Orð dagsins 21. september 2009

Dæmi eru um að gallabuxur innihaldi efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var í Svíþjóð á dögunum, en þar reyndust 3 gallabuxnategundir af 6, sem prófaðar voru, innihalda óleyfilega mikið af dímetýlfúmarati (DMF). DMF veitir vörn gegn myglusveppum, en er jafnframt öflugur ofnæmisvaldur. Í löndum Evrópusambandins (ESB) má styrkur DMF í neytendavörum ekki mælast hærri en 0,1 mg/kg, en „eitruðustu“ gallabuxurnar í umræddri rannsókn innihéldu fimmfalt það magn. Auk DMF fundust m.a. efni á borð við nonýlfenóletoxílöt, kvikasilfur og blý í þessari sömu rannsókn. Lesið frétt á heimasíðu sænska sjónvarpsins (SVT) 10. sept. sl.

Birt:
Sept. 21, 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Eitraðar gallabuxur“, Náttúran.is: Sept. 21, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/22/eitraoar-gallabuxur/ [Skoðað:June 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 22, 2009

Messages: