Orð dagsinsn 13.júní 2008

Orkuveita Kyrrahafsstrandar Kaliforníu (Pacific Gas & Electric Co) ætlar að verja milljörðum dollara á næstu árum til að búa raforkukerfið undir að taka við miklum fjölda tengiltvinnbíla í hleðslu. Að mati fyrirtækisins mun það taka 10-20 ár að byggja upp fullkomið gagnvirkt kerfi („smart-grid“), sem auðveldar fólki að hlaða bílana á þeim tíma sólarhringsins sem orkuverð er lægst og opnar jafnframt fyrir möguleika á að selja orkuna til baka inn á netið þegar það hentar.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag

Birt:
June 13, 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Klárt net fyrir tengiltvinnbíla gert klárt“, Náttúran.is: June 13, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/13/undirbuningur-fyrir-hleoslu-tengiltvinnbila-i-full/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: