda stefni velferð almennings í hættu, beri henni að setja reglur um þessar lofttegundir í samræmi við bandarísku loftgæðalögin, „Clean Air Act“. Forstjóri US EPA telur að áður en reglur verði settar þurfi að leita eftir athugasemdum frá almenningi, en kærendur benda á þetta hafi verið gert í upphafi þessa vinnuferlis fyrir 9 árum síðan, þannig að nú liggi fyrir rúmlega 50.000 slíkar athugasemdir.
Lesið frétt Planet/Ark Reuter í dag Merki Environmental Protection Agency.
Birt:
4. apríl 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 4. apríl 2008“, Náttúran.is: 4. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/04/oro-dagsins-4-april-2008/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: