Sameiginleg viska (e. collective intelligence) kann að eiga enn stærri þátt í tilveru hjarðdýra en áður var talið, ef marka má nýjar niðurstöður fræðimanna við Prince­ton háskólann sem birtar eru í vísindatímaritinu Sci­ence. Takmarkaðar veiðar, röskun búsvæða eða aðrar aðgerðir manna sem fækka einstaklingum í slíkum hópum niður fyrir tiltekið lágmark, minnka þéttni hópanna eða skipta hópunum upp, geta jafnvel orsakað skyndilegt og algjört hrun, þótt ekkert bendi til slíks fljótt á litið. Þetta getur t.d. átt við um ýmsa farfugla og torfufiska, þar sem hópurinn kemst auðveldlega leiðar sinnar þó að enginn einn einstaklingur í hópnum hafi nokkra getu til þess upp á eigin spýtur.
(Sjá frétt Science Daily 31. janúar, ljósmynd með frétt).

Birt:
4. febrúar 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Sameiginleg viska ef til vill mikilvægari en talið var“, Náttúran.is: 4. febrúar 2013 URL: http://nature.is/d/2013/02/05/sameiginleg-viska-ef-til-vill-mikilvaegari-en-tali/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. febrúar 2013

Skilaboð: