Þýska símafyrirtækið Telekom Deutschland er þessa dagana að setja á markað fyrstu umhverfismerktu þráðlausu símana. Símtækin eru vottuð með þýska umhverfismerkinu Bláa englinum, en vottunin er m.a. staðfesting á því að tækin noti lítið rafmagn, að auðvelt sé að skipta um rafhlöður og auka þar með endinguna, að tækin innihaldi ekki skaðleg efni, að rafsegulsvið sé í lágmarki og að notandi geti sjálfur stillt sendistyrkinn, svo eitthvað sé nefnt.
(Sjá frétt á heimasíðu Bláa engilsins 1. mars).

Birt:
4. mars 2013
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Fyrstu umhverfismerktu þráðlausu símarnir“, Náttúran.is: 4. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2013/03/04/fyrstu-umhverfismerktu-thradlausu-simarnir/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: