Tvær af 57 tannkremstegundum sem Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu skoðaði nýlega reyndust innihalda tríklósan. Efnið er bakteríudrepandi, en jafnframt hormónaraskandi og skaðlegt umhverfinu. Tannkremstegundirnar sem um ræðir eru Colgate Total Original og Colgate Total Advanced Whitening, en þessar sömu tegundir voru jafnframt þær einu sem reyndust innihalda tríklósan í sambærilegri könnun sem gerð var 2008. Þá þegar vissu menn sitthvað um skaðsemi efnisins, en fleira hefur bæst við síðan. Þannig leikur grunur á að efnið stuðli að vexti ónæmra baktería.

(Sjá frétt á forbrugerkemi.dk 12. desember).

Ljósmynd: Úr fréttinni á forbrugerkemi.dk.

Birt:
14. desember 2012
Höfundur:
Stefán Gíslason
Uppruni:
2020.is
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Triclosan finnst enn í tannkremi“, Náttúran.is: 14. desember 2012 URL: http://nature.is/d/2012/12/14/triclosan-finnst-enn-i-tannkremi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: