Drykkjarvörurisinn Coca Cola hefur sett sér það markmið að árið 2020 verði allar plastflöskur fyrirtækisins búnar til úr plöntuafurðum í stað olíu. Meira en 10 milljarðar slíkra flaskna hafa þegar verið seldar frá því að framleiðsla þeirra hófst 2009, og þar með hafa sparast rúmlega 200.000 tunnur af olíu.

Í ársbyrjun 2015 ætti framleiðsla á plöntuflöskum að geta margfaldast þegar tekin verður í notkun ný verksmiðja í Brasilíu, sem fyrirtækið JBF Industries byggir í samstarfi við Coca Cola. Verksmiðjan, sem verður sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, á að geta framleitt 500.000 tonn af lífglýkól á ári úr sykurreyr og úrgangi frá sykurvinnslu, en lífglýkól er notað sem hráefni í framleiðslu á plöntuflöskum.

(Sjá frétt EDIE 9. nóvember).

Birt:
Nov. 13, 2012
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Kók í plöntuflöskum“, Náttúran.is: Nov. 13, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/11/13/kok-i-plontufloskum/ [Skoðað:Sept. 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: